BESTI DAGUR ÆVI MINNAR... og eitthvað fleira

Jæja þá er sko komið að bloggi bloggana. Þið munið komast að því með áframhaldandi lestri. Síðustu dagar hafa heldur betur verið viðburðamiklir og þá sérstaklega einn þeirra. Það er nú liðnir nokkrir dagar síðan ég kom og ég er alltaf að átta mig betur og betur á borginni, hvernig hlutirnir virka, hvernig hún er uppbyggð og bara hvað þetta er frábær borg.
Ég er búinn að hitta 4 manneskjur frá því að ég bloggaði síðast og þær munu allar koma við sögu í þessu bloggi mínu.
þriðjudaginn á því að fara niður í bæ þar sem ég ætlaði m.a. að skoða Trinity College en þar fyrir utan voru svona tveggja hæða strætisvagnar með tour guide sem ég ákvað að líta aðeins á fyrst varðandi verð og annað en áður en ég vissi af var maður búinn að toga mig í átt að einum vagninum og svo kom annar maður hlaupandi, reif mig frá manninum og sagði mér að vera ekkert að pæla í hinum manninum heldur skyldi ég frekar koma til sín frekar því hann væri tilbúinn strax til brottfarar en þá voru þetta tvö rútufyrirtæki sem börðust greinilega grimmilega um kúnnana. Ég hefði auðvitað átt að láta þá bjóða í mig ;) Túrinn fór um allt og sýndi ýmislegt skemmtilegt. Ég man ekki hvað ég gerði fleira þennan dag en það var samt ábyggilega eitthvað skemmtilegt jaa reyndar man ég að ég gekk Grafton Street sem er ein af aðal verslunargötunum, O'connel Street sem er svona eins og aðalgatan í miðbænum, fór í túristamiðstöðina og fór í bíó og áður en þetta allt gerðist þá fór ég niður í Griffith College (háskólinn minn) og skoðaði mig betur um.... hmm eftir á að higgja þá man ég kannski bara nákvæmlega hvað ég gerði þennan dag en jæja áfram heldur bloggið.
Nú jæja svo við tökum nú þráðinn bara upp frá því að ég skildi við síðast sem var held ég á þriðjudaginn. Ég byrjaði
 
 
Miðvikudagur
Nú á miðvikudaginn fór ég niður í bæ og skoðaði mig betur um, fór aftur í túristamiðstöðina og spurði nokkura spurninga, reyndi árangurslausta að finna kaffihús og fór svo í Trinity College (ekki minn háskóli) sem er eldgamall háskóli hér í Dublin og einn af þeim frægari í heiminum sem er með mikla hefð og sögu á bakvið sig og þar tók á móti mér einhver strákur sem sýndi mér og hópi af gömlu fólki skólann og ég hef nú sjaldan farið í jafn skemmtilegan túr þar sem hann var ekkert smá fyndinn.
Nú ekki man ég alveg hvað ég gerði meira á miðvikudaginn nema að ég veit að ég fór í bíó og svo gekk ég um götur borgarinnar þ.a.m. Grafton street sem er alveg frábær svona lítil gata en samt iðandi af mannlífi, verslunum, kaffihúsum o.fl. og reyndi að finna út varðandi Ipod nano sem ég ætla að kaupa mér í næstu viku.

 

Fimmtudagur
Jæja svo rann upp fimmtudagurinn 11. september 2008 og þrátt fyrir að ég muni lítið eftir miðvikudeginum þá verður fimmtudagurinn seint úr minnum hafður eins og einhver sagði :D
Dagurinn byrjaði ósköp venjulega og stefnan var sett á að fara í 2 tíma gönguferð með sagnfræðingi frá Trinity College um Dublin en hún féll niður og því var stefnan sett á að taka sér smá bátsferð um ánna sem rennur í gegnum Dublin og heitir Liffy eða eitthvað uhh bíddu Liffey heitir hún alveg rétt en áður en það gerðist ætlaði ég að finna út hvar ég gæti gert afrit af lyklunum að íbúðinni þar sem ég vissi að Niall sem leigði mér herbergið myndi koma um kvöldið og ég var með hans lykla svo ég fór niður í túristamiðstöð og spurði þá hvar ég gæti fengið slíkt gert og þeir bentu mér á litla götu sem lá frá Oconnel street, sem er eins og ég sagði áðan svona aðalgatan hérna, hún er eiginlega alveg eins og Austurstræti sem kemur í framhaldi af Laugarveginum og þá má segja að O'connelstreet komi í framhaldi af Grafton Street og í staðinn fyrir kemur áin Liffey
IMG_0176
en ég átta mig á því að þessar upplýsingar eru algjörlega gagnslausar fyrir alla svo ég ætla að halda áfram með bloggið haha, jæja ég fór allavegana af stað og fann þessa litlu götu en ákvað að taka út pening fyrst þar sem allir hérna á Írlandi eru mjög skeptískir varðandi undirskriftir ef maður er með kort og þurfa helst að vera með stækkunargler og rithandarsérfræðing í búðinni, ég fór því og tók út 100 evrur á O'connell street og hélt sem leið lá inn á þessa götu og var svoldið bara í mínum eigin heimi nema að allt í einu tek ég eftir því að það er gaur fyrir aftan mig sem er eitthvað að kalla og ég tek við hlustir og heyri að hann er að kalla hey excuse me! Hey you stop, listen to me ok just stop for a second ok, heyy excuse me! og ég hélt að hann væri bara að tala í símann við konuna en svo fattaði ég að maður talar ekkert svona í símann svo ég snéri mér við og sá þá feitan gaur um fimmtugt og ég sagði hello og hann sagði hello og ég snéri mér við og hélt áfram að ganga, hélt að ég hefði verið að tala við hann án þess að hann væri að reyna að tala við mig því hallóið hans var svoldið svona halló afhverju ert þú að snúa þér við en viti menn hann hélt áfram að kalla svo ég ákvað að fara yfir götuna til að gá hvort hann væri að tala við mig og um leið þá fór hann líka yfir götuna og svo ég áttaði mig á því að hann hlyti að vera að tala við mig en til að vera alveg viss þá ákvað ég að stoppa og þykjast vera að leita að þessar verslun en áður en ég vissi var hann kominn upp að mér, snéri sér að mér, leit í augun á mér frekar fúll, tók í höndina á mér heilsaði mér og hélt í höndina og sagði svo: I'm with the IRA and I saw you taking money from the atm so just hand over the money right now ok. Mér brá nú heldur betur þegar ég áttaði mig á því að gaurinn var að ræna mig. Ég gat ekki hugsað neitt sniðugt til að segja, gáfulegt eða töffaralegt eins og make my day punk svo ég sagði bara: Uhh please don't og svo kippti ég höndinni burt og hljóp burt, hljóp út O'connel street og niður að bát og keypti mér miða í bátinn en ég áttaði mig reyndar á því að hann hefði aldrei getað elt mig að neinu ráði. Hann var reyndar þannig byggður að hann hefði léttilega getað gefið mér eitt gott högg og peningarnir hefðu verið hans en svona er nú gott að vera snöggur.

Eitt alveg megafyndið finnst mér. Hann sagðist vera "with the IRA" og ég var svo ljóshærður að það fyrsta sem ég hugsaði með: bíddu er það írska orðið yfir IRS sem er semsagt Skattstofa Bandaríkjana og hugsaði mér að hann væri að þykjast innheimta skatta og að ég hefði verið að svíkjast undan einhvernveginn með því að taka peningana úr hraðbankanum EN ég komst svo að því þegar ég sagði Nial frá þessu að IRA er sko ekki það sama og IRS heldur er það The Irish Republican Army sem eru semsagt uppreisnarher almúgans á Írlandi sem var starfandi 1918-1923.Þótt mér hafi nú verið smá brugðið þá var ég alveg mjög spenntur fyrir þessu öllu saman svona eftir á að hyggja því það eru ekki allir sem fá þá ferðasögu gefins upp í hendurnar að hafa lent í ránstilraun og hvað þá að hafa náð að komast undan því haha vá þetta var alveg frábært en seinna um daginn gekk ég framhjá róna sem var að betla og ég gaf honum eiginlega allt klink sem ég átti bara svona til að þakka honum fyrir friðsamlega fjármögnun hans og fyrir að ræna mig ekki og ég gerði það sam aftur um kvöldið en þá reyndar af annari ástæðu sem ég skrifa um núna eftir smá stund.

Jæja ég fór semsagt í þessa bátsferð sem gekk aðalega út að gaurinn benti á hvar plötuumslag með u2 var myndað, hvar upptökustúdíó u2 var, hvar upptökustúdíó u2 var einu sinni, hvar einhver u2 turn átti að rísa, og svo hvar Collin Farrell á heima.

Ég fór svo á netið og sá að í kvöld (fimmtudag), föstudagskvöldið, laugardagskvöldið og sunnudagskvöldið var Jimmy Carr með standup rétt hjá þar sem ég var sitjandi á kaffihúsinu og ég bara OMG ég varð að fokkings fara en komst svo að því að það var uppselt á ALLAR sýningar fyrir löngu og ég bara neeeeei en lét ekki segja mér að það væru ekki til miðar heldur fór niður í leikhúsið og fékk fékk neið frá þeim beint en ég lét það ekki nægja heldur mætti ég fyrir utan leikhúsið um kvöldið rétt fyrir sýningu til að reyna að kaupa miða af einhverjum og viti menn, þar var gaur með miða að selja sem ég keypti og fór á fokking standup með Jimmy Carr, sem er b.t.w. einn frægasti, fyndnasti og geggjaðastai standupari í heimi og standupið var klikkkað EN ÞAÐ ER SKO ALLS EKKI ALLT :D

 
 
Eftir sýninguna fór ég niður að sviðinu í von um að sjá hann einhverstaðar þar sem miðinn minn var ennþá órifinn og það væri gaman að fá áritunIMG_0181
á hann og svo þegar ég hafði gengið aðeins um sé ég meistarann sjálfan eins og engil standandi eins og ekkert væri eðlilegra og ég fór upp að honum, spjallaði við hann m.a. um sykurmolana og að hann fengi 9 milljónir evra ef hann kæmi til íslands ef allir kæmu og hann fengi 30 evrur á haus, fékk svo miðann minn áritaðann og svo smellti ég af mynd af okkur og ég hélt að kvöldið yrði ekki fullkomnara og bara dagurinn í heild sinni EN JÚ bíðum nú bara augnablik sé ég ekki allt í einu að rétt hjá stendur eitt af mínum átrúnaðargoðum í þessum heimi sem og öðrum, sjálfur David Walliams úr Little Britain :D :D :D :D SJITTTT sko og ég fékk bara fyrir hjartað og varð eins og lítill þriggja ára krakki sem er nýbúinn að sjá stærsta sleikjó í heimi en náði þó að taka mig saman í andlitinu áður en ég heilsaði honum, kynnti mig, spurði hann hvort það væri ekki ömurlegt að vera frægur, sem hann sagði að væri alveg ömurlegt og að hann mælti ekki með því og svo sagði ég honum að ég ætti allt sem hann hefði gert og þá sagði hann: ok really, even my personal belongings og ég sagði yes even those :D Vá fyndni gaur og svo spurði ég hvort ég mætti fá mynd með honum og hann sagði að það væri ekkert mál. Eftir það spjallaði ég aðeins við hann hvort hann væri með eitthvað standup núna og minnti hann líka á að koma til íslands þegar hann hæfi næsta standup, það mætti ekki gleyma littla manninum og hann sagðist alveg vera til í það og ég kvaddi þá svo
IMG_0180
og fór út á bleiku skýi og okok ég veit að ég var bara einn af endalausu fólki sem þeir hafa hitt og þeir eiga ekki eftir að muna eftir mér en í nokkrar mínútur af þessum degi átti ég athygli þeirra þótt ekki væri nema í nokkrar mínútur og ef þeir myndu skipta öllu sínu lífi niður í nokkra mínútna búta þá ætti Little Britain fullt af bútum, dvd diskarnir hjá Jimmy nokkra búta en ég ætti allavegana einn bút :D Vá mér líður eins og þriggja ára krakka að tala um þetta og þá sérstaklega vegna þess að þetta voru ekki bara einhver celebrity heldur menn sem ég dýrka gjörsamlega og eru bara átrúnaðargoð.
Ég valhoppaði svo upp í strætó og fór heim að sofa :DVÁ HVERSU FRÁBÆR GETUR EINN DAGUR VERIÐ? Bæði ránstilraun sem ég fékk b.t.w. megagóða sögu út úr og svo tveir af mínum uppáhaldsgrínustum, það vantaði bara Ricky Gervais og Matt Lucas og þá hefði ég fengið hjartaáfall en það er ekki hægt að byðja um meira á svona frábærum degi :D
Föstudagur
Svo rann upp föstudagur sem er nú varla þessu þess virði að segja frá en ég fór í 2 tíma göngutúr með þessum sagnfræðingi sem var alveg frábært, fékk mér svo 3g pung til að geta farið á netið hvar sem, gekk um Dublin, fann mér eitthvað dót sem mig vantaði íbúðina og tók því svo rólega. vil ekki skrifa nánar um það til að eyðileggja ekki frásögnina um fimmtudaginn. Föstudagsliðurinn getur verið svona eins og þegar maður syndir sig niður eftir erfiða sundæfingu, maður stutt og rólegt.
Jæja meira seinna en ég held nú varla að nokkuð nái að toppa fimmtudaginn enda var hann einn besti dagur sem ég hef upplifað. Mjög gaman að vera rændur... svona eftir á allavegana, geggjað að hitta Jimmy Carr og klikkað að hitta David Walliams.

Nú verður morgundagurinn tekinn í eitthvað og sunnudagurinn líka og svo byrjar kynningarvikan í skólanum á mánudag :D b.t.w. ég setti inn myndir frá ferðinni hér http://www.facebook.com/album.php?aid=33099&id=548707942&page=3

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

veit ég er búin að segja þetta á bæði msn og facebook en VÁ öfund :P hehe

Lára Rut (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:46

2 identicon

HAHAHAHA Kolbeinn þú ert æði!! það á ekki að vera gaman að lenda í ránstilraun;)

En annars bara skemmtu þér alveg hrikalega vel og hafðu það gott!

kv,

Kristrún sem er að drukkna í verkefnum á Bifröst 

Kristrún (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:55

3 identicon

Þetta allt á eiginlega varla að geta gerst á einum degi. Þú ert lukkunnar pamfíll. Gangi þér vel áfram sem hingað til. Pabbi.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 00:52

4 identicon

Vá Kolbeinn! Þvílíkt ævintýri hjá þér, maður svitnar bara við að lesa þetta. Ég verð nú að viðurkenna að ég kannast hvorki við átrúnaðargoðið þitt né Jim Carr. En frábært að það gangi vel. Stoltur af þér að stinga ræningjann af. ;)

Kveðja, Grétar.

Grétar (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 10:33

5 identicon

Ha? Hver kannast ekki við Little britain????

Magnús (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband