Mesta gremja í heimi

ARRRRRG mig langar að brjóta rúðu, stinga kodda með hníf eða rústa einhverju. Þvílík er gremja akkurat núna og hefur verið undirliggjandi síðastliðna daga. Ég getvarla byrjað að lýsa því hvað ég er pirraður út í skólann sem ég er í. Það er eins og allir bendi bara á aðra, firri sig ábyrgð, vilji mismunandi hluti og engin sameiginleg stefna varðandi neitt sem viðkemur skiptinemum sem verða að klára fyrir jól. Síðustu vikur hafa verið þannig að það hefur verið nánast nýtt vandamál á hverjum degi varðandi brottför mína og nú virðist þetta hafa bara hreinlega siglt í strand og ég veit ekki hvernig málin verða leyst að þessu sinni, allt út af þrjósku, samskiptaleysi og sjálfsdáð þeirra sem hér starfa. Mig hefur sjaldan langað jafn mikið til að öskra af gremju.

Sko málið er að ég er í tveimur deildum hér í Griffith og þarf að hætta fyrr því að hér tekur fólk prófin í Janúar en þá er ég byrjaður á nýrri önn heima en það er ekkert óeðlilegt og skólinn hefur svona nemendur á hverju ári og leyfir þeim að klára fyrr. Ég fékk email frá konu sem sagði mér að ég myndi taka prófin mín 8-11. des og hætta í öllum fyrirlestrum 21. Nóvember til að lesa fyrir prófin og klára verkefnavinnu. Kennarinn minn í fjölmiðladeildinni sagði mér svo að ég myndi ekki taka próf í fjölmiðlaáföngunum mínum heldur gera bara aukaverkefnisem ég mætti skila eftir að ég væri farinn heim ef ég þyrfti að fara fyrr. Þetta hljómaði bara ágætlega og ég vissi bara að ég þyrfti að vera mjög mjög duglegur við verkefnavinnu til að þetta myndi allt ganga upp og ég ætti að geta komist yfir allt sem ég ætti að gera. Ég setti því bara íbúðina mína á leigumarkaðinn,fékk leigjanda og pantaði mér flugið heim og þetta byrjaði loksins að líta ágætlega vel út (fyrr á önninni hafði verið þvílík vandræði með ýmislegt varðandi lok námsinshjá mér og það leit út fyrir að vera allt leyst).

Síðasta miðvikudag sagði ég svo við kennarana mína að þetta væri síðasti fyrirlesturinn minn og spurði hvort það væri eitthvað sem þeir vildu því segja við mig t.d. varðandiaukaverkefnin eða varðandi prófið í þeim áföngum sem ég tek próf í. Þetta gekkallt mjög vel nema að allt í einu vaknaði ég upp við það að kennarinn minn í fjölmiðlaáföngunumvissi ekkert um að þetta væri síðasti fyrirlesturinn minn og var bara alls ekkisáttur við það og vildi að ég yrði í fyrirlestrum til 19. Desember því að þessikona sem hafði samband við mig væri frá viðskiptadeildinni og það sem hún segðigilti bara um viðskiptafræðiáfanga því að deildirnar hefðu ekkert samband sín ámilli, þetta væri ekki eins og með venjulega nemendur þar sem allir nemar hættaí fyrirlestrum á sama tíma heldur þyrfti ég bara að rökræða við hverja deild umhvenær ég myndi klára sem þýðir að þegar ég er að lesa undir próf í fögunum mínumog takandi prófin mín þá vill fjölmiðladeildin að ég mæti í tíma hjá þeim, ég þyrfti þá greinilega bara að fá að taka prófin mín í stofunum þar sem fyrirlestrar í fjölmiðladeildinni færu fram.

Ég fékk hann samt til að tala við deildina sínavarðandi þetta mál og ég sendi líka helstu stjórnendum deildarinnar bréf og svofékk ég svar frá honum í morgun og það var nokkurnveginn á þá leið að þeir hefðu ákveðið að það væri ekki á þeirra ábyrgð að ég væri að taka próf annarstaðar, þeirra fyrirlestrar hættu 19. Des og ég þyrfti að vera þangað til þá! Hann ætlar svo að tala við alþjóðaskrifstofunni þegar hann kemur á miðvikudaginn aftur til vinnu til að sjá hvert næsta skref er. WTF!!!!!

Gaurinn hjá Alþjóðaskrifstofunni sagði mér fyrr á önninni að vegna þess að ég væri skiptinemi en þyrfti ekki visa leyfi þá gilti mætingarskylda ekki um mig og ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af henni og það er í rauninni síðasta hálmstráið sem ég ætla að reyna að leggja á borðið því þótt fjölmiðladeildin sé ekki sammála því þá get ég ekki gert tekið ábyrgð á því,alþjóðaskrifstofan hlýtur að standa við orð sín.

Ég ætla heim 11. Desember þar sem ég er búinn að panta flugið, búinn að leigja út íbúðina mína, búinn að taka á móti leigu fyrir henni, amma á afmæli 12. Des, ég og Sigrún eigum 2 ára afmæli 13. Des og þetta verður bara að reddast.

Fleiri vandræði sem ég hef lent í eru meðal annars að einn kennarinn vildi að ég tæki kaflapróf í hennar áfanga sama dag og ég átti að vera í lokaprófi í öðrum áfanga en fékk það ekki í gegn, hún vildi líka að ég yrði viku lengur í fyrirlestrum hjá henni og fékk það í gegn og svo vildi hún líka að ég tæki lokaprófið mitt úr öllum fyrirlestrum til 19. Desember þótt ég yrði bara í fyrirlestrum til 21. nóvember en fékk það ekki í gegn. 

Ég er gjörsamlega búinn að fá nóg af þessum leiðindum í þessum skóla og get ekki beðið eftir að hlaupa í faðm Bifrastar sem allra fyrst þótt ferðin sjálf hafi verið frábær.

Mamma, pabbi og mási komu um helgina, skrifa um það þegar ég er í betra skapi!

 Úfffffffffffffff... ekki minn uppáhaldsdagur! 

UPDEIT 

Kemur ekki í ljós að eini gaurinn á alþjóðaskrifstofunni sem getur hugsanlega hjálpað mér eða gefið mér skýr svör er í fríi og konan sem leysir hann af hún ákvað bara að fara í frí líka. Viðskiptadeildin segir þetta mitt vandamál og fjölmiðladeildin hið sama. Vá hvað ég hata þennan kennara, er alltaf með einhvern ógeðslega smeðjulegan svip, japplar á epli og þykist vera geðveikt sniðugur þegar hann segir mér að þetta sé bara mitt vandamál og þau séu ekkert tilbúin að koma á móts við mig. Það er einhver gaur í deildinni hans sem er head of faculty en hann er sko deputy head of faculty sem þýðir að hann er svona assistant to the regional manager eins og Dwight Shrude í The Office og nýtur þess að pína fólk. Loksins þegar hann fær eitthvað vald þá ætlar hann sko aldeilis að nýta sér það. Mér finnst þetta vera dæmi um hvernig samskipti milli deilda eiga ekki að vera ef eitthvað er! 

Kolbeinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha? Ólífur Ragnar Grímsson?

http://www.youtube.com/watch?v=9cWmpW87fWw

Mási mási más (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:48

2 identicon

....þetta reddast!!

Já, vissi ég ekki að þú værir bara tveggja ára! Hélt það einimtt.

Ýrr (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Bjarki Þór Guðmundsson

Þetta er leiðinda vesen hjá þér, en ég vona að þetta reddist allt hjá þér. Þetta sýnir manni bara að það er allt miklu einfaldar heima (eða allavegana flest allt).

Í HR erum við t.d. með okkar eigin síðu á innranetinu, þar sem við erum með stundatöfluna og sjáum hvenar prófin eru. Hérna í Torino þarf ég að sækja um svokallað statini, sem ég þarf að hafa til að geta fengið prófin skráð.

Þetta fer allavegana í reinslubankann

Bjarki Þór Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband