Fyrsta prófið búið

Fyrsta prófið búið af þrem... eða þremur? Það var markaðsfræðirannsóknapróf og tekið í minnstu stofu sem ég hef komið í. Var lærandi þangað til að ég settist í sætið mitt og kastaði þá glósublaðinu mínu í ruslið og hóf próftökuna. Rústaði fokkings prófinu og var gjörsamlega búinn á því í höndinni eftir skrifin. Ég er ekki vanur því að skrifa með blýanti eða penna en jæja ég rústaði því allavegana, væri hægt að nota prófið sem kennslubók á næsta ári ;) Gekk svo út úr stofunni og sá kennarann minn í Business Journalism sem er þriðja (loka) árs áfangi í fjölmiðladeildinni og við gerðum tvö verkefni í honum yfir önnina en ég hef aldrei fengið neina einkunn og var nú hálf smeikur að spyrja þar sem ég hef aldrei verið í neinum fjölmiðlaáfanga á meðan hinir voru að ljúka náminu og komin með mikla reynslu og eitthvað en það kom svo í ljós að ég var hæstur með 8. Kallinn er kominn aftur í sigurhaminn ;)

Núna er það svo próf í alþjóðlegri þjónustumarkaðssetningu á morgun og ég held að ég rúlli því nú líka upp en á fimmtudaginn er það svo prófraunin sjálf sem er Financial Accounting og ég er bara glaður ef ég næ því að stóra hnullungs bókin mín, fyrirlestrarnir og allt efni sem ég hef sokkið mér ofan í útskýrir ýmis dæmi bara hreinlega ekki neitt og það er víst 60-70% fall í áfanganum á hverju ári sem ég skil sko alveg en það hlýtur samt að reddast ef maður bara leggur sig allan í þetta. Ég verð byrjaður að muldra tölur og reiknisaðferðir upp úr þurru fyrir og eftir prófið eins og gerðist fyrir arðsemisgreininguna í fyrra :)

Jæja heimför eftir 3 daga :D haha vá hvað tíminn líður hratt :)

Núna er það bara aftur upp á yndislega kaffihúsið mitt að lesa og drekka unaðslegt kaffi ;)

Ást ást, Kolbeinn Karl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband