Kreppublogg og mánaðarafmæli
8.10.2008 | 18:03
Jæja þá er liðinn einn mánuður frá því að ég kom til Dublin. Ég lagði af stað frá Íslandi 5. September og kom svo til Dublin seint að kvöldi 8. september. Ef við gerum upp þennan mánuð þá er ekki hægt að segja annað en að hann hafi verið afskaplega skemmtilegur. Ég er búinn að skoða alla Dublin eins og ferðamaður, næstum því rændur, hitt frægt fólk, byrjað í skólanum, komið mér fyrir sem íbúi í Dublin, lært á þvottavél og ég veit ekki hvað og hvað.
Ég ætla nú ekki að gera neitt sérstakt til að fagna þessum mikla áfanga nema kannski að fá mér Frappuccino en ég sé samt til þar sem ég er að reyna að stöðva alla eyðslu þessa dagana enda kemur kreppan ekki síður í bakið á mér eins og öðrum og evran hoppar þessa dagana frá 131kr og upp í 172 en það er að vissu leiti mjög jákvætt þar sem ég eyði þá mjög litlu á meðan :)
Þrátt fyrir kreppuna ætla ég að skreppa til Köben eldsnemma á föstudagsmorgun og hitta þar Magnús, Heimi og Hjalta og ég bara vona að danska krónan haldist jafn lág og hún er akkurat núna en maður veit aldrei hvað gerist á morgun og á föstudag en það verður bara spennandi að sjá. Hvað sem gerist þá kem ég heim um jólin sæll og glaður og ég mun spjara mig, þetta ástand þýðir bara að maður þarf haga seglum eftir vindi og þótt vindurinn breytist ótt og títt þá reddast þetta allt saman.
Hér er svo mynd af mér á O'Connel Street í Dublin til sönnunar að ég sé enn við góða heilsu þrátt fyrir kreppuna :)
Nú þegar kreppan þrengir að hjá mörgum þá er nú gott að kunna góð sparnaðarráð og hér eru nokkur:
1. Þriggja laga klósettpappír er einhvern síðari tíma lúxus skapaður af græðgismönnum á þennslutímum sem töldu rassa sína svo viðkvæma að um þá þyrfti að fara mjúkum höndum en á tímum sem þessum þegar kreppan herðir að er alveg nauðsynlegt að fólk venji sig við harðneskjuna og þar eru klósettpappírsmál ekki undanskilin. Þegar í harðbakka slær þá þýða engin vetlingahandtök.
2. Eldhúsrúlla er líka einhver sá mesti óþarfi sem þjóðfélagið hefur fundið upp á í síðari tíð og ekki aðeins eru þær dýrar og óþarfi heldur eyða þær líka skóginum og það er aldrei gott. Á mínu heimili er þetta einfalt, til að þurka af höfum við hlut sem heitir tuska fyrir þá sem eru hættir að kannast við slíkt. Nú þegar fólk þarf að þurka sér um hendurnar þá er einfaldlega tekið eitt stykki viskustykki sem látið er hanga á ísskápshurðarhúninum og er það sérstaklega til að þurka sér í. Málið er dautt og fólk hefur sparað sér óheyrilega peninga.
3. Matarmál. Það er algjör misskilningur að það þurfi að vera dýrt að lifa í kreppu þó síður væri en málið er einfaldlega að breyta neysluvenjum sínum. Svarið liggur í einu orði: morgunmatur! Morgunmatur er nefnilega eitthvað sem maður fær aldrei nóg af eins og t.d. kornflakes og svo er það fáránlega einfalt að búa til, maður skellir nokkrum flögum í skál, skvettir smá mjólk á þetta og málið er dautt. Svo er líka hægt að fá morgunkorn í mjög stórum kössum sem sparar manni heilan helling. Önnur gerð af morgunmat er svo hinn klassíski hafragrautur. Það kostar nánast ekki neitt að kaupa haframjöl og eldunarfattlaður maður eins og ég getur eldað hafragraut og svo er hann alveg ótrúlega saðsamur og hollur í alla staði. Það er meira að segja hægt að gera hann á mismunandi vegu eftir því hversu hátíðlegt tilefnið er, hægt er að sjóða hann upp úr mjólk í staðinn fyrir vatni, hægt er að setja eina teskeið af smjöri út í hann til að fá hann mjúkan og góðan og síðast en ekki síst er hægt að sikra hann en það tekur auðvitað alla hollustu úr honum.
4. Tómstundir. Það vita auðvitað allir að bíóhúsin hafa á síðustu árum hækkað sín verð talsvert og það er ekki lengur fólki bjóðandi að kaupa þar nammi, popp eða kók. Lausnin er auðvitað að poppa einfaldlega heima og mæta með á pleisið, draga svo fram gamla Soda Stream tækið og búa sér til gos. Einnig vita auðvitað allir að bíómiði í dag er fáránlega dýr svo það er auðvitað lang sniðugast að halda eigin bíósýningar heima og bjóða vinunum yfir enda eiga flestir einhverjar dvd myndir sem hægt er að smella í spilarann að kostnaðarlausu.
Fleira var það ekki að sinni en eins og ég segi þá kem ég með blogg eftir helgi um ævintýri mín í Kaupmannahöfn.
Fannst þetta atriði frá fóstbræðrum passa svo akkurat við tíðarandann þessa stundina að ég ákvað að skella því hér inn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Blogg um ekki neitt til að halda mér vakandi
2.10.2008 | 18:57
Sit á bókasafninu upp í skóla og horfi út í loftið því það vildi svo óheppilega til að ég náði að læsa mig úti þegar ég fór í ræktina áðan og ég næ ekki í annan meðleigjandann minn og hinn kemur ekki heim fyrr en á morgun og sá sem ég næ ekki í kemur mjög sjaldan heim og ég sá hann t.d. bara í fyrsta skipti í dag í nokkra daga svo ég veit barasta ekki hvernig ég ætla að komast inn. Húsráðandinn býr einhverstaðar lengst í burtu og ég ætla nú ekki að ræsa hana út. Náði að komast inn í stigaganginn áðan en fann út að allir gluggar á íbúðinni eru læstir í fyrsta skipti síðan ég flutti inn :)
Þetta væri svosem ekkert mál venjulega enda get ég alveg lært hérna inn á bókasafni nema fyrir þær sakir að ég svaf í einn klukkutíma í nótt í einhverju þrjóskukasti við að breyta dvd spilaranum á tölvunni minni sem tókst ekki fyrr en hálf sjö í nótt og svo vaknaði ég klukkan hálf átta og ég er gjörsamlega að leeeka niður.
Jæja fyrst ég er byrjaður get ég alveg eins bablað eitthvað til að halda mér vakandi þótt það hafi nú kannski ekki mikið gerst síðustu daga.
Ég fór á þetta ball í gærkvöldi og mætti þar í kringum eitt leitið þar sem ég var búinn að lofa félaga mínum að mæta og viti menn þegar ég loksins mætti þá var hann nýfarinn því hann var með einhverja magakveisu en ég ætlaði nú bara að gera gott úr þessu og njóta ballsins en komst fljótt að því að það er fátt leiðinlegra en að mæta einn á ball, þekkja ekki neinn og ætla að hoppa við einhverja electro tónlist þótt það geti verið mjög gaman við réttar aðstæður eins og á Bifróvisjón, árshátíð Bifrastar þar sem ég fór hamförum, en allavegana þá ákvað ég eftir nokkrar heiðarlegar tilraunir til að hoppa eitthvað að þetta væri bara of sorglegt og fór þess í stað að ganga um staðinn og skoða mig umm og komst að því að klósettið þarna var eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð og algjört svona dump en samt sem áður var einhver gaur með rakspíra og pappír fyrir mann til að þurka sér. Nú svo áttaði ég mig á því að ég hafði ekki borgað mig inn, og komist framhjá röðinni til að skoða mig um á staðnum svo ég ákvað að kaupa mér subway og fara heim og horfa á Extras. Ég held að ég sé yfirleitt meira þessi bíótýpa þótt ég hafi oft skemmt mér vel á böllum.
Annars er nú helst það að frétta að ég er kominn í sparnaðarátak vegna þeirra fáránlegu gengisbreytinga sem átt hafa sér stað síðustu daga svo það má segja að það sé mjög jákvætt að evran verði dýrari með hverjum deginum því við hverja hækkun held ég fastar í budduna og svo eru það núðlur og kornflakes í sem flest mál.
Ég talaði við einhvern kennara í dag varðandi prófin mín og samkvæmt henni þá hætti ég í fyrirlestrum í byrjum desember sérstaklega til að geta fengið upplestrarfrí fyrir prófin sem ég mun svo taka ekki seinna en 19. des sagði hún sem er gott enda verður gott að komast í jólafrí með tilheyrandi jólamat, konfekti og sukki og miðað við síðustu mælingu þá lítur allt út fyrir að ég hafi alveg inni samvisku í sukk um jólin, maður missir nefnilega líka nokkur kíló á því að vera í sparnaðarátaki þar sem maður fær sér bara einu sinni á diskinn o.s.fv,
Annars var ég að spá í að líta við tækifær til Belfast sem er á Norður-Íralandi sem eins og margir vita tilheyrir enn Bretlandi svo það má segja að ég bæti hugsanlega 5. ríkinu við mig í ár en ég sé samt til með það, getur líka verið að ég skreppi bara í einhvern dagstúr um Írland en ég verð að spá í það seinna enda held ég fast í budduna þessa dagana :)
hmm vá hvað þetta blogg er ekki um neitt en jæja ég bara hreinlega get ekki hugsað um eitt einasta atriði sem ég gæti bloggað um í bili þar sem það eina sem kemst fyrir í hausnum á mér núna er að fara að sofa.. GEISP
Jæja ég ætla ekki að blogga aftur fyrr en ég hef frá einhverju að segja en endilega kvittið fyrir þegar þið lesið bloggið, gaman að sjá hvort einhverjir séu að lesa þetta eða hvort ég er bara að blaðra við sjálfan mig :D
Góða nótt, Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nokkur atriði
29.9.2008 | 00:41
Jæja þá er sko kominn sunnudagur og önnur skólavikan hefst á morgun. Nokkrir hlutir sem ég ætla að minnast á í þessu bloggi.
Í fyrsta lagi þessi mynd sem ég tók í gærkvöldi: Hvað er undarlegt við hana myndu margir kannski spyrja? Jú jú ný í fyrsta lagi klipping, í öðru lagi er ég allt í lagi brúnn miðað við ykkur sem eruð á íslandi allavegana þar sem mér skilst að þar sé skítakuldi og rigning alla daga því hér er hiti, sólskin og gott veður og síðast en ekki síst þá ætti fólk nú að taka eftir því að bolurinn er nýþveginn og takið sérstaklega eftir því hvað liturinn hefur haldið sér vel, það er nefilega ekki á allra valdi að þvo stuttermaboli eða nota þvottavél á annað borð en ég setti í tvær vélar í röð í gær og hengdi fötin út til að fá þau alveg fullkomin og fersk. Svo er það nú líka annað sem ekki margir vita og það er að ég er sérfræðingur í að brjóta saman svo þau liggja alveg fullkomin inn í skáp.... en nóg um þvott á fötum í bili, þvottablogg hefur sín takmörk eins og allt annað.
Næst á dagskrá: Smá þraut.
Hvað hafa þessir hlutir sameiginlegt og afhverju eru þeir í þessu bloggi?
Jú hverjir tala eins og þeir séu með kartöflu í kokinu, hafa franskar pylsur á ráðhústorginu og borða smörrebröd?... Danir og afhverju er ég að tala um dani?
Fyrir þá sem voru ekki búnir að heyra af því síðastliðna klukkutíma þá hringdi hann Mási bróðir minn í mig í gærkvöldi og sagðist ætla að fara til Kaupmannahafnar þar næstu helgi með Marie og Hjalta vinum okkar til að hitta hann Heimi littla sem er þar í construction management eða eitthvað svoleiðis og ég bara hmm ok kúl... Heyrðu ég hitti ykkur bara þar og ég skrapp á netið, fann flugmiða á fáránlegu góðu verði, pantaði og sólarhring seinna er ég kominn með flugmiðann og tilbúinn í helgarferð til köben sem þýðir að ég mun fara til 4 landa í ár. Byrjaði á því að fara til New York, svo til London, svo til Dublin og loks til Köben :D Vá hvað þetta er flippað mar. Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur að maður á bara að stökkva á tækifærin þegar þau bjóðast, vera dálíitð flippaður og lifa lífinu. Ég var að spá í að fara í einverja dagsferð út í sveit með gömlu fólki í rútu sem kostar nánast það sama og að skreppa til köben þar sem ég fæ miðann minn til köben á 7 evrur + reyndar skatta og svo kostar miðinn til baka aðeins meira en samt ekkert sem ég ræð ekki við svo þetta er bara frágengið og ég get ekki beðið. Lífið á að vera ævintýri og hana nú. Jæja en að allt öðrum málum þá fattaði ég í dag að ég gæti átt heimsmet í að eiga lítið herbergi og ég ætla við tækifæri að mæla það upp því það er ábyggilega ekki meira en svona 3-4 fermetrar og jafnvel nær 3 fermetrum því að einn vegurinn er eiginlega bara hálfur en allavegana þá datt mér í hug að taka myndband af íbúðinni svo það er hér:
Fór svo niður í bæ áðan eftir að hafa vaknað kl 4 í dag. Tók strætó niður í bæ og á efri hæðinni voru einhverjir krakkar að leika sér og svo allt í einu heyrist svakalegur hvellur sem ég veit ekki enn hvað var en var greinilega eitthv
að sem krakkarnir voru að fikta við og ég leiddi ekki hugann að nema að örfáum sekúntum seinna snarhemlar strætóbílstjórinn, hleypur upp eins og hér sé um hryðjuverk að ræða, rífur unglingana niður og sér bara rautt, kastar þeim út úr vagninum og öskar svoleiðis á þau að ég hef bara ekki séð mann jafn brjálaðan á ævi minni, slammaði svo hurðinni og brunaði burt.
Fleira markvert hefur nú ekki skeð hjá mér síðustu daga nema kannski að landlordinn kom að mér hálfnöktum eldsnemma og vissi ekkert hver ég var né að allir væru fluttir burt og nýtt fólk komið inn en ég náði að skella mér í buxur og bol áður en ég spjallaði við hana.
b.t.w. ef þið ákveðið að koma til Dublin að heimsækja mig, sem öllum er velkomið þá vitið þið að þetta er hurðin hjá mér:
og heyrðu já nýji ipodinn minn kemur á morgun eða hinn vúhúúú.
Eitt að lokum, ég er búinn að kynnast nokkrum krökkum í skólanum og allt í góðu með það en það var einn gaur sem ég kynntist í kynningarvikunni sem ég veit ekki hvað heitir og hann var þvílíkt fínn gaur nema hvað að það eru svo margir af asískum uppruna hérna að ég er hreinlega búinn að tína honum inn í þvöguna, hálfsorglegt en samt smá fyndið að ég sjái ekki muninn á honum og öllum hinum asíubúunum, ætli þetta sé líka svona með hvíta fólkið, sjá japanar og kínverjar kannski ekki nokkurn mun á okkur?
Jæja ég er farinn í háttinn :) Meira seinna Kolbeinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagurinn
25.9.2008 | 21:27
Jæja þá er skólinn loksins byrjaður. Ég tók alla þessa viku í að fínpússa stundartöfluna mína þar sem ég fer ekki eftir þessu hefðbundna kerfi eins og aðrir því ég er búinn að taka nokkra áfanga af öllum árum og það endaði með því að ég tek tvo áfanga í viðskiptafræði, tvo af fjölmiðlabraut og einn af hótelstjórnunarbraut en þeir eru samt allir viðskiptatengdir. Tek Fjármálastjórnun, Marketing Media, Marketing Research, Business Journalism og introduction to Service management. Hljómar flest ágætlega en þetta var mjög tæpt því það var ekki að líta út fyrir að ég gæti komið 5 áföngum inn í töfluna en jæja allt er gott sem sem endar vel :)
Ég verð nú reyndar að segja að þetta er talsvert frábrugðið því sem ég á að venjast á Bifröst. Ég mætti í nokkra fyrirlestra í þessari viku og allir kennararnir hafa byrjað á því að segja hvaða bók yrði notuð en svo mælt endregið með því að við keyptum hana ekki og einn sagði meira að segja að hún myndi líklegasta bara þvælast fyrir okkur svo að við kæmumst hjá því að nota hana þá væri það best. Ok svo töluðu þau líka um verkefnavinnu og ég ætlaði sko aldeilis að taka upp makkann góða og sökkva mér í verkefnavinnu enda ekki gert eitt einasta verkefni frá því að ég hætti á Bifröst og gat hreinlega ekki beðið eftir að byrja en nei nei þá kemur bara í ljós að það eru engin verkefni nema bara í einni viku þar sem maður skilar inn einu verkefni í hverjum áfanga... uhh ok bíddu hvað á ég þá að gera? Hún hlítur að segja okkur hvað við eigum að lesa fyrir hverja viku eða hvað verður farið yfir í hverri viku svo maður geti verið búinn að lesa sig aðeins til um það en nei nei það er sem minnst um það og enginn kennari segir neitt um hvaða kafla maður á að lesa, hvenær eða hvenær hvaða efni verður tekið fyrir svo ég veit bara hreinlega ekki hvernig ég á að læra.
Ég er svo vanur því að vera í verkefnavinnu alla daga að ég er bara eins og kjáni hérna :) Ég fór inn á bókasafn áðan og var þar inn á lesstofunni og sá að hún var pökkuð af fólki og allir eru að lesa á fullu, með bækur og allskonar blöð og skrifandi allskonar dót og ég hef ekki hugmynd um hvað það er að gera eða hvernig það veit hvað það á að gera svo ég var nú bara næstum því búinn að vina mér að næsta manni og spyrja hann hvað í andskotanum hann er eiginlega að gera og fá bara skýr svör frá manninum.. en ég gerði það samt ekki en ef þetta gengur svona áfram þá geri ég það.
Enn sem komið er stundartafla mín handskrifuð af gaurnum á alþjóðaskrifstofunni og ég lenti í því um daginn að sitja í hálftíma í áfanga sem ég átti ekkert að vera í þangað til að ég þorði að spyrja hvort þetta væri ekki markaðsfræði og allir hlóu að mér því þetta var ritstjórnaráfangi en áfanginn sem ég átti að vera í var víst í daginn áður en ég fékk sem betur fer að troða mér inn hjá öðrum verkefnahóp daginn eftir.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá er ég bara orðinn ansi laginn við þvottamálin. Tók dökka bunkann um daginn, smellti honum inn, stillti á 30, setti smá slurk af þvottaefni, ýtti á start, lokaði vélinni og kviss bamm búmm hún fór í gang eins og ekkert væri og þvotturinn var fullkominn þegar hann kom út.
Ein spurning samt, hvernig er með buxur, á maður að þrífa þær sér? Ég er með einar bláar gallabuxur og svo einar buxur sem eru úr svona einhverju efni sem er svona millistig milli gallabuxna og sparibuxna og hvernig er svo með handklæði, má það fara með rúmfötum og má hvít skyrta fara þar með líka?
Ég er búinn að kynnast einum gaur sem heitir Sampson og er frá Hong Kong og hann er ágætur. Fór með honum í bíó í gær kl 10:30... um morgun :D haha það eru fullt af morgunsýningum hérna í Dublin og fólki finnst ekkert undarlegt að fara á þeim tíma og svo eru helst ekkert sýningar lenur en til kl 8:30 á kvöldin, allra síðasta lagi kl 9. Þarf fólk ekkert að vinna? B.t.w. ef þið eruð að hugsa hvort ég þurfti ekkert að vera í skóla þá byrjar skólinn ekki fyrr en 2:30 á miðvikudögum hjá mér svo ég var laus :) og b.t.w. það eru 17 salir í þessu bíói... wtf?
Það er svo annað bíó hérna sem er á aðalgötunni og mjög vinsælt og sýnir 7 myndir og eins og staðan er í dag er ég búinn að sjá hverja einustu mynd sem það sýnir og eina þeirra tvisvar :D
Þessi Sampson er eins og ég sagði ágætur en hann er búinn að búa hérna í tvö ár en talar samt mjög bjagaða ensku og ég þarf hreinlega að hafa mig allan við til að skilja hann stundum og svo er hann alltaf að bjóða mér að koma út á lífið, á pub eða í partý og ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma honum í skilning um að ég skemmti mér eiginlega betur á virkum dögum á bókasafninu, yfir videospólu eða í bíó. Ég þarf kannski að vera virkari í félagslífinu... sé til.
Talandi um félagslíf þá er einhvera freshersweek að byrja á næsta mánudag sem er svona nýnemavika og þá verður fullt af allskonar dóti að gerast alla vikuna sem verður gaman að kanna...
Núverand takmörk: Læra betur á þvottavél, Læra að elda eitthvað (sáttur ef ég næ að elda einn rétt), hreyfa mig og borða hollar því mig langar að vera ágætlega stemmdur fyrir jólamatinn, Ris ala Mande og konfektið þegar ég kem heim enda ætla ég gjörsamlega að liggja í því og hafa enga samvisku yfir því ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er vaknaður...
20.9.2008 | 05:35
Klukkan er núna 06:25 og ég er að skrifa blogg. Ástæðan er ekki sú að ég sé svona morgunhress ónei heldur er ástæðan sú að meðleigjandi minn ákvað fyrir svona klukkutíma síðan að fylla íbúðina af hressum fullum írum sem tala mjög mjög hátt og ég er með herbergið mitt við stofuna með veggi sem halda hljóði eins og pappír sem þýðir að ég gæti allt eins tekið rúmið mitt inn í stofu til þeirra og reynt að sofa þar. Það gekk einn fullur gaur inn í herbergið mitt áðan og sagði hey það er einhver gaur hérna inni og meðleigjandi minn svaraði: hmm já ætli það sé ekki kolbeinn... og áfram héldu umræðurnar eins og ekkert hefði ískorist og eins ég væri ekki einu sinni í íbúðinni. Svo reykir hann líka alltaf inn í íbúðinni svo ég er gjörsamlega búinn að fá nóg þrátt fyrir að ég sé alltaf að reyna að segja við sjálfa mig að horfa jákvætt á hlutina...
Fyrst ég er hvort sem er vaknaður þá get ég sagt frá því að ég beið í 45 mínútur í röð niður í einhverri stofnun niður í bæ til að fá svokallað pps number sem er eiginleg kennitala en ég þurfti að fá hana til þess að geta tekið prófin í griffith og svo þegar það var loksins komið að mér þá sagði gaurinn að það væri ekki nægjanlegt að vera með ökuskírteini heldur þyrfti ég vegabréf. Ég held að ég hafi aldrei eytt 45 mínútum jafn illa á ævi minni EN mig vantaði eitthvað til að skrifa um hérna á bloggið svo þetta var alveg frábært ef við lítum þannig á það :D
Fór svo á menningarnótt sem var fínt en ég hef ekki neitt meira um það að segja klukkan hálf sjö um morgun enda er ég orðinn svangur en vil samt fá nokkra tíma í svefn svo ég ætla að finna heyrnartappana einhverstaðar og reyna að sofna.
Það er ekki hægt að segja annað en för mín hér til Dublin sé litrík og eftir svona meðleigjanda vil ég með engum öðrum búa en honum Þorsteini sem ég bjó með á Bifröst, við vorum mjög samstíga í rólegheitum hvort sem það hét helgi, pub quiz kvöld, partýkvöld eða eitthvað annað. Í skógarseli 7 var alltaf svefnfriður og gott betur en það :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þvottadagurinn mikli
17.9.2008 | 17:31
Jæja þá er ég byrjaður á fullu í þessar kynningarviku í skólanum og hún gengur bara nokkuð vel nema að þegar ég fór niður í alþjóðaskrifstofuna til að finna út hvenær ég gæti komist heim fyrir jól og þá komst ég að því að ég átti eftir að fylla út fullt af einhverjum formum og ég átti víst eftir að skrá mig inn í skólann eða eitthvað og það hafði nú enginn sagt mér að ég þyrfti að gera það svo ég bað þá bara um að fá það sem ég þyrfti að fylla út en nei þá var það ekki hægt því ég átti líka eftir að fara í enskupróf og koma með passamynd af mér til að það væri hægt að klára þetta allt saman svo ég mætti áðan í enskupróf sem var nú frekar létt en reyndar var tölvuparturinn með dáldið mörgum trick spurningum þar sem fleiri en einn möguleiki gátu vel verið réttir svo ég vona að ég nái enda má maður bara taka prófið tvisvar en ég meina ég hef nú aldrei verið talinn lélegur í ensku heldur frekar hitt.
EN jæja ég kom svo heim og ætlaði loksins að setja í mína fyrstu alvöru þvottavél og ég var bara nokkuð jákvæður fyrir þessu þar sem hún Erla, andlegi leiðtogi minn í þvottamálum, var búin að fara yfir þetta með mér.
Það byrjaði ekki vel en til að geta notað þvottavélina þurfti ég að kaupa 5 metra langa framlengingarsnúru því rafmagnstengin sem eru hliðin á vélinni eru eitthvað læst gegn gjaldi og eitthvað en jæja ég fann hana og smellti vélinni í samband.
Ég ætlaði nú ekki að hætta á neitt svo ég ætlaði bara að þrífa nærföt og boli og skipti þessu í bunka, einn með dökku, einn með ljósu og einn með hvítu en það var nú bara einn hlutur í hvíta bunkanum svo hann. Oki byrjaði bara nokkuð vel og þetta var bara ágætlega straight forward þar sem það var ekki mikið um hluti sem voru á gráu svæði hvað varðar liti nema 2 hlutir sem ég var nýbúinn að kaupa og þorði ekki að setja með, allavegana ekki svona í fyrstu vél.
Ég smellti þessu inn í vélina, náði í þvottaefnið og opnaði þvottaefnislúguna en þá voru þar 3 hólf og ekkert sem sagði manni neitt svo ég endaði bara á því að velja stærsta hólfið. Jæja ég hélt að erfiðasti parturinn væri þá búinn en þá hófust hörmungarnar.
Nú þurfti ég að stilla eitthvað kerfi og hita og eitthvað og þetta var gjööörsamlega óskiljanlegt. Það voru til 3 gerðir af 40 gráðu hita og allar gerðirnar litu nákvæmlega eins út og eftir að hafa skoðað þetta eins og brjálaður maður ákvað ég þá bara að setja á 30 því það var bara eitt 30 til og það var fyrir föt sem maður hafði bara verið einu sinni í og ég hafði einmitt bara verið einu sinni í einum bolnum sem var í vélinni. Ég hélt að ég hefði leyst ráðgátuna en nei nú voru fullt af einhverjum tökkum sem var hægt að ýta á, einn hét option, annar hét prewash, næsti hét half eitthvað og svo var einn sem var eitthvað varðandi mjög vel þvegin föt og ég ákvað eftir mikla hugsun að velja bara þetta half því ég hélt að það hefði eitthvað með að gera að þetta væri bara hálf vél og svo ýtti ég á start og beið spenntur...... ekkert gerðist nema að start ljósið skein og ég ýtti loks aftur á start og þá blikkaði það og vélin slökkti á sér og þetta endurtók sig í hálftíma með mismunandi kerfum, mismunandi hitastigum, mismunandi optionsdóti og allskonar prófunum og ég var gjörsamlega örmagna þegar ung kona gengur inn um aðaldyrnar og ég sá það bara í augunum á henni að þetta var kona sem hafði þvegið ófáar þvottavélarnar svo ég kallaði til hennar og sagði henni að þetta væri það flóknasta sem ég hefði gert á ævi minni og spurði hvort hún gæti bjargað mér. Eftir að hafa hlegið að mér í smá stund ýtti hún á einhverja takka eins og ekkert væri og vélin fór í gang eins og hún hafði aldrei gert annað á ævi sinni.
Mér leið eins og þvottavélin væri þessi krakki sem er ógeðslega leiðinlegur en þegar kennarinn gengur inn í bekkinn þá þykist hann vera kurteistasti strákur í heimi og ég er ætlaði ekki að ná mér yfir því hvað hún gerði þetta einfalt eftir hálftíma af ströggli. Ég er nú ágætur námsmaður en mér leið eins og ég væri að setja kjarnorkusprengju af stað. Ég þorði varla í þurkarann svo ég hringdi í Sigrúnu sem leiddi mig í gegnum hann og núna er þvotturinn loksins hreinn og þurr.
Ég hef bara alrei lent í öðru eins og ég bara var örmagna eftir þetta. Það er eins og það sé reynt að gera þetta eins flókið og mögulegt er og svo vissi ég náttla ekkert hvað ég átti að setja mikið þvottaefni sem ég setti bara gott dass í þetta.
Ég þori ekki meiru í dag en á morgun verður dökki bunkinn tekinn fyrir og þá ætla ég sko að confortera þessa vél, ég ætla að horfa djúpt inn í lokið á henni og segja Common make my day, punk! Ég ætla ekki að láta hana sigra mig, ég mun ná þessu á endanum og það verður ein af mínum stærstu stundum!
Jæja ég er orðinn ógeeeðslega svangur þar sem allur minn tími hefur farið í að möndla þessa þvottavél svo ég er farinn að finna mér eitthvað borða :)
Meira seinna, Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrsti skóladagurinn
15.9.2008 | 21:43
Jæja þá hófst skólinn í dag. Fór á veitingastaðinn í skólanum sem var geggjaður með flatskjám og öllu og allskonar drasl hægt að kaupa og svo hélt ég inn í einhvern risastórann sal þar sem ég átti að hlíða á einhverja gæja og þar kom skólameistarinn og eitthvað fleira lið og hélt ræður og þær urðu leiðinlegri með hverjum manninum sem kom upp og einn þeirra var svo leiðinlegur að ég ætlaði nú bara að kalla til hans að sleppa þessu bara. Hann var svo stressaður að það eina sem heyrðist frá honum var ehh uhh ehh yeahh eeehh well í annari hverri setningu. Svo svaf ég líka svo lítið í nótt að ég var alveg að sofna en jæja þetta var á endanum búið og var svona í heildina alveg ágætt. Fleira gerði ég nú ekki í skólanum nema að fylla út eitthvað eyðublað og leiðrétta nafnið mitt. Nú mér leist bara askoti vel á skólann og það er heil bygging sem er með poolborðum, sjónvörpum og allskonar afþreyingu sem verður vonandi notað milli tíma en nóg um skólann.
það gerðist ekkert markvert í dag nema það að ég fann búð sem selur bara allt og allt kostar nánast ekki neitt og ég keypti tvo fulla poka af dóti fyrir heimilið og allskyns dót fyrir skólann.
Hlutir sem ég hef tekið eftir hérna í Dublin:
1. Það eru mjög margir sem líta mjög svipað út hérna og það er eins og flestir séu tengdir einhverjum fjölskylduböndum.
2. Fólk er oft með mjög ljótar klippingar hérna í Dublin
3. Fólk notar oft mjög mikið af geli í hárið og mótar það mjög fáránlega
4. Venjulegt snakk virðist nánast ófáanlegt hér. Vinsalasta snakkið er Ediksnakk og svo er líka mjög vinsælt að borða snakk með osti og lauk. Einnig hef ég séð kjúklingasnakk,
5. Fólk er mjög oft með frekar stór eða undarleg nef
6. Það er ekkert sem heitir að bíða eftir græna kallinum í umferðinni, það fara allir yfir þegar þeim hentar og ég geri það líka vegna þess að það virðist vera happaglappa hvenær græni kallinn kemur og ég hef í alvörunni lent í því að það var bara rautt á öllum, bæði bílstjórum og vegfarendum.
Annars pantaði ég mér Ipod Nano áðan og gat valið að fá að setja áletrun á hann frítt með laser í tvær línur og ég lét þá skrifa
lína 1: Kolbeinn Karl Kristinsson
Lína 2: CoalStraight Man Christinsson
Fannst það fyndið í svona 5 mínútur áður en sá brandari var búinn... þá var ipodinn farinn í pöntun svo hann mun berast mér þannig.
Jæja á morgun er stóri dagurinn... Ég er ekki að tala um varðandi skóla ónei ég er að tala um að ég ætla mér að setja í þvottavél á morgun, keypti mér þvottaefni áðan sem er sko með eitthvað triple action og svo er hún Erla á Bifröst búin að vera andlegur leiðtogi og stuðningsaðili minn og á morgun ætla ég að setja í fyrstu vélina og ég er ekki að djóka þegar ég segi að ég sé stressaður. Ég er hæstur í minni deild á Bifröst en ég erfitt með að læra á þvottavél... veit ekki hvað það segir um mig :D
Meira seinna og b.t.w. ég er með fullt af videoum sem ég ætla að reyna að koma inn þegar ég kemst í aðeins hraðara net.
Kveðja, Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
BESTI DAGUR ÆVI MINNAR... og eitthvað fleira
12.9.2008 | 23:30
Eitt alveg megafyndið finnst mér. Hann sagðist vera "with the IRA" og ég var svo ljóshærður að það fyrsta sem ég hugsaði með: bíddu er það írska orðið yfir IRS sem er semsagt Skattstofa Bandaríkjana og hugsaði mér að hann væri að þykjast innheimta skatta og að ég hefði verið að svíkjast undan einhvernveginn með því að taka peningana úr hraðbankanum EN ég komst svo að því þegar ég sagði Nial frá þessu að IRA er sko ekki það sama og IRS heldur er það The Irish Republican Army sem eru semsagt uppreisnarher almúgans á Írlandi sem var starfandi 1918-1923.Þótt mér hafi nú verið smá brugðið þá var ég alveg mjög spenntur fyrir þessu öllu saman svona eftir á að hyggja því það eru ekki allir sem fá þá ferðasögu gefins upp í hendurnar að hafa lent í ránstilraun og hvað þá að hafa náð að komast undan því haha vá þetta var alveg frábært en seinna um daginn gekk ég framhjá róna sem var að betla og ég gaf honum eiginlega allt klink sem ég átti bara svona til að þakka honum fyrir friðsamlega fjármögnun hans og fyrir að ræna mig ekki og ég gerði það sam aftur um kvöldið en þá reyndar af annari ástæðu sem ég skrifa um núna eftir smá stund.
Jæja ég fór semsagt í þessa bátsferð sem gekk aðalega út að gaurinn benti á hvar plötuumslag með u2 var myndað, hvar upptökustúdíó u2 var, hvar upptökustúdíó u2 var einu sinni, hvar einhver u2 turn átti að rísa, og svo hvar Collin Farrell á heima.
Ég fór svo á netið og sá að í kvöld (fimmtudag), föstudagskvöldið, laugardagskvöldið og sunnudagskvöldið var Jimmy Carr með standup rétt hjá þar sem ég var sitjandi á kaffihúsinu og ég bara OMG ég varð að fokkings fara en komst svo að því að það var uppselt á ALLAR sýningar fyrir löngu og ég bara neeeeei en lét ekki segja mér að það væru ekki til miðar heldur fór niður í leikhúsið og fékk fékk neið frá þeim beint en ég lét það ekki nægja heldur mætti ég fyrir utan leikhúsið um kvöldið rétt fyrir sýningu til að reyna að kaupa miða af einhverjum og viti menn, þar var gaur með miða að selja sem ég keypti og fór á fokking standup með Jimmy Carr, sem er b.t.w. einn frægasti, fyndnasti og geggjaðastai standupari í heimi og standupið var klikkkað EN ÞAÐ ER SKO ALLS EKKI ALLT :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fra London til Dublin
9.9.2008 | 17:49
Jaeja ta er madur bara maettur til Dublin. Sit a tvottahusi rett hja ibudinni minni sem er med internetadgang fyrir folk. Eg er reyndar med internet heima en tad er faranlega haegt og eg tarf ad fara inn i herbergi gaursins sem leigir mer herbergid, tengja eitthvad taeki tar vid tolvuna, setja taekid ut i glugga og bida eftir ad tad tengist en ta er kemst madur inn a google a nokkrum mintutum og adrar sidur a enn lengri tima og svo er tad alltaf dettandi ut a nokkurra minutna fresti.
Eg hef sko fra morgu ad segja svo eg aetla adeins ad buta tetta nidur.
Sidasti dagurinn i London.
A sunnudeginum forum vid i Konungshollina og aetludum lika ad fara i siglingu. Tegar vid komumst loksins nidur i holl komumst vid ad tvi ad tad var einn og halfur timi tangad til ad vid attum ad maeta svo vid akvadum ad ganga nidur a hofn og sja hvort vid gaetum fengid stuttann tur a anni en tegar vid loksins komumst nidur a hofn komumst vid ad tvi ad teir voru taepir trir timar og vid hofdum hvort sem er misst af einum bat svo vid akvadum ad ganga bara alla leid upp i konungsholl aftur, eg nenni ekki ad fara ut i smaatridi en til ad gera langa sogu stutta forum vid innum vitlausan inngang ad hollinni, gengum ut um allt til ad finna klosett, tokum taxa sem gat varla keyrt okkur neitt tvi ad tad var allt lokad ut af einhverri hjolreidakeppni o.s.fv. en loksins komumst vid samt i gegnum hollina og forum eftir tad upp a hotel og i bio.
Daginn eftir voknudum vid kl 9 og byrjudum ad taka okkur saman tvi vid turftum ad tekka okkur ut kl 11 sem vid gerdum og heldum sem leid la nidur i bat hja thames med stuttu stoppi a Starbucks til ad koma okkur i gang. Siglingin var frabaer og vid forum lengst upp anna og fengum ad skoda adeins rolegri hluta London tar sem flestir batarnir fara ekki og stoppudum a stad sem eg held ad hafi heitid greenwich og tar skodudum vid okkur um adur en vid forum til baka og eg ef aetti ad velja mer stad i london til ad bua ta myndi eg allavegana keyra tangad uppeftir og skoda adur en eg kannadi adra stadi tvi tetta var mjog rolegur og finn stadur.
Brottfor fra London
Eftir batsforina heldum vid sem leid la upp a hotel, tokum ut toskurnar okkar, keyptum okkur kortalesara fyrir myndavelarnar okkar og satumst upp i setustofu a hotelinu tar sem vid forum i sidasta sinn a netid fyrir brottfor. Tar var sidan gratur, kossar og fadmlog, astarjatningar i korter adur en vid nadum ad slitast i sundur og fara sitthvora attina.... nei nei djok tetta var ekkert dramatiskt, meira bara svona jaeja ta bara vid sjaumst um jolin. Tegar Thorsteinn sast upp i taxa attadi eg mig a tvi ad nu vaeri tad bara eg og enginn annar, aevintyrid var loksins byrjad fyrir alvoru og nu var engin mamma, enginn thorsteinn, ekkert sem het ad fara heim... Eg gekk tvi sem leid la nidur Oxford street tar sem eg aetladi ad taka ut ta peninga sem eg hafdi lagt inn a kortid mitt til tess ad geta borgad gaurnum sem leigir mer depositid sem var andvirdi eins manadar leigu nema hvad ad eg mundi ekki pin numerid svo eg laesti ovar kortinu en eg turfti ad na lestinni svo eg gat ekki spad i tad meira. Eg for tvi sem leid la nidur oxford street og aetladi ad taka lestina vid Picadilly Circus tvi eg helt ad tad vaeri styttra en ad taka hana vid Leicester Square en eitthvad hef eg misreiknad mig tvi eg endadi a tvi ad vera halftima of seinn en tad var ekkert vid tvi ad gera svo eg bara hoppadi upp i lest upp a heathrow og kom tangad einum og halfum tima fyrir flug, tekkadi mig inn og for inn i terminalid sem gekk bara otrulega snudrulaust fyrir sig thott dagurinn hafi verid ansi stressandi i alla stadi fra tvi ad leidir skildust hja okkur Thorsteini.
Koman til Dublin
Eg lenti i Dublin kl 20:20, fekk simtal fra Niall (gaurinn sem leigir mer) stuttu eftir komuna tar sem hann sagdi mer ad hann myndi ekki taka a moti mer heldur felagi hans tvi hann var i manchester og eg tok eftir tad rutu 16 fra flugvellinum sem atti ad taka mig upp ad husinu en til oryggis bad eg bilstjorann ad stoppa hja Leonards corner sem er vist tarna hja husinu sem hann gerdi og eg hoppadi ut fyrir utan nyju ibudina mina naestu manudi. Fyrir utan stod gaur med tveimur stelpum sem var vinur Nials og hann hleypti mer inn, let mig fa lykla ad ibudinni og syndi mer a korti hvar skolinn var.
Eg tok eftir tvi ad tad var enntha fullt af doti i herberginu minu, rumid enntha uppabuid, skaparnir fullir af doti og baekur a ruminu. tok dotid af ruminu, setti tad nidur a golf og for ut ad skoda skolann. Eftir sma stund fae eg sms fra Niall tar sem hann spyr hvort tad hafi ekki allt gengid vel og eg segi svo vera nema ad tad se fullt ad doti inn i herberginu og spyr hvort eg eigi ad faera tad en ta kemur i ljos ad tad var ekkert herbergid mitt heldur a eg toma herbergid sem er hlidin a tvi :) sem er adeins staerra en tad verdur ad segjast ad herbergin tarna eru ekki stor og tad er t.d. ekki plass fyrir skrifbord, bara rum, fataskap og tvaer hillur fyrir ofan rumid en eg thetta naegir mer alveg svo eg lagdist loksins til svefns eftir ad hafa farid a einhvern veitingastad nedar i gotunni sem var sveittasti og bullulegasti stadur sem eg hef komid a.
Eg vaknadi svo a hadegi, for i sturtu og helt sem leid la nidur i bae tar sem eg keypti mer tur um baeinn med tour guidum og for svo og gekk um midbaeinn. A morgun aetla eg nidur i Trinity College og skoda bokasafnid tar sem a ad vera rosalegt og fara svo i siglingu a anni.
Sma heimthra i dag en eg held ad tad se svosem alveg edlilegt og hun er ekki tad mikil ad eg geti ekki haldid gledi minni og eg held ad hun hverfi fljott, serstaklega tegar madur byrjar i skolanum og byrjar ad kynnast folki :)
Jaeja eg held ad timinn minn se ad klarast svo eg aetla ad haetta nuna en eg aetla ad reyna ad finna internet hotspot a morgun eda i versta falli almennilegt internetcafe svo eg geti verid rolegur i tolvunni en ekki kappi vid timann og jafnvel sett inn myndir og video :)
Dublinkvedja, Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í flugstöðinni
8.9.2008 | 17:32
Er á flugvellinum að fara að stíga upp í flugvél. Til að gera langa sögu stutta þá læsti ég kreditkortinu mínu óvart, fór á vitlaust undeground, fór í vitlausa lest, var með vitlaust pin númer að kortinu mínu eeeen ég er kominn í fríhöfnina, búinn að tékka mig inn og þetta á allt að vera klárt fyrir brottför að mestu en ég skrifa meira seinna varðandi daginn, brottförina frá London og tilvonandi komu til Dublin :D
kveðja, Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)