Færsluflokkur: Bloggar
Galway, flugmál og verkefnavinna, myndir
18.11.2008 | 18:51
Jæja um helgina fór ég í ferðalag. Að þessu sinni ákvað ég að skella mér til Galway sem er akkurat hinum megin á Írlandi, þ.e. ég er alveg í austri og Galway er alveg í vestri. Tók rúmlega 3 tíma með rútu svo ég lagði eldsnemma af stað, tók held ég rútuna kl 6 eða 7, man það ekki alveg. Ég steig út úr rútunni og fann bara hvernig allt stress og annað bara lak burtu. Þetta var eitthvað svo rólegur bær að maður fann bara kyrrðina líða yfir mann. Fékk sömu tilfinningu þegar ég fór til Cambridge á Englandi á sínum tíma. Ekkert of stór, búa held ég 72þúsund manns þarna, og reyndar fannst mér hún ekki neitt mikið stærri en Akureyri en hún er samt nokkrum sinnum stærri.Gekk um bæinn, skoðaði t.d. dómkirkjuna sem var rosaleg og hér fyrir neðan er mynd af mér í henni (b.t.w. það voru allir að taka myndir svo ég var ekkert með neitt samviskubit yfir því enda var ég sá eini sem notaði ekki flass).Kom svo aftur til Dublin kl 22:00 og skellti mér í bíó áður en ég fór í háttinn.
Hvað er annað að frétta... jú í gærkvöldi kannaði ég verðin aftur á fluginu mínu því ég hef eiginlega ekki haft efni á því að kaupa mér flug, svo blankur er maður nema hvað að flugið mitt hafði hækkað úr tuttugu og eitthvað þúsund upp í 32þúsund fyrir ekki svo löngu og var svo allt í einu komið upp í 74þúsund daginn sem ég ætlaði heim! Nú voru góð ráð dýr því ég átti 23.315 kr á reikningnum mínum :S
Ég lét ekki segja mér neitt svona rugl og fann mér flug á vegum Iceland Express sem kostaði 24.115, fékk pabba til að lána mér 800 krónurnar sem upp á vantaði og pantaði mér flugið. Reyndar verður þetta svona frekar tæpt allt saman daginn sem ég fer heim því ég lýk prófinu mínu á hádegi, á þá eftir að gera mig alveg klárann til að fara, fara upp á flugvöll, tékka mig inn, bíða eftir flugvélinni, fljúga til London, tékka mig inn þar, bíða eftir fluginu og vera kominn upp í vélina ekki seinna en 19:30 því þá fer flugið til Íslands eeen það reddast. Fann flug hjá Ryanair sem kostar bara eitthvað klink, fer kl 16:50 frá Dublin og lendir 18:05 sem gefur mér tæplega einn og hálfan tíma til að hlaupa í næstu vél og miðað við hvað ég hef ferðast mikið í ár þá ætti það ekki að taka langan tíma enda er ég einstaklega laginn við t.d. kiosk vélarnar og vopnaeftirlitið og allt það.
Mamma og pabbi koma á Fimmtudaginn og verða fram á sunnudagseftirmiðdag sem verður gaman en það þýðir líka að ég verð að vera sick duglegur þangað til að þau koma því að eftir að þau fara þarf ég að skila einu einstaklingsverkefni á miðvikudeginum og kynna svo og skila inn hópaverkefni á fimmtudeginum. Ráðgeri að klára einstaklingsverkefnið í dag og á morgun og gera líka dáldið í hópaverkefninu, nota svo sunnudagskvöldið í hópaverkefnið og alla daga fram að kynningu.
Talandi um verkefnavinnu þá skilaði ég inn verkefni í gær sem flestir höfðu svona 3 blaðsíður en ég ákvað að hafa mitt 15 blaðsíður, eyddi t.d. 10 mínútum að ákveða hversu þykk lína á forsíðunni ætti að vera og hafði bara allan pakkann. Held að ég hafi aldrei lagt jafn mikið í eitt verkefni en reyndar er ég með eitt tilbúið verkefni í tölvunni sem ég get ekki skilað strax sem verður ennþá betra
Jæja svo ég haldi áfram með 24 niðurtalninguna mína þá eru 22 dagar 22klst 21mín þangað til að ég held heimleiðis og ég er búinn að vera í burtu frá Íslandi í tæplega 75 daga:)
Hér er mynd af mér við skólann minn, haldandi á mínum daglega skammti af pepsi og í nýju Griffith College peysunni minni:
Hér er búðin sem er hjá heimilinu mínu sem ég verlsa í sem er rekin af kínverjum eða japönum sem minna mig þvílíkt á kínverjana sem eiga verslunina í Don't be A Menace, skemmtilegt það.
Hér er skólinn minn séður frá götunni
Hér er Connor meðleigjandi minn og tónlistarlegur elskuhugi minn, þ.e. við eigum í tónlistarlegu sambandi sem gengur út á að hann er sífellt að gefa mér tónlist sem er oftast frekar léleg en eitt og eitt gott lag kemur inn hér og þar og svo er hann líka byrjaður að búa til remix handa mér úr ýmsum lögum. Þegar ég hugsa út í það þá er hann líka alltaf að búa til mat handa mér sem er alltaf klikkað góður. Tónlist og matur, hvað getur maður beðið um meira...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skúnkesía og annar djúpur húmor
15.11.2008 | 18:49
Einn vanmetnasti þáttur veraldar var hinn æðislegi þáttur Atvinnumaðurinn sem var á dagskrá árið 2003. Húmor fólks var á svo grunnu stigi á þeim tíma að það áttaði sig ekki á snilldinni á bakvið hvert atriði og hvað smáatriðin skipta miklu máli.
Hér eru tvö atriði úr þáttunum fyrir þá sem vilja athuga hvort þeir ná þessum djúpa húmor eða hvort þeir eru enn ekki að fatta snilldina á bakvið hvert atriði. Ég bendi sérstaklega á hvernig hann beitir áherslum í atriðinu um skúnkesíuna :D algjör snilld sko.
Skúnkesía
http://www.youtube.com/watch?v=RpUzP81BmY4
Gefur hænunum (klassískar línur: ekki erfitt.... eeeN LÍGJANDI! og Hann eer GEÐVEIKUR)
http://www.youtube.com/watch?v=NkL5MgEtv4A
Annars er það að frétta að ég er akkurat þessa stundina staddur í einhverjum ónefndum smábæ mitt á billi Galway og Dublin, á leiðinni til Dublin aftur. Ég skrifa og set inn fréttir um ferðina á morgun :)
Kveðja, Kolbeinn (b.t.w. þeir sem ekki fíla atvinnumanninn mega gefa sig fram, ég þarf að ræða við viðkomandi aðila varðandi hvernig okkar samband mun þróast í framhaldi)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verkefnavika
13.11.2008 | 17:02
Verkefnavikan hefur gengið ágætlega. Er búinn með stærsta verkefni annarinnar sem endaði í 10 blaðsíðum af hreinum texta en samtals var verkefnið 16 blaðsíður með öllum pakkanum, forsíðu, heimildaskrá, efnisyfirliti og allt það og ég held að ég hafi bara aldrei lagt jafn mikið í eitt verkefni enda var ég kominn með upp í kok þegar ég loks lauk því. Á mánudaginn þarf ég svo að skila inn verkefni í Business Journalism sem er ekki nærrum því jafn langt svo ég er að vonast til þess að það klárist á morgun. Ég vakna yfirleitt á hádegi þessa dagana, fer út á bókasafn og er þar til lokunnar, 21:30 og fer þá niður í kennslustofu annarstaðar í skólanum og næ klukkutíma af aukavinnu. Þegar ég er síðan loksins rekinn út úr byggingunni fer ég heim og vinn þá með hléum til svona 2 að nóttu svo það er ekki hægt að segja annað en að það sé meira en nóg að gera hjá mér. Takmarkið er samt að fara til Galway á laugardaginn í dagsferð og þá þyrfti ég helst að vera búinn með þetta verkefni sem ég er að vinna í núna en ég á reyndar varla krónu svo það er spurning hvernig maður reddar því.
Talandi um krónur þá er ég byrjaður að plana heimferðina. Lítur allt út fyrir að ég fljúgi heim í gegnum London þann 11. Desember en á því eru tveir vankantar. Í fyrsta lagi að flugið kostar 35-40.000 kall og ég á eins og staðan er í dag 8.000kr en Þorsteinn skuldar mér smá pening og restina verð ég bara að fá hjá bankanum. Ætla samt að bíða og sjá hvort gengið gangi ekki aðeins til baka áður en ég panta. Í öðru lagi er flugfélagið sem ég flýg með til London að fara í verkfall bráðlega og mjög líklega einhverstaðar á því tímabili sem ég ætla heim. Ég gæti líka flogið heim með Ryanair en það er svo mikið lággjaldafélag að maður má varla koma með farangur og ég færi þokkalega í massíva yfirvigt en það þá gæti ég samt tekið Iceland Express heim sem er ódýrara en Icelandair...
Kostnaður + verkfall + yfirvigt = djöfulsins vandræði.
Svo koma mamma, pabb og mási eftir akkurat viku og það verður nú gaman :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jólin koma...
9.11.2008 | 21:42
Hér er allt að færast í jólabúninginn. Niðri á O'Connol Street (aðalgatan) er búið að setja upp fullt af skreytingum og meðal annars risastórt jólatré sem er búið til úr stórum kúlum og það breytir um lit. Fór áðan á ekki bara einn heldur 2 bari niður í bæ. Ekki það að ég sé byrjaður að drekka heldur var ég í öðru tilfellinu að vinna markaðsfræðirannsókn fyrir skólann minn og í hinu tilfellinu fannst mér að ég þyrfti að fara inn til þess að geta sagst hafa séð almennilegan írskan bar en ég fór á þekktasta barinn í Temple Bar hverfinu semsagt þennnan http://www.photohype.com/Europe/Dublin%20Temple%20Bar%209.jpg og það var geggjuð stemming þar. Írskir strákar að spila fjörug írsk lög og þegar maður kom þarna inn þá var eins og maður væri kominn aftur til baka um nokkra áratugi eða meira en ég var nú bara inni í tvær mínútur því ég þurfti að fara í þessa rannsókn. Eftir að ég var búinn í þessari rannsókn gekk ég niður á O'Connol Street og sá þá þetta jólatré og bara stemminguna sem var þar og það minnti mig á að maður verður líka aðeins að muna eftir því að njóta þess að vera hérna. Þótt það sé fáránlega mikið að gera þá kom ég nú ekki bara hingað til að læra og ég áttaði mig á því að jólin eru bara ekkert svo langt undan og ég á bara mánuð eftir svo maður þarf að passa þess að njóta þess líka að vera hérna og upplifa stemminguna sem Dublin býður upp á. Ég get nú ekki sagt þegar ég kem heim að ég hafi ekki gert mikið heldur aðalega haldið mig fyrir framan tölvuna eða inn á lesstofu. Ég er ekki að segja að ég sé ekki búinn að gera fullt en ég ætla samt að reyna að nota þann tíma sem ég á eftir til að fara og gera eitthvað ekta írskt á milli þess sem ég læri :)
Nokkrar staðreyndir:
12 dagar 02klst 32mín í upplestrarfrí
28 dagar 10klst 32mín í fyrsta próf
31 dagur 20klst 46mín í brottför
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Smá updeit
5.11.2008 | 20:27
Það er svooooooonnnnnnaaaaaa mikið að gera hjá mér. Ég ætlaði að líta um helgina til Belfast eða kannski eitthvað út á land í svona dagsferð en miðað við hvernig staðan er í dag þá held ég að það verði eitthvað lítið úr því. Ég á bara eina og hálfa viku eftir af fyrirlestrum þ.e. út þessa viku, svo kemur verkefnavika í næstu viku þar sem engir fyrirlestrar eru og svo fer ég í eina viku í fyrirlestra og eftir það er ég kominn í upplestrarfrí. Er þessa stundina að vinna kynningu í International Service Marketing og þótt minn partur sé bara úr 2-3 blaðsíðum þá er þetta eitt erfiðasta verkefni sem ég hef gert því þetta er samhengislaust og óskiljanlegt rugl og kennarinn skilur þetta ekki einu sinni og gat engu svarað þegar við töluðum við hana en það klárast á föstudaginn.
Ég er líka loksins byrjaður á verkefninu mínu í markaðsfræðirannsóknum og það er mjög viðamikið þar sem við þurfum að vera með viðtöl við 5-6 manneskjur og hvert þeirra á að vera svona 45-60mín og satt best að segja þá erum við komin allt of stutt en þá er bara að setja upp vinnuhanskana :)
Í næstu viku er svo verkefnavika þar sem vinnum bara í lokaverkefnunum okkar og þar eru 3 einstaklingsverkefni sem ég þarf að byrja á og klára en svo í vikunni þar á eftir þ.e. eftir 2 vikur á morgun þá koma mamma, pabbi og Magnús í heimsókn til mín frá fimmtudegi-sunnudags en þarna á föstudeginum byrja ég einmitt í upplestrarfríi svo ég hef vonandi tíma til að taka á móti þeim. Nú strax og þau fara þarf ég svo að hella mér í að klára tvö verkefni, öðru sem ég skila á þriðjudeginum eftir þau fara og hinu í lok vikunnar svo ég þarf í rauninni að vinna í þeim í verkefnavikunni líka. Nú eftir það kemur svo heil vika þar sem ég er bara að læra undir próf á fullu og svo á mánudeginum 8. Des hefst fyrsta prófið mitt sem er í Markaðsfræðirannsóknum, svo 9. des fer ég í próf í alþjóðlegri þjónustumarkaðssetningu og enda þetta svo með látum 11. desember þegar ég tek próf Reiknis- og bókhaldi. Ég lýk því á hádegi og á svo flug heim kl 6 um kvöldið líklegast.
Eins og sést er ég með gjörsamlega pakkaða dagskrá þangað til að ég fer heim enda eru þetta ekki nema 35 dagar. Það þarf ekki að spyrja að því að ég sit núna upp á bókasafni eins og öll kvöld upp á síðkastið. Ég ætla mér samt að taka einn laugardag í að skjótast eitthvað út á land og ég tek þá bara námsbækurnar með mér ef því er að skipta :)
En svo ég tali nú eitthvað annað en skóla þá kom Sigrún til mín síðustu helgi og við gistum á Ripley Court Hotel sem var alveg ágætt. Svoldið kalt um nóttina, koddarnir voru grín og sturtan fyrir dverga en að öðru leiti bara fínt. Gerðum nú mest lítið þannig sérð. Fórum aðeins í Trinity College, sýndi henni skólann minn og svo gengum við um Dublin. Svo verslaði hún einhvern slatta og guð minn góður hvað ég er ekki þessi manneskja sem nennir að versla með kvenmönnum. Ég var gjörsamlega kominn með upp í kok af verslunum í lok helgarinnar en ég keypti mér samt einn geggjaðann trefil sem sést á myndinni hérna til hliðar. Við skelltum okkur líka tvisvar í bíó, á Ghost Town sem var mjög góð og nýju James Bond sem mér fannst mjög leiðinleg en kannski hefði ég bara þurft að horfa á Casino Royal aftur áður en ég sá þessa.
Ég er þegar byrjaður að kaupa jólagjafir, er búinn að kaupa gjöf handa pabba og Friðfinni og ætla að kaupa svipaða gjöf handa Magnúsi. Þetta eru í rauninni allt eins gjafir en samt alls ekki þær sömu og það er ekki hægt að kaupa þær í búðum... og þær eiga allar akkurat við manneskjuna sem fær þær... en nú má ég ekki segja meira því þetta er algjört leyndó sko ;)
Jæja ég hef hreinlega ekki efni á því að hafa þetta lengra tímalega séð þar sem ég þarf að halda áfram með þessa óskiljanlegu kynningu. Vonandi halda allir að þetta hafi verið svo háfleyg kynning að hún hljóti að hafa verið þvílíkt góð þótt þau skilji ekki neitt ;)
Dublinkveðja, Kolbeinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Grein í NY Times
2.11.2008 | 14:36
Ætlaði að benda fólki á þessa frábæru grein sem birtist í The New York TImes http://www.nytimes.com/2008/11/02/world/europe/02iceland.html?pagewanted=1&_r=1&hp
Gefur góða mynd af því sem hefur verið að gerast í samskiptum Breta og Íslendinga síðastliðnar vikur b.t.w. hún er á tveimur síðum.
Annars skilaði ég Sigrúnu upp á flugvöll áðan eftir góða og afslappaða helgi og hef síðan þá verið upp í skóla að læra. Ætla að skella inn nokkrum myndum á eftir og segja aðeins frá helginni þegar ég er búinn að læra örlítið meira ;)
B.t.w. núna eru 39 dagar, 3klst, 38mín og 50 sek þangað til að ég legg af stað heim :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nætur...svefninn
29.10.2008 | 22:04
Já í nótt var sko aldeilis annað upp á teningnum en nóttina áður. Í stað þess að vaka alla nóttina svaf ég alla nóttina og gott betur en það. Ég kom heim kl 6 og fór inn í herbergi. Var kominn upp í rúm 5 mín síðar og ætlaði að leggja mig í klukkutíma eða kannski einn og hálfan svo ég ákvað að vera ekkert að fara úr fötunum því þetta átti bara að vera smá lúr áður.... ég rankaði svo við mér kl 11 í morgun og var þá ennþá smá þreyttur en það þýðir að ég svaf í 16 tíma í nótt sem er tvöfallt það sem maður á að sofa í og alveg þrefalt það sem ég sef oft.
Á fyrramálið kemur Sigrún svo og 20. koma mamma pabbi og mási og við ætlum víst að leigja okkur íbúð svo ég er bara annaðhvort á hótelum eða leigðum íbúðum en ekki í ógeðslega herberginu mínu :)
Meira seinna og jafnvel myndir og eitthvað gotterý...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Næturvakan
28.10.2008 | 07:16
Jæja klukkan er 04:37 og ég er enn vakandi sem er í rauninni nokkuð eðlilegt miðað ástandið síðustu daga því ég hef verið vakandi til 4-5 á nóttunni, horfandi á The Office og bara eitthvað að vafra en nú ganga þessar næturvökur ekki lengur svo ég hef ákveðið að vaka heila nótt og fara snemma að sofa á morgun. Við erum að tala um að ég vaknaði í dag kl 4 (Reyndar var frí í skólanum í dag því það er eitthvað Bank Holliday) en það gengur ekki að missa af öllum deginum og vaka á næturnar...
Jæja ákvað að skella inn færslu fyrst ég hef ekkert að gera næstu nokkra klukkutímana...
Skellti mér á sunnudaginn á leik kvennalandsliðs Íslands og Írlands í knattspyrnu sem var haldinn á velli hérna rétt hjá heimilinu mínu og ég get svo svarið að eftir leikinn fór ég til Íslendinganna sem voru að horfa á leikinn og spurðu bara hreint út hver vann eiginlega leikinn því ég hafði ekki hugmynd hvað staðan var en hún var semsagt 1-1.
Sigrún kemur á Fimmtudaginn og við ákváðum bara að panta okkur hótel, ég nenni hreinlega ekki að vera lengur í þessu rúmi sem er allt of stutt fyrir mig og það verður fínt að breyta aðeins til þótt það sé ekki nema í 3 nætur. Mamma, pabbi og Magnús koma svo 20. Nóvember í 3 nætur líka og þá ætlar Magnús að gista hjá mér á uppblásinni loftdýnu á milli rúmsins míns og skápsins míns og ég veit varla hvernig hún á að komast þar en jæja það hlýtur að reddast.
Ég er byrjaður að plana í huganum för mína um Írland. Var að spá í að fara til Belfast sem er á Norður Írlandi sem er ekki það sama og Írska Lýðveldið svo tæknilega séð tel ég það sem annað land.. Var líka að spá í að skella mér til Galway sem er borg akkurat á hinum endanum á Írlandi, ég er á austur hlutanum og hún er í vesturhlutanum og hún á víst að vera alveg frábær.
Svo sagði afi mér að suðurhlutinn á Írlandi væri eitthvað svakalega sniðugur og ef ég fer þangað þá hef ég farið bæði í austur (Dublin), norður (Belfast), suður (eitthvað) og vestur (Galway). Svo kemur nú inn í að ég fer aftur til íslands innan ekki svo margra daga hreinlega og mjög margt sem ég á eftir að gera svo maður þarf kannski eitthvað að forgangsraða þessu en ég verð samt eitthvað að fara út á land fyrst maður er nú kominn til Írlands.
Skemmtilegt að segja frá því að það eru 53 dagar (nánst upp á mínútu) frá því að ég fór frá Íslandi og ég hef barasta aldrei verið jafn lengi frá heimili mínu og svo sannarlega aldrei jafn lengi í útlöndum og það eru færra dagar í að ég komi heldur en síðan ég kom svo það má segja að það sé farið að síga á seinni hlutann hjá mér og ég á nánast engann pening eeeen þetta reddast allt, maður vrður bara að vera sparsamur og svo var samband íslenskra námsmanna erlendis að senda einhverjum ráðherrum bréf þar sem þeir voru hvattir til að vera nú góðir við okkur og breyta eitthvað þessum forsendum sem Lín er með fyrir útreikningum sínum eins og t.d. að ég fæ framfærsluna mína reiknaða miðað við gengið 1. júní 2008 en þá var gengið á evrunni 115 en núna er það 152 held ég.
Jæja þetta er nú frekar leiðinlegt blogg svo ég er að spá í að segja stopp hér enda er ég ansi þreyttur og svona eftir á að hyggja þá er þetta kannski ekki besti dagurinn til að vaka heila nótt þar sem ég þarf að gera shit loada af dóti núna á eftir og svo er ég líka að fara í áfanga sem ég svaf yfir mig í í síðustu viku og þarf því að hafa extra mikla einbeitingu í en ég held að hún sé farin fyrir bý í bili.
Á samt tvo orkudrykki inn í ísskáp svo þeir ættu að nægja mér eitthvað fram á daginn...
Kveðja, Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Allskonarblogg
20.10.2008 | 17:04
Ætla nú ekki að hafa þetta of langt en ég fór á laugardaginn á Octoberfest sem er haldin hérna í Dublin eins og víðsvegar um heiminn og það var geðveikt gaman, fór með honum Sampson félagi mínum frá Hona Kong. Þetta var haldið á svona borðpalli sem var út á svona vatni og það var hleypt inn í hollum og röðin var mörg hundruð metrar og ég hef bara aldrei séð jafn langa röð á ævi minni en við náðum "óvart" að svindla okkur framarlega í röðina svo við komumst inn eftir nokkrar mínútur í stað þess að þurfa að bíða í nokkra klukkutíma. Fengum okkur þýskan mat og hoppuðum við frekar lélega þýska hljómsveit sem var samt fjörug svo það var bara skemmtilegt.
Á Sunnudaginn tók ég svo lest til Howth sem er svona eiginlega sjávarþorp en er samt hluti af Dublin þótt maður verði að taka lestarferð þangað nema hvað að ég skrapp þangað með honum Alex félaga mínum sem er frá Kína og kærustunni hans sem heitir Rose og er líka frá Kína. Fórum á eitthvað samgöngusafn með allskonar gömlum bílum rútum o.fl. sem var ágætt, gengum svo aðeins um bæinn og enduðum á því að fara út að borða á einhverjum kínverskum stað í miðbæ Dublin.
Var svo langt fram á nótt að klára fyrsta verkefni annarinnar sem var nú ekki nema 500 orð en þeir eru svo strangir á heimildaskráningu og öllu slíku og svo var þetta líka blaðagrein sem ég átti að skrifa svo ég vildi hafa þetta vel gert.
Fleira er nú ekki í fréttum í bili en ég ætlaði samt að spjalla eitthvað áfram þar sem ég er svo ánægður að vera búinn með þetta verkefni.
Nokkrir hlutir sem þú vissir kannski ekki um mig:
1. Ég elka Kapal, lærði hann bara fyrir nokkrum árum og hef síðan þá dýrkað hann. Ef mér leiðist þá er einfaldlega hægt að láta mig fá spil og ég get skemmt mér lengur en þig grunar við að leggja kapal.
2. Ég náði einu sinni að klára 3 kapla í röð. Ég átti ekki orð en öllum öðrum hefur virst nokkuð sama
3. Ég kann ekki að sjóða kartöflur né að elda neitt nema hafragraut.
4. Ég nota skó nr. 47
5. Ég er 192cm á hæð
6. Uppáhalds þættirnir mínir eru The Office og ég geri ekki upp á milli bandarísku og bresku því þeir eru bara algjörlega ólíkir þættir. Ég hef séð alla þættina en ég horfi samt alltaf á nokkra þætti á hverju kvöldi aftur í gegn þótt ég hafi séð þá nokkrum dögum áður. Það er eins og þeir hætti bara ekki að vera fyndnir.
7. Ég safnaði einu sinni Spice Girls myndum. Ég gef alltaf þá afsökun að þær hafi verið svo heitar og það getur vel verið að það sé ástæðan. Ég átti eiginhandaráritun frá Mel B en henni var stolið.
8. Ég slæ alltaf þumalfingrinum þrisvar í vaskinn þegar ég er búinn að þrífa mér um hendurnar. Ég get eiginlega ekki þvegið mér án þess að gera það þótt mér finnist það fáránlegt. Finnst ég vera að setja punktinn yfir iið á góðum handþvotti ;)
9. Ég á ljóð á mjólkurfernu og mér finnst það mjög neiðarlegt því það var sent inn í djóki eftir að Tryggvi félagi minn manaði mig eiginlega.
10. Ég reyki ekki og drekk ekki. Ég hef hreinlega ekki efni á því að skera niður í sætindum og skyndibita til að geta drukkið enda fáránlega margar kaloríur skilst mér.
11. Ég lít á mbl.is, visir.is, dv.is, eyjan.is á nokkurra mínútna fresti
12. Ég er háður Apple tölvunni minni og finnst allt frá Apple æði, ef þeir kæmu með straujárn frá Apple þá myndi mér finnast það kúl.
13. Mér finnst eiginlega allur matur góður og ég hef eiginlega enga skoðun á því hvað er keypt inn.
14. Mér finnst ógeðslega gaman að fara í bíó og fer helst allar helgar.
Jæja fleira var það ekki í bili...
Sigrún kemur á fimmtudaginn í næstu viku og svo koma mamma og pabbi vonandi fljótlega svo það er nóg að gera ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kaupmannahafnarförin
16.10.2008 | 15:29
Jæja þá hefur nú aldeilis eitthvað gerst hjá mér. Ég ákvað um daginn að skella mér til Kaupmannahafnar og hitta þar Mása, Hjalta og hann Heimi littla sem býr þar því hann var að byrja nám í einhverju construction management dóti eða eitthvað svoleiðis. Ég keypti mér miða og tveim vikum síðar var komið að förinni. Þetta var eiginlega svona útlandaferð innan útlandaferðar þar sem ég er auðvitað í Dublin núna.
Föstudagur 10.10.08: Vaknaði eldsnemma til að taka einhverja rútu upp á flugvöll en flugið mitt fór kl 06:40 og ég var mættur niður í miðbæ kl 03:30 og þar var fullt af fólki og meðal annars einn frakki sem var eitthvað voðalega utan við sig og var í sífellu að reyna að tala við mig og að segja að við ættum bara að taka
einn stóran taxa eða ég held að það hafi verið það sem hann var að segja því ég skildi eiginlega ekki orð svo ég bara jánkaði til hans, brosti og sagði yes yes yes yes og eftir miklar umræður að hans hálfu og mikið jánki af minni hálfu við einhverju sem ég skildi ekki þá kom rútan ekkert á þeim tíma sem hún átti að koma og eftir að henni hafði seinkað um einhverjar 20mín kom taxidriver og bauðst til að taka mig og tvo aðra á sama verði og rútuna upp á flugvöll sem við þáðum og þar á meðal var frakkinn með í för. Á leiðinni ræddum við aðalega um ísland og hvað þetta væri allt í rugli hjá okkur en þetta var akkurat þegar allt var í blossa út af þessu icesave máli og þegar við komum á flugvöllinn sagði frakkinn eitthvað óskiljanlegt við og ég sagði bara yes yes og stuttu síðar skildu leiðir. Ég ákvað að nota bara kiosk vélina til að innrita mig svo ég þyrfti ekki bíða í röð og það tók bara eina mínútu nema hvað að ég áttaði mig auðvitað ekki á því að ég hafði í rauninni ekkert að gera í flughöfninni svo ég náði að innrita mig, fara í gegnum ftirlitið og komast að hliðina rúmlega tveimur tímum fyrir flug og þetta var auðvitað um miðja nótt svo búðirnar voru ekkert opnar svo ég bara sat og horfði út í loftið.
Ég ætlaði að hitta Mása og strákana á Nörreport Metro stöðinni og þegar ég kom á flugvöllinn sá ég einhverja miðasölu og spurði hvort þeir seldu miða í metro og gaurinn jánkaði, seldi mér einhvern miða og benti hvar ég ætti að fara og hálftíma síðar var ég kominn á Norreport... 10 mín síðar fer ég á netið með 3g lyklinum mínum og sendi mása sms... 20 mín líða og ég sé engann... 20 mín líða og ég sé engann... eftir klukkutíma sé ég mása og strákana loksins en þá var ég ekkert á Metro stöðinni heldur venjulegu lestarstöðinni en strákarnir höfðu samt verið allt of seinir en jæja við fundum þó hvora aðra á endanum. Gengum frá stöðinni í skólann hans Heimis og fengum okkur McDonalds. Heimir þurfti að fara á einhvern fund og á meðan gengum við Mási og Hjalti um einhvern
kirkjugarð og leituðum að leiði H.C. Andersen sem ætlaði að reynast ómögulegt en á endanum fundum við það þó.Við skoðum okkur svo aðeins um í borginni, fórum út að borða og litum svo aðeins upp í íbúð hans Heimis sem er lengst lengst frá miðbænum nema hvað að við áttuðum okkur á því að það væri menningarnótt og eftir að hafa farið aðeins yfir dagskrána og hvað væri eftir sáum við að dýragarðurinn var með næturopnun og við ákváðum bara að skella okkur nema hvað að þegar við loksins fundum dýragarðinn og höfðum borgað okkur dýrum dómum inn þá voru öll dýrin sofandi einhverstaðar þar sem maður gat ekki séð þau svo þetta var eins og að líta í tóm búr og til að bæta gráu ofan á svart þá ákváðu þeir sem stóðu fyrir þessu að leggja ekkert of mikið í lýsingu sem þýddi einfaldlega að maður sá ekkert í myrkrinu og þetta var bókstaflega eins og að ganga í tómum dýragarði með ljósin slökkt.
Eftir dýragarðinn skruppum við svo aðeins niður í bæ, fórum ótrúlegt en satt á einhverja landbúnaðarsýningu sem var niðri í bæ og skoðuðum okkur svo aðeins um áður en að við héldum aftur upp í íbúð til Heimis sem var þar steinsofandi því hann nennti ekki með okkur út.
Laugardagur:
Á laugardeginum vöknuðum við og Heimir ætlaði að fara með okkur eitthvað sem við vissum ekki alveg hvað var. Hann var eitthvað voðalega dularfullur en hann sagði að þetta væri staður sem hann hefði farið einu sinni á til að kaupa ákveðna hluti og þarna væri búð sem seldi þessa ákveðnu hluti og þetta hljómaði voða gruggugt nema hvað að við tókum lest út úr Kaupmannahöfn og alveg að krónuborg sem er einhver svakalegur kastali í einhverjum bæ og við vorum svo nálægt Svíþjóð að við gátum horft yfir og meira að segja séð öll húsin og jafnvel gluggana í húsunum svo það hefði ekki tekið nema smá stund að taka ferjuna yfir en strákarnir nenntu því ekki svo við skoðuðum okkur bara aðeins um og fórum svo aftur til Köben.
Þegar til Köben var komið ákváðum við að við gætum nú ekki sleppt því að fara í Tívolíið svo við keyptum okkur dagspassa sem var rándýr út af genginu en við gerðum nú ekki veður út af því
heldur ákváðum að fá okkur eitthvað í magann áður en herlegheitin myndu byrja enda voru menn orðnir svangir eftir gönguna um krónuborg. Fundum einhvern stað sem var með hlaðborði og það leist okkur nú aldeilis vel á. Við töluðum ensku við þjóninn en þegar hann vissi að við vorum íslendingar virtist það ekki skipta neinu máli að við tjáðum okkur á ensku því hann ætlaði sko að tala dönsku svo við reyndum okkur besta til að svara honum á dönsku... eins og maður eigi bara átomatískt að tala reiðbrennandi dönsku því maður er frá Íslandi. Þeim fannst reyndar mjög fyndið að við værum frá Íslandi og sögðu að það kæmi ekki til greina að við myndum borga í íslenskum krónum.
Jæja svo var komið að því að fara í tækin og við byrjuðum á því að
skella okkur í einn rússíbana sem var geggjaður og maður missti aðeins kúlið þegar maður sá myndina sem tekin hafði verið af manni á meðan á ferðinni stóð. Eftir það fórum við svo í eitthvað rosalegasta tæki sem ég hef á ævi minni komið í sem leit út fyrir að vera mjög rólegt tæki við fyrstu sýn en annað kom svo sannarlega á daginn. Það var tæki sem heitir eitthvað Himmelskibet, mynd hér http://lh4.ggpht.com/_-jh_0RQdMak/SIYlL6929zI/AAAAAAAACBY/iburZ6CJrj8/DSCF1873.jpg nema hvað að það leit út fyrir að vera svona útsýnistæki sem væri gaman að fara í bara svona til að taka því rólega áður en maður færi í ógeðslegu tækin en ég skal segja ykkur það að ég hef sjaldan verið jafn hræddur á ævi minni og ég hélt að Magnús ætlaði nú bara að fá hjartaáfall enda var hann hræddastur allra. Tækið er semsagt svona stór turn sem er 80 metra hár með rólum í og þær eru festar með svona keðjum sem ég hélt að væri svona masívar keðjur og að sætin væru svona massív en nei nei keðjurnar voru svo litlar að ég fékk bara sjokk, þetta voru svona keðjur sem maður myndi halda að héldu kannski ketti og til að bæta gráu ofan á svart þá voru sætin fáránleg, í stað þess að hafa einhver massíf sæti þá var þetta bara lítil sessa og það eina sem hélt manni frá því að detta úr var smá stöng sem var
fest niður með bandi og bandið var fest niður með einhverju segli en jæja ég hélt samt alveg ró minni þangað til að við byrjuðum að færast upp og ég áttaði mig á því að þetta var ógeeðslega hátt uppi og manni leið eins og maður gæti alveg eins dottið af sessu hvenær sem er en.... en sem betur fer komumst við lifandi út og þetta var alveg rosalegt svona útsýnislega séð þegar maður hafði aðeins vanist þessu.
Eftir það fórum við svo í nokkra rosalega rússíbana sem voru klikkaðir og kolkrabban klassíska sem var eiginlega bara gerður til þess að láta mann æla og undir lokin var ég bara búinn að fá nóg. Fórum líka í einn rússíbana sem fór ekki eina ferð, ekki tvær, ekki þrjár heldur fjórar ferðir í gegn sem var eiginlega fáránlegt.
Þegar við vorum búnir í tækjunum fengum við okkur svo ís, fórum aðeins í einhverja leiki sem þeir eru með þarna og Magnús fékk sér sykurhúðað eppli eins og ein mjög undarleg mynd sýnir af honum hér til hliðar.
Eftir tívolíið var komin einhver þreyta í mannskapinn svo við ákváðum að taka því rólega út kvöldið og skelltum okkur upp í íbúð og héngum þar þangað til að við sofnuðum.
Sunnudagur:
Magnús og Hjalti ætluðu heim á Sunnudeginum svo við höfðum ekkert rosalega mikinn tíma og eftir smá vangaveltur ákváðum við að fara í bíó og sjá þarna Burn after Reading sem var alveg geggjuð og alveg ótrúlega súr mynd. Eftir bíóið hófst svo leit okkar að veitingastað sem við fundum loksins nema hvað að þjónustan var ömurleg og eftir að hafa staðið í 10 mínútur án þess að á okkur væri yrt nema bara að við gætum
beðið eftir því að einhver barnavagn væri farinn til að geta byrjað að borða því þjónustukonan vildi endilega að við sætum við eitthvað borð sem var blokkað af með einhverjum barnavagni og hann var ekkert á leiðinni burt á næstunni svo við bara létum okkur hverfa og fundum flottan kínverskan veitingastað hliðin á og þar var maturinn æðislegur þótt við þyrftum kannski að borga örlítið meira fyrir.
Eftir matinn hófst leit mín að millistykki til að ég gæti hlaðið tölvuna mína og flakkarann og allt það dót og ég fann loksins hótel sem vildi selja mér slíkt og þeir ætluðu að rukka mig 4.000 íslenskar krónur fyrir það en ég náði að prútta það niður í 2.000kr sem mér fannst þó mjög hátt en það var allt lokað svo ég borgaði. Fórum svo upp í íbúð og Magnús og Hjalti tóku sig saman fyrir brottför og héldu með lestinni niður á flugvöll og skelltu sér aftur til Íslands. Á meðan tókum við Heimir því rólega upp í íbúð og ég kláraði að færa Friends og eitthvað fleira yfir á tölvuna mína frá Heimi.
Mánudagur:
Ég vaknaði eldsnemma og Heimir skrifaði nákvæmlega upp hvaða lestar ég ætti að taka til að komast upp á völl þar sem ég var eins og 5 ára krakki þegar hann reyndi að útskýra þetta fyrir mér. Mér fannst þetta allt voðalega flókið eitthvað en ég komst samt á endanum á völlinn, kvaddi svo köben og hélt upp í vél til Dublin. Þegar til Dublin var komið tók ég svo strætó sem fór beint heim til mín og hálftíma síðar skokkaði ég út í skóla til að ná síðasta tíma dagsins.
Og þetta var nú Köbenförin mín svona nokkurnveginn.
Fleira í fréttum
Það er ekki mikið annað að frétta nema hvað að skólinn gengur sinn vanagang og ég er búinn að setja fleiri myndir inn á facebook, bæði af London, Dublin og Köben og svo er New York líka á leiðinni. Ætla líka að setja video á netið á næstunni þar sem ég á slatta af þeim en hef aldrei fundið góða leið til að setja þau öll inn fyrr í gær. Svo kemur Sigrún núna um mánaðarmótin og ef allt gengur upp þá koma mamma og pabbi um miðbik næsta mánaðar.
Annars var ég að fatta hvað ég er búinn að ferðast svakalega mikið í ár og bara almennt hvað ég hef ferðast mikið
Á þessu ári hef ég farið til
USA
Englands
Írlands
Danmerkur
Ég hef komið til
Danmerkur - 4 sinnum minnir mig
Englands - 5 sinnum minnir mig
Svíþjóðar - 1. sinni
Noregs - 1. sinni
Þýskalands - 1. sinni
Ítalíu - 2. sinnum
Slóveníu - 1. sinni
Króatíu - 1. sinni
Írlands - 1. Sinni
USA - 1. sinni
Stefnan er svo sett á:
Norður Írland - Vonandi í þessari ferð en Norður Írland er ekki hluti af Republic of Ireland þar sem ég er núna
Frakkland - Það er ódýrast fyrir mig að fljúga heim í gegnum Frakkland svo það er aldrei að vita nem að maður stigi aðeins út þar og hitti hann Tryggva þar.
B.t.w. Fleiri myndir frá ferðinni má sjá á facebookinu mínu ;)
Og munið að þrátt fyrir kreppuna þá getum við alveg verið hress og kát og fyrst og fremst verið Hemmi Gunn
Dublinkveðja, Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)