24 klst í brottför

Blogg í punktum

24klst í brottför,

Tvö próf búin

Eitt próf eftir.

Próf í Financial accounting

60-70% fall í því fagi.. úff

Ég er þegar kominn í yfirvigt þótt ég sé bara búinn að pakka niður 70%

Keypti pizzu á liðið í gærkvöldi og fagnaði brottför minni, kostaði mig 6000kall, sagðist bara borga honum 35 evrur því hann væri seinn, honum fannst það ekki fyndið en ég og Connor sungum fyrir hann á meðan hann gekk út, tippaði hann um evru fyrir lélegan brandara minn....

Er á kaffihúsinu mínu, fékk mér Mocha og gulrótarköku, hvorugt stóðst væntingar mínar, ótrúlegt en satt

* Skilaði inn síðasta verkefninu mínu í gær

*  Ætla að klæða mig í öll fötin mín ef þess er þörf til að komast í leyfilega vigt

* Það fyrsta sem ég ætla að gera við heimkomu er að fá mér að borða

* Búinn að kaupa 3 jólagjafir

* Mamma og Sigrún vilja vita hvað mig langar í í jólagjöf... mig langar ekki í neitt og vantar ekki neitt

*  Mæli ekki með að fólk taki Financial Accounting, ef þið vaknið einn daginn með þvílíka þörf fyrir það þá verðið þið bara að tala ykkur niður og átta ykkur á því að þótt það hljómi spennandi þá er það leiðinlegra en það hljómar. Enginn hefur náð neitt áfram í lífinu með að kunna Financial Accounting.

* Skrifaði orðið whether alltaf sem weather í prófinu mínu í gær, eins gott að ég var ekki í veðurfræðiprófi, það hefði farið út í leiðindi

* Ég er að reyna að stytta mér stundir til að þurfa ekki að halda áfram að læra en ég hef hreinlega ekki mikið fleir að segja. þetta er bara lærdómur lærdómur lærdómur.

*  Ég mæti á klakann kl 22:20

* Nú verð ég að fara að læra, bless í bili :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband