Dagurinn

Jæja þá er skólinn loksins byrjaður. Ég tók alla þessa viku í að fínpússa stundartöfluna mína þar sem ég fer ekki eftir þessu hefðbundna kerfi eins og aðrir því ég er búinn að taka nokkra áfanga af öllum árum og það endaði með því að ég tek tvo áfanga í viðskiptafræði, tvo af fjölmiðlabraut og einn af hótelstjórnunarbraut en þeir eru samt allir viðskiptatengdir. Tek Fjármálastjórnun, Marketing Media, Marketing Research, Business Journalism og introduction to Service management. Hljómar flest ágætlega en þetta var mjög tæpt því það var ekki að líta út fyrir að ég gæti komið 5 áföngum inn í töfluna en jæja allt er gott sem sem endar vel :)
Ég verð nú reyndar að segja að þetta er talsvert frábrugðið því sem ég á að venjast á Bifröst. Ég mætti í nokkra fyrirlestra í þessari viku og allir kennararnir hafa byrjað á því að segja hvaða bók yrði notuð en svo mælt endregið með því að við keyptum hana ekki og einn sagði meira að segja að hún myndi líklegasta bara þvælast fyrir okkur svo að við kæmumst hjá því að nota hana þá væri það best. Ok svo töluðu þau líka um verkefnavinnu og ég ætlaði sko aldeilis að taka upp makkann góða og sökkva mér í verkefnavinnu enda ekki gert eitt einasta verkefni frá því að ég hætti á Bifröst og gat hreinlega ekki beðið eftir að byrja en nei nei þá kemur bara í ljós að það eru engin verkefni nema bara í einni viku þar sem maður skilar inn einu verkefni í hverjum áfanga... uhh ok bíddu hvað á ég þá að gera? Hún hlítur að segja okkur hvað við eigum að lesa fyrir hverja viku eða hvað verður farið yfir í hverri viku svo maður geti verið búinn að lesa sig aðeins til um það en nei nei það er sem minnst um það og enginn kennari segir neitt um hvaða kafla maður á að lesa, hvenær eða hvenær hvaða efni verður tekið fyrir svo ég veit bara hreinlega ekki hvernig ég á að læra.
Ég er svo vanur því að vera í verkefnavinnu alla daga að ég er bara eins og kjáni hérna :) Ég fór inn á bókasafn áðan og var þar inn á lesstofunni og sá að hún var pökkuð af fólki og allir eru að lesa á fullu, með bækur og allskonar blöð og skrifandi allskonar dót og ég hef ekki hugmynd um hvað það er að gera eða hvernig það veit hvað það á að gera svo ég var nú bara næstum því búinn að vina mér að næsta manni og spyrja hann hvað í andskotanum hann er eiginlega að gera og fá bara skýr svör frá manninum.. en ég gerði það samt ekki en ef þetta gengur svona áfram þá geri ég það.
Enn sem komið er stundartafla mín handskrifuð af gaurnum á alþjóðaskrifstofunni og ég lenti í því um daginn að sitja í hálftíma í áfanga sem ég átti ekkert að vera í þangað til að ég þorði að spyrja hvort þetta væri ekki markaðsfræði og allir hlóu að mér því þetta var ritstjórnaráfangi en áfanginn sem ég átti að vera í var víst í daginn áður en ég fékk sem betur fer að troða mér inn hjá öðrum verkefnahóp daginn eftir.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá er ég bara orðinn ansi laginn við þvottamálin. Tók dökka bunkann um daginn, smellti honum inn, stillti á 30, setti smá slurk af þvottaefni, ýtti á start, lokaði vélinni og kviss bamm búmm hún fór í gang eins og ekkert væri og þvotturinn var fullkominn þegar hann kom út.
Ein spurning samt, hvernig er með buxur, á maður að þrífa þær sér? Ég er með einar bláar gallabuxur og svo einar buxur sem eru úr svona einhverju efni sem er svona millistig milli gallabuxna og sparibuxna og hvernig er svo með handklæði, má það fara með rúmfötum og má hvít skyrta fara þar með líka?

Ég er búinn að kynnast einum gaur sem heitir Sampson og er frá Hong Kong og hann er ágætur. Fór með honum í bíó í gær kl 10:30... um morgun :D haha það eru fullt af morgunsýningum hérna í Dublin og fólki finnst ekkert undarlegt að fara á þeim tíma og svo eru helst ekkert sýningar lenur en til kl 8:30 á kvöldin, allra síðasta lagi kl 9. Þarf fólk ekkert að vinna? B.t.w. ef þið eruð að hugsa hvort ég þurfti ekkert að vera í skóla þá byrjar skólinn ekki fyrr en 2:30 á miðvikudögum hjá mér svo ég var laus :) og b.t.w. það eru 17 salir í þessu bíói... wtf?
Það er svo annað bíó hérna sem er á aðalgötunni og mjög vinsælt og sýnir 7 myndir og eins og staðan er í dag er ég búinn að sjá hverja einustu mynd sem það sýnir og eina þeirra tvisvar :D

Þessi Sampson er eins og ég sagði ágætur en hann er búinn að búa hérna í tvö ár en talar samt mjög bjagaða ensku og ég þarf hreinlega að hafa mig allan við til að skilja hann stundum og svo er hann alltaf að bjóða mér að koma út á lífið, á pub eða í partý og ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma honum í skilning um að ég skemmti mér eiginlega betur á virkum dögum á bókasafninu, yfir videospólu eða í bíó. Ég þarf kannski að vera virkari í félagslífinu... sé til.

Talandi um félagslíf þá er einhvera freshersweek að byrja á næsta mánudag sem er svona nýnemavika og þá verður fullt af allskonar dóti að gerast alla vikuna sem verður gaman að kanna...

Núverand takmörk: Læra betur á þvottavél, Læra að elda eitthvað (sáttur ef ég næ að elda einn rétt), hreyfa mig og borða hollar því mig langar að vera ágætlega stemmdur fyrir jólamatinn, Ris ala Mande og konfektið þegar ég kem heim enda ætla ég gjörsamlega að liggja í því og hafa enga samvisku yfir því ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband