Blogg um ekki neitt til að halda mér vakandi

Sit á bókasafninu upp í skóla og horfi út í loftið því það vildi svo óheppilega til að ég náði að læsa mig úti þegar ég fór í ræktina áðan og ég næ ekki í annan meðleigjandann minn og hinn kemur ekki heim fyrr en á morgun og sá sem ég næ ekki í kemur mjög sjaldan heim og ég sá hann t.d. bara í fyrsta skipti í dag í nokkra daga svo ég veit barasta ekki hvernig ég ætla að komast inn. Húsráðandinn býr einhverstaðar lengst í burtu og ég ætla nú ekki að ræsa hana út. Náði að komast inn í stigaganginn áðan en fann út að allir gluggar á íbúðinni eru læstir í fyrsta skipti síðan ég flutti inn :)
Þetta væri svosem ekkert mál venjulega enda get ég alveg lært hérna inn á bókasafni nema fyrir þær sakir að ég svaf í einn klukkutíma í nótt í einhverju þrjóskukasti við að breyta dvd spilaranum á tölvunni minni sem tókst ekki fyrr en hálf sjö í nótt og svo vaknaði ég klukkan hálf átta og ég er gjörsamlega að leeeka niður.

Jæja fyrst ég er byrjaður get ég alveg eins bablað eitthvað til að halda mér vakandi þótt það hafi nú kannski ekki mikið gerst síðustu daga.

Ég fór á þetta ball í gærkvöldi og mætti þar í kringum eitt leitið þar sem ég var búinn að lofa félaga mínum að mæta og viti menn þegar ég loksins mætti þá var hann nýfarinn því hann var með einhverja magakveisu en ég ætlaði nú bara að gera gott úr þessu og njóta ballsins en komst fljótt að því að það er fátt leiðinlegra en að mæta einn á ball, þekkja ekki neinn og ætla að hoppa við einhverja electro tónlist þótt það geti verið mjög gaman við réttar aðstæður eins og á Bifróvisjón, árshátíð Bifrastar þar sem ég fór hamförum, en allavegana þá ákvað ég eftir nokkrar heiðarlegar tilraunir til að hoppa eitthvað að þetta væri bara of sorglegt og fór þess í stað að ganga um staðinn og skoða mig umm og komst að því að klósettið þarna var eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð og algjört svona dump en samt sem áður var einhver gaur með rakspíra og pappír fyrir mann til að þurka sér. Nú svo áttaði ég mig á því að ég hafði ekki borgað mig inn, og komist framhjá röðinni til að skoða mig um á staðnum svo ég ákvað að kaupa mér subway og fara heim og horfa á Extras. Ég held að ég sé yfirleitt meira þessi bíótýpa þótt ég hafi oft skemmt mér vel á böllum.

Annars er nú helst það að frétta að ég er kominn í sparnaðarátak vegna þeirra fáránlegu gengisbreytinga sem átt hafa sér stað síðustu daga svo það má segja að það sé mjög jákvætt að evran verði dýrari með hverjum deginum því við hverja hækkun held ég fastar í budduna og svo eru það núðlur og kornflakes í sem flest mál.

Ég talaði við einhvern kennara í dag varðandi prófin mín og samkvæmt henni þá hætti ég í fyrirlestrum í byrjum desember sérstaklega til að geta fengið upplestrarfrí fyrir prófin sem ég mun svo taka ekki seinna en 19. des sagði hún sem er gott enda verður gott að komast í jólafrí með tilheyrandi jólamat, konfekti og sukki og miðað við síðustu mælingu þá lítur allt út fyrir að ég hafi alveg inni samvisku í sukk um jólin, maður missir nefnilega líka nokkur kíló á því að vera í sparnaðarátaki þar sem maður fær sér bara einu sinni á diskinn o.s.fv,

Annars var ég að spá í að líta við tækifær til Belfast sem er á Norður-Íralandi sem eins og margir vita tilheyrir enn Bretlandi svo það má segja að ég bæti hugsanlega 5. ríkinu við mig í ár en ég sé samt til með það, getur líka verið að ég skreppi bara í einhvern dagstúr um Írland en ég verð að spá í það seinna enda held ég fast í budduna þessa dagana :)

hmm vá hvað þetta blogg er ekki um neitt en jæja ég bara hreinlega get ekki hugsað um eitt einasta atriði sem ég gæti bloggað um í bili þar sem það eina sem kemst fyrir í hausnum á mér núna er að fara að sofa.. GEISP

Jæja ég ætla ekki að blogga aftur fyrr en ég hef frá einhverju að segja en endilega kvittið fyrir þegar þið lesið bloggið, gaman að sjá hvort einhverjir séu að lesa þetta eða hvort ég er bara að blaðra við sjálfan mig :D

Góða nótt, Kolbeinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Kolbeinn, vona að þú finnir út úr því að komast inn í íbúðina, sérstaklega þar sem þú ert svona syfjaður. Ég kíki stundum hérna við hjá þér svona um leið og ég fylgist með blogginu hjá Þorsteini Rúnari. Vissir þú að í kvöld snjóaði hér á Fróni?! Ekki mikið en snjór  var það! Kvitt kvitt.  SE.                                              

Svava Einarsd. (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:00

2 identicon

Í löngum og leiðinlegum tímum er hressandi að lesa færslu um ekki neitt svo endilega skrifa oftar;)

Kristrún (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:20

3 identicon

hahahaha... eins gott að þú segir okkur núna sögu hvernig í ósköpunum þú komst inn í íbúðina!!! hahahah...

Erla Gunnlaugs (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 12:21

4 identicon

Hæ, ég vona að þú hafir komist inn á endanum ;)

Kv. Tinna.

Tinna Skúladóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 17:40

5 identicon

ég kíki ;) alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar hvort sem það er um eitthvað eða ekki neitt :P

Lára Rut (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 23:59

6 identicon

Jæja Kolbeinn minn, það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt, enda ekki allir sem geta skrifað 763 orð um ekki neitt. Annars fannst mér þú skrifa um helling, t.d. að þú værir þreyttur, læstur úti og í sparnaðaraðgerðum.

Það er bara klárt mál að það er glatað að mæta á ball þegar maður þekkir engann, enda ætla ég ekki að gera þau mistök tvisvar.

"Kreppu" kveðja, Grétar.

Grétar (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband