Galway, flugmál og verkefnavinna, myndir
18.11.2008 | 18:51
Jæja um helgina fór ég í ferðalag. Að þessu sinni ákvað ég að skella mér til Galway sem er akkurat hinum megin á Írlandi, þ.e. ég er alveg í austri og Galway er alveg í vestri. Tók rúmlega 3 tíma með rútu svo ég lagði eldsnemma af stað, tók held ég rútuna kl 6 eða 7, man það ekki alveg. Ég steig út úr rútunni og fann bara hvernig allt stress og annað bara lak burtu. Þetta var eitthvað svo rólegur bær að maður fann bara kyrrðina líða yfir mann. Fékk sömu tilfinningu þegar ég fór til Cambridge á Englandi á sínum tíma. Ekkert of stór, búa held ég 72þúsund manns þarna, og reyndar fannst mér hún ekki neitt mikið stærri en Akureyri en hún er samt nokkrum sinnum stærri.Gekk um bæinn, skoðaði t.d. dómkirkjuna sem var rosaleg og hér fyrir neðan er mynd af mér í henni (b.t.w. það voru allir að taka myndir svo ég var ekkert með neitt samviskubit yfir því enda var ég sá eini sem notaði ekki flass).Kom svo aftur til Dublin kl 22:00 og skellti mér í bíó áður en ég fór í háttinn.
Hvað er annað að frétta... jú í gærkvöldi kannaði ég verðin aftur á fluginu mínu því ég hef eiginlega ekki haft efni á því að kaupa mér flug, svo blankur er maður nema hvað að flugið mitt hafði hækkað úr tuttugu og eitthvað þúsund upp í 32þúsund fyrir ekki svo löngu og var svo allt í einu komið upp í 74þúsund daginn sem ég ætlaði heim! Nú voru góð ráð dýr því ég átti 23.315 kr á reikningnum mínum :S
Ég lét ekki segja mér neitt svona rugl og fann mér flug á vegum Iceland Express sem kostaði 24.115, fékk pabba til að lána mér 800 krónurnar sem upp á vantaði og pantaði mér flugið. Reyndar verður þetta svona frekar tæpt allt saman daginn sem ég fer heim því ég lýk prófinu mínu á hádegi, á þá eftir að gera mig alveg klárann til að fara, fara upp á flugvöll, tékka mig inn, bíða eftir flugvélinni, fljúga til London, tékka mig inn þar, bíða eftir fluginu og vera kominn upp í vélina ekki seinna en 19:30 því þá fer flugið til Íslands eeen það reddast. Fann flug hjá Ryanair sem kostar bara eitthvað klink, fer kl 16:50 frá Dublin og lendir 18:05 sem gefur mér tæplega einn og hálfan tíma til að hlaupa í næstu vél og miðað við hvað ég hef ferðast mikið í ár þá ætti það ekki að taka langan tíma enda er ég einstaklega laginn við t.d. kiosk vélarnar og vopnaeftirlitið og allt það.
Mamma og pabbi koma á Fimmtudaginn og verða fram á sunnudagseftirmiðdag sem verður gaman en það þýðir líka að ég verð að vera sick duglegur þangað til að þau koma því að eftir að þau fara þarf ég að skila einu einstaklingsverkefni á miðvikudeginum og kynna svo og skila inn hópaverkefni á fimmtudeginum. Ráðgeri að klára einstaklingsverkefnið í dag og á morgun og gera líka dáldið í hópaverkefninu, nota svo sunnudagskvöldið í hópaverkefnið og alla daga fram að kynningu.
Talandi um verkefnavinnu þá skilaði ég inn verkefni í gær sem flestir höfðu svona 3 blaðsíður en ég ákvað að hafa mitt 15 blaðsíður, eyddi t.d. 10 mínútum að ákveða hversu þykk lína á forsíðunni ætti að vera og hafði bara allan pakkann. Held að ég hafi aldrei lagt jafn mikið í eitt verkefni en reyndar er ég með eitt tilbúið verkefni í tölvunni sem ég get ekki skilað strax sem verður ennþá betra
Jæja svo ég haldi áfram með 24 niðurtalninguna mína þá eru 22 dagar 22klst 21mín þangað til að ég held heimleiðis og ég er búinn að vera í burtu frá Íslandi í tæplega 75 daga:)
Hér er mynd af mér við skólann minn, haldandi á mínum daglega skammti af pepsi og í nýju Griffith College peysunni minni:
Hér er búðin sem er hjá heimilinu mínu sem ég verlsa í sem er rekin af kínverjum eða japönum sem minna mig þvílíkt á kínverjana sem eiga verslunina í Don't be A Menace, skemmtilegt það.
Hér er skólinn minn séður frá götunni
Hér er Connor meðleigjandi minn og tónlistarlegur elskuhugi minn, þ.e. við eigum í tónlistarlegu sambandi sem gengur út á að hann er sífellt að gefa mér tónlist sem er oftast frekar léleg en eitt og eitt gott lag kemur inn hér og þar og svo er hann líka byrjaður að búa til remix handa mér úr ýmsum lögum. Þegar ég hugsa út í það þá er hann líka alltaf að búa til mat handa mér sem er alltaf klikkað góður. Tónlist og matur, hvað getur maður beðið um meira...
Athugasemdir
Já núna færðu ekki vinnu sem viðskiptafræðingur svo það er fínt að hafa eitthvað í bakhöndinni til að geta gripið til. Módel fá nú þokkaleg laun held ég.
Kveðja,
Sigrún Lína (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:27
Kolbeinn, þú ert snillingur! Gangi þér vel með verkefnin.
Grétar (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:34
Þetta eru alveg svakalegar pósu hjá þér, er ekki bara málið að fara að auglýsa fyrir DRESSMAN. Annars er gaman að heyra hvað gengur vel hjá þér, verður gaman að hitta þig um jólin og skiptast á ferðasögum.
Ciao
Bjarki Þór Guðmundsson, 22.11.2008 kl. 11:12
ólífur?
http://www.youtube.com/watch?v=9cWmpW87fWw&NR=1
Mási mási más (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.