Lífið er yndislegt :D

Lífið er yndislegt :D Síðastliðin vika hefur verið ekkert minna en hörmuleg. Vikan byrjaði á því að allt varðandi heimför mína var sett í uppnám og uppnámið svo staðfest þegar deildin mín staðfesti ákvörðun sína um að hleypa mér ekki heim. Gærdagurinn var hreinlega einn versti dagur sem ég hef átt hérna á írlandi, meira að segja veðrið var vont eða mér fannst það allavegana. Í gærkvöldi sprakk svo nánast hópastarfið mitt því við vorum bara á algjörlega öndverðu meiði með allt og það var bara gjörsamlega á suðupunki og ofan á allt hélt óvissan varðandi heimför mína áfram.

Það var svo rétt efir miðnætti að ég og hópurinn náðum að sættast og taka okkur taki og klára verkefnið. Í morgun þegar ég vaknaði var svo skýnandi sól. Ég og hópurinn hittumst og náðum betur saman en nokkru sinni fyrr, við hlóum og náðum frábærlega saman, skiluðum inn verkefninu og æfðum okkur þvílíkt vel fyrir kynninguna okkar.

Fórum svo í kynninguna og ég verð bara að segja að við vorum langbesti hópurinn, kynningin okkar var bæði áhugaverð og fyndin og vel æfð og við vorum eini hópurinn sem mætti í fínum fötum og ekki skemmdi fyrir að flest önnu verkefni voru annaðhvort ekki vel æfð eða bara hreint út sagt léleg. Dagurinn hafði bara gengið frábærlega en enn var óvissa varðandi heimför mína.Ég fékk svo hringingu áðan frá alþjóðaskrifstofunni frá honum Paul sem sér um mín mál og hann sagðist hafa átt langan fund með deildinni og barist fyrir mínum rökum og það endaði með því að hann fékk þetta í gegn og ég fer heim 11. desember eins og planað var :D Svo skemmir nú ekki fyrir að þetta var síðasti dagurinn minn í fyrirlestrum svo ég er bara kominn í upplestrarfrí :D

Vikan var hreint út sagt hörmuleg og þetta náði hámarki í gærkvöldi þegar allt var á suðupunkti en í dag snérist gjörsamlega allt við og allt hefur verið leyst og þetta var bara einn besti dagur sem ég hef upplifað í Dublin :D Nú byrja ég bara að læra fyrir prófin, fer svo á laugardaginn í aukatíma hjá bókhaldara fyrir reiknishaldsprófið :D

Lífið er yndislegt og ég sé ykkur eftir 13 daga :D VÚHÚUUUU


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vú hú, ég vissi að þetta myndi reddast!

Gaman gaman hjá þér, hlakka til að sjá þig í desember og gangi þér vel að læra ;D

stuðkveðja

Sigrún Lína (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:47

2 identicon

það var nú gaman, ég kem viku fyrr heim en ég ætlaði mér, eða það er 12. des í staðin fyrir 18. des. ;) gaman gaman

Heimir Þór Óskarsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:02

3 identicon

Nohhh þá verðum við þarna bara með eins dags millibili. Gamli ísinn er bara nokkra daga í burtu :)

Kolbeinn Karl Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:14

4 Smámynd: Bjarki Þór Guðmundsson

Síðan kem ég heim 22. des :), styttist óðum, annars var nú farið að snjóa hérna í morgun, kom mér dáldið á óvart

Bjarki Þór Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 17:50

5 identicon

22. Des? tu kemur tha bara beint inn i jolabaksturinn og hatidarmatinn :)

Kolbeinn (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 21:01

6 Smámynd: Bjarki Þór Guðmundsson

Heldur betur, held nú að mútta sé búin að baka slatti af piparkökum. Síðan ætla ég í klippingu morguninn eftir (fór í klipingu áður en ég fór út og hef ekkert farið hérna úti). Síðan er skata heima hjá frænku minni í hádeginu (þó að ég borði ekki skötu). Síðan þarf maður að útdeila jólakortum og hitta ættingja. Kem bara með jólastemminguna með mér

Bjarki Þór Guðmundsson, 29.11.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband