Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Kominn heim

Lenti kl 23:00 heill og sæll í Keflavík. Þetta værður því að líkindum næst síðasta færslan mín en ég ætlaði að setja inn smá myndband með helstu atriðum ferðarinnar og þá sérstaklega síðustu 24 tíma.

Jæja takk fyrir lesturinn og lítið við á næstum dögum til að sjá myndbandið góða.

Gleðileg jól og góðar stundir :)


Gist á bekk á Stansted. Sagan til þessa...

Jææææja þetta var heldur betur viðburðarík nótt. Frá því að ég bloggaði síðast komst ég að því að ég gat ekki fært flugið mitt hvert sem er. Ég mátti bara færa það yfir á næsta flug og ég hafði 25 mínútur til þess að redda mér 75 evrum til að borga fyrir það og þótt ég væri með u.þ.b. 100 evrur á kortinu þá fékk ég alltaf neitun svo nú voru góð ráð dýr og allir símar sem ég hringdi í á tali. Ég fékk loksins Friðfinn til að rífa pabba úr einhverju viðtali til að leggja inn á mig svo ég ætti fyrir fluginu og nokkrum mínútum fyrir lokun gekk það upp og ég náði að kaupa mér miða London sem kostaði mig 75 evrur aukalega en ef ég hefði farið t.d. í dag til London þá hefðu þeir rukkað mig 350 Evrur svo það var bara best að stökkva til London og redda sér þar.

Ég var búinn að hringja í IcelandExpress og breyta fluginu mínu sem kostaði mig 20þús kall en það er ekki fyrr en í kvöld svo að þegar ég mætti á Stansted þá var ekkert annað að gera en að finna sér góðan bekk, leggja teppið yfir sig og brúka töskuna sem kodda sem ég líka gerði og það var sko ísjökul kallt í nótt og ég svaf þarna innan um allskonar fólk en heljarinnar lífsreynsla skal ég segja ykkur og alveg ótrúlega stressandi þegar ég var strandaglópur í Dublin og talsverður léttir að vera þó kominn hálfa leið í gærkvöldi. Ég var vakinn eldsnemma í morgun af skúringarfólki sem þurfti að þrífa einhvern blett á gólfinu sem einhver hafðihelt niður og þetta var svona blettur sem maður tekur með tusku, ekki einu sinni moppu en nei nei þeim dugði ekkert minna en að rífa burtu alla bekkina og koma með eitthvað tryllitæki til þess að keyra yfir þennan vatnsblett og tækið var sko á stærð við lyftara ef ekki stærra og það var það stórt að þau náðu aldrei að hitta blettinn almennilega svo hann er í raun og veru þar ennþá ef hann hefur ekki bara þornað af sjálfu sér en menn leggja nú ekki á sig líkamlega vinnu ef þeir geta þrifið upp blettinn með því að keyra yfir hann á tryllitæki :DSko svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll hvernig það kom til að ég náði að missa af fluginu þá er það svona smá mér að kenna en að mestu leyti strætóunum hérna í Dublin.

Ég ætlaði að koma 2 tímum fyrir flug og ætlaði því að leggja af stað 3 tímum fyrir flug því það tekur 50 mínútur að keyra þetta. Nú ég var svona korteri of seinn og hugsaði með mér að það slyppi nú alveg ef ég mætti klukkutíma og 45 mínútum fyrir flug svo ég beið eftir strætónum ásamt fleira fólki en strætóinn á að koma á 10 mínútna fresti og samkvæmt skránni átti hann að koma eftir 3 mínútur sirka en við biðum og biðum og loksins höfðum við beðið í 35 mínútur og allir mögulegir strætóar höfðu komið 2-3 sinnum nema strætóinn sem við vorum að bíða eftir og hann átti að hafa komið 3-4 sinnum á meðan við biðum en aldrei kom hann og ég sagði nú við einn manninn sem var að missa af fluginu sínu að við ættum nú bara að taka saman taxa og hann var alveg til í það en hætti við á endanum þegar strætóinn kom loksins eftir 35 mínútur sem þýddir að núna var ég klst of seinn og það voru rúmlega tveir tímar í flug og restin af þeim tíma sem ég hafði til að komast upp á völl sem átti að taka 50 mín fór í að stoppa á hinum ýmsu stoppistöðum út um allan bæ í Rush-Hour sem þýddi að ég mætti upp á völl örfáum mínútum eftir að fluginu hafði verið lokað og í minni vörn þá misstu flestir af þeim sem voru í strætónum af fluginu sínu líka, við vorum heill hópur af fólki sem hlupum á harðarspretti upp stigana og að tékk-inn borðinu og ég hefði sko alveg náð fluginu sjálfu ef þeir hefðu leyft mér að tékka mig inn en það kom ekki til greina enda er RyanAir víst eitt strangasta og leiðinlegasta flugfélag í heimi sem gerir mjög mikið út að vera á réttum tíma svo ég skil alveg þeirra stefnu.En svona er nú staðan og ég sit hérna í hægindarstól á Stansted flugvelli því þeir sem tengja tölvurnar sínar í rafmagn fá svoleiðis stóla og ég er bara að njóta þess að hafa rústað öllum prófunum mínum og vera kominn í jólafrí og nýt þess bara að horfa á mannlífið og geta gert hvað sem mér sýnist til svona 5:30 þegar ég tékka mig inn.

Ég veit að þetta var dýr skandall en ég fór í þessa ferð til þess að lenda í ævintýrum, til þess að stökkva út í djúpu laugina, til þess að lenda í allskonar uppákomum, leiðinlegum og skemmtilegum og til að upplifa sigra og töp og þetta er bara enn ein lífsreynslan í lífsreynslubankann og ég er kominn með enn eina ferðasöguna í vasann sem ég get sagt þegar ég er orðinn eldri og lærði mikilvæga lexíu sem ég lít bara jákvætt á þetta enda er mjög gaman að vera á flugvöllum. Lífið væri ekkert gaman ef það væri alltaf logn í kringum mann :DJæja ég set inn kannski seinna í dag, kannski á morgun, kannski einhverntíman video og myndir af því hvernig þetta er allt búið að vera hérna síðustu 15-16 tímana hjá mér en annars verð ég að viðurkenna að ég hef nú bara ekki verið jafn vel út sofinn lengi. Ég var að spá í að verða bara eins og gaurinn í The Terminal myndinni sem bjó bara á flugvellinum.Jæja ég ætla að fara og finna mér einhvern morgunmat :)


Missti af fluginu!

missti af fluginu fra dublin til islands!!!!! Straetoinn var 35 minutum og seinn thott hann eigi ad koma a 10 minutna fresti tvi straetokerfid her er bara omurlegt. Svo var hann 30 minutum lengur a leidinni en hann a ad vera og sagdist myndi vera sem thyddi ad eg maetti nokkrum minutum of seint i innskraningu og tharf tvi ad panta baedi flugin upp a nytt, fae flugid fra london til islands a 20.000kall og fra dublin til london a einhver 15.000 kall. Tharf ad borga flugid til islands fyrir hadegi a morgun sem thydir ad eg tharf ad redda mer pening fra bankanum fyrir thann tima og svo tharf eg lika ad skrapa saman fyrir fluginu til london.

 Eg er ekkert sma svekktur nuna en thad er vist ekkert vid thessu ad gera annad en ad saetta sig vid thad sem er og halda heim a morgun... 30.000kr fataekari


24 klst í brottför

Blogg í punktum

24klst í brottför,

Tvö próf búin

Eitt próf eftir.

Próf í Financial accounting

60-70% fall í því fagi.. úff

Ég er þegar kominn í yfirvigt þótt ég sé bara búinn að pakka niður 70%

Keypti pizzu á liðið í gærkvöldi og fagnaði brottför minni, kostaði mig 6000kall, sagðist bara borga honum 35 evrur því hann væri seinn, honum fannst það ekki fyndið en ég og Connor sungum fyrir hann á meðan hann gekk út, tippaði hann um evru fyrir lélegan brandara minn....

Er á kaffihúsinu mínu, fékk mér Mocha og gulrótarköku, hvorugt stóðst væntingar mínar, ótrúlegt en satt

* Skilaði inn síðasta verkefninu mínu í gær

*  Ætla að klæða mig í öll fötin mín ef þess er þörf til að komast í leyfilega vigt

* Það fyrsta sem ég ætla að gera við heimkomu er að fá mér að borða

* Búinn að kaupa 3 jólagjafir

* Mamma og Sigrún vilja vita hvað mig langar í í jólagjöf... mig langar ekki í neitt og vantar ekki neitt

*  Mæli ekki með að fólk taki Financial Accounting, ef þið vaknið einn daginn með þvílíka þörf fyrir það þá verðið þið bara að tala ykkur niður og átta ykkur á því að þótt það hljómi spennandi þá er það leiðinlegra en það hljómar. Enginn hefur náð neitt áfram í lífinu með að kunna Financial Accounting.

* Skrifaði orðið whether alltaf sem weather í prófinu mínu í gær, eins gott að ég var ekki í veðurfræðiprófi, það hefði farið út í leiðindi

* Ég er að reyna að stytta mér stundir til að þurfa ekki að halda áfram að læra en ég hef hreinlega ekki mikið fleir að segja. þetta er bara lærdómur lærdómur lærdómur.

*  Ég mæti á klakann kl 22:20

* Nú verð ég að fara að læra, bless í bili :) 


Fyrsta prófið búið

Fyrsta prófið búið af þrem... eða þremur? Það var markaðsfræðirannsóknapróf og tekið í minnstu stofu sem ég hef komið í. Var lærandi þangað til að ég settist í sætið mitt og kastaði þá glósublaðinu mínu í ruslið og hóf próftökuna. Rústaði fokkings prófinu og var gjörsamlega búinn á því í höndinni eftir skrifin. Ég er ekki vanur því að skrifa með blýanti eða penna en jæja ég rústaði því allavegana, væri hægt að nota prófið sem kennslubók á næsta ári ;) Gekk svo út úr stofunni og sá kennarann minn í Business Journalism sem er þriðja (loka) árs áfangi í fjölmiðladeildinni og við gerðum tvö verkefni í honum yfir önnina en ég hef aldrei fengið neina einkunn og var nú hálf smeikur að spyrja þar sem ég hef aldrei verið í neinum fjölmiðlaáfanga á meðan hinir voru að ljúka náminu og komin með mikla reynslu og eitthvað en það kom svo í ljós að ég var hæstur með 8. Kallinn er kominn aftur í sigurhaminn ;)

Núna er það svo próf í alþjóðlegri þjónustumarkaðssetningu á morgun og ég held að ég rúlli því nú líka upp en á fimmtudaginn er það svo prófraunin sjálf sem er Financial Accounting og ég er bara glaður ef ég næ því að stóra hnullungs bókin mín, fyrirlestrarnir og allt efni sem ég hef sokkið mér ofan í útskýrir ýmis dæmi bara hreinlega ekki neitt og það er víst 60-70% fall í áfanganum á hverju ári sem ég skil sko alveg en það hlýtur samt að reddast ef maður bara leggur sig allan í þetta. Ég verð byrjaður að muldra tölur og reiknisaðferðir upp úr þurru fyrir og eftir prófið eins og gerðist fyrir arðsemisgreininguna í fyrra :)

Jæja heimför eftir 3 daga :D haha vá hvað tíminn líður hratt :)

Núna er það bara aftur upp á yndislega kaffihúsið mitt að lesa og drekka unaðslegt kaffi ;)

Ást ást, Kolbeinn Karl


Síðasta vikan gengin í garð

Þá er síðasta vikan gengin í garð og eftir nákvæmlega viku verð ég heima eða hugsanlega í bíó á Íslandi. Þetta er síðasti laugardagurinn minn og síðasta helgin mín sem er að ganga í garð. Lærdómurinn gengur ágætlega en mætti þó ganga betur. Tölvan vill stundum taka frá manni einbeitinguna enda er endalaust hægt að finna sér hitt og þetta til að skoða á netinu eða þætti til að horfa á en fyrsta prófið er á mánudaginn svo það þýðir ekkert annað en að taka þetta með festu héðan í frá. Ég held áfram að mæta á kaffihúsið góða og ég verð bara að segja að þetta er hið fullkomna kaffihús og hinn fullkomni staður til að læra á og bara til að vera á almennt yfir daginn. Í fyrradag vaknaði ég eldsnemma til að fara í tveggja tíma augnskoðun til hennar Jennyar sem býr með mér en hún er að læra að verða sjóntækjafræðingur held ég og það kom í ljós að ég er hvorki meira né minna en með betri sjón en 20/20, þriðja neðsta línan er víst 20/20 en ég sá betur en það og er því víst með betri sjón en 20/20. Beyond perfect eins og ég vil túlka það. Er reyndar hugsanlega með örlitla litaskekkju sem nær ekki svo langt að vera litblinda heldur bara hugsanlega smá litaskekkja á rauðu og grænu en það var varla mælanlegt svo hún var ekki alveg viss. Ég bæti upp fyrir það með ofursjóninni minni.

Ég svaf svo lítið um nóttina, þar sem ég þurfti að vakna eldsnemma og var eitthvað að vafra fram á nótt, að ég var hreinlega dauðþreyttur eftir skoðunina en fór nú samt upp á kaffihús að lesa sem endaði ekki betur en svo að ég steinsofnaði í einum sófanum á kaffihúsinu :) Starfsfólkið kippti sér nú ekkert upp við það enda er það byrjað að þekkja mig, heilsar mér með hæ og bæ og áðan fékk ég meira að segja sjáumst á morgun frá einni stelpunni. Ég held að þetta kaffihús sé eitt af því sem ég á eftir að sakna hvað mest við Dublin enda dýrka ég drykkina þeirra, matinn þeirra, rólegu jazzjólatónlistina þeirra, þægilegu sófana þeirra, yndislegu stólana og staðreyndina að það koma ekkert mjög margir þarna svo það er alltaf frekar rólegt.

Hér er mynd af mér á kaffihúsinu mínu

IMG_0169

 

 

 

 

Hér er svo mynd af meðleigjendunum mínum, Jenny og Connor

IMG_0163

 

 

 

 

 

Hér er svo mynd maður sem ég sá vera að að mála eins og ekkert væri eðlilegra og mennirnir fyrir neðan voru svona misjafnlega duglegir að halda stiganum fannst mér. Ég varð nú bara lofthræddur að horfa á hann mála.

IMG_0158

 

 

 

 

 

 

Hér er svo mynd af mömmu, pabba og mása þegar þau komu til mín en ég held nú að pabbi hafi tekið flestar myndir í ferðinni því þetta var nánast eina myndin sem ég á af þeim. Verð að tala við gamla og fá hann til að setja þær á facebookið sitt. 

IMG_0151

 

 

 

 

 

 

Að lokum er kallinn svo mættur í augnskoðunina hjá Jennyu og viti menn, ég er með

IMG_0157

 

 

 

 

 

Ég er nú þegar byrjaður að pakka saman og flest er nú hreinelga bara komið ofan í tösku nema hvað að ég komst að því að það er ekki séns að taskan verði undir leyfilegri þyngd svo ég gæti þurft að skilja eitthvað eftir, ég var samt að spá í að klæða mig bara í 5-6 boli, far í víða peysu þar yfir, fara í allar nærbuxurnar mínar og alla sokkana og fylla alla vasa af allskonar dóti til að koma töskunni minni í leyfilega þyngd enda er flugið bara klukkutími til Dublin og ég get farið úr öllu aftur áður en ég fer í íslandsflugið því þar má ég hafa töskuna þyngri, fer kannski bara úr öllu á klósettinu í flugvélinni eða eitthvað. Ég flýg nefnilega með Ryanair og mér skilst að þeir séu ekkert að leyfa manni að fara yfir leyfilega vigt og maður borgar blóðuga peninga fyrir hvert aukakíló. Ég mæti bara tímalega upp á flugvöll og klæði mig í eins mikið og ég get. Ég neita að borga enda er ég búinn að taka af mér 10kg síðan ég var hvað þyngstur og ég skil ekki afhverju ég mætti fara með þau kíló en ekki 5 aukakíló af farangri :)

Jæja það er best að halda áfram að læra enda próf ekki morgun heldur hinn í markaðsfræðirannsóknum og ýmislegt sem ég þarf að gera fyrir brottför :)

 

Kveðja að sinni, Kolbeinn 

 


Kaffisötur og hægindastólar síðustu dagana...

Jæja þá styttist aldeilis í heimför. Í dag er þriðjudagur og ég fer heim á fimmtudaginn í næstu viku. Lífið er í frekar föstum skorðum þessa dagana enda prófaupplestur en ég hef samt breytt minni daglegu rútínu talsvert þar sem ég fann á laugardagsmorgun kaffihús í hverfinu Rangelah í Dublin þegar ég var að þvælast þar eftir aukatímann minn í reiknishaldi og ég hef bara ekki fundið æðislegri stað. Það er á tveimur hæðum og á efri hæðinni eru bara hægindastólar og sófar og rólegheita tónlist og ég er búinn að ganga yfir í hverfið og inn í kaffihúsið á hverjum degi síðan þá, það er staðsett á svona rólegum umferðargatnamótum og hér koma frekar fáir svo ég læri bara allan daginn, drekka heitt kaffi og horfi þess á milli á mannlífið út um gluggann. Þetta gæti vart verið fullkomnara svo ég ætla bara að koma hér u.þ.b. alla daga þangað til að ég fer enda eru aðstæður til lærdóms frekar lélegar í skólanum sjálfum, bæði er erfitt að fá pláss í lesbásunum, ekkert loft þar inni og mikið af fólki sem skapar mikinn klið en hér eru mest megnis bara bókaormar sem koma til að lesa í friði og nokkrir snjallir námsmenn eins og ég sem sameina lærdóm, gott kaffi og þægilega hægindastóla.

Annars er það að frétta að mamma, mási og pabb komu þarsíðustu helgi og við gistum á einhverju svakaflottu hóteli, mamma verslaði einhverjar gjafir þrátt fyrir blússandi hátt gengi og svo gerðum við allskonar túristahluti, litum í Trinity College og bókasafnið þar, litum í skólann minn og íbúðina mína og fórum líka í túr um Dublin sem var bæði á landi og vatni því þeir notuðu einhvern gamlan stríðsbíl sem getur bæði siglt og keyrt og þrátt fyrir að það hafi nú verið fleiri krakkar en fullorðnir í þessu þá var þetta hin besta skemmtun þrátt fyrir að pabba hafi orðið gjörsamlega skítkallt því bíllinn var opinn að ofan og pabbi var ekki með húfu, ekki með hanska og bara í fína frakkanum sínum, ég giskaði á að slagorðið hans pabba væri, be cool or die trying en hann vildi nú ekk meina það en fór beinustu leið og keypti sér húfu og fékk sé sjóðandi heitt kaffi eftir ferðina.

Annars er erfitt að halda einbeitingu í náminu þegar það er farið að styttast svona mikið í heimkomu og verð ég að viðurkenna að mér er farið að hlakka mjög mikið til að kissa gömlu ísafold aftur en jafnframt hugsar maður hvort maður muni nú ekki sakna Dublinar þegar maður heldur heim á leið, hér hef ég jú verið í nokkra mánuði og er farinn að venjast lífinu, búinn að kynnast fullt af krökkum og meðleigjendur mínir eru mínir bestu vinir og vilja þau alls ekki missa mig svo það er gott að vita til þess að hugsa að manni verður allavegana saknað þegar maður fer. Ég veit allavegana að ég á eftir að sakna þessa góða kaffihúss sem ég er á en allir hlutir verða einhverntíman að enda og ég held að ég verði bara ágætlega sáttur þegar ég flyt aftur upp á Bifröst, í nýju íbúðina mína sem heitir Skógarsel 10 :) Hljómar betur en það er í raun og veru en þetta er gámur líkt og síðast og ég mun áfram búa með honum Þorsteini mínum og þá verður nú heldur betur samstaða um rólegheit par excelance :=)

Jæja það er best að maður haldi áfram að læra svo maður nái nú þessum blessuðu prófum :)

Ást ást, Kolbeinn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband