Smá updeit

Það er svooooooonnnnnnaaaaaa mikið að gera hjá mér. Ég ætlaði að líta um helgina til Belfast eða kannski eitthvað út á land í svona dagsferð en miðað við hvernig staðan er í dag þá held ég að það verði eitthvað lítið úr því. Ég á bara eina og hálfa viku eftir af fyrirlestrum þ.e. út þessa viku, svo kemur verkefnavika í næstu viku þar sem engir fyrirlestrar eru og svo fer ég í eina viku í fyrirlestra og eftir það er ég kominn í upplestrarfrí. Er þessa stundina að vinna kynningu í International Service Marketing og þótt minn partur sé bara úr 2-3 blaðsíðum þá er þetta eitt erfiðasta verkefni sem ég hef gert því þetta er samhengislaust og óskiljanlegt rugl og kennarinn skilur þetta ekki einu sinni og gat engu svarað þegar við töluðum við hana en það klárast á föstudaginn.

Ég er líka loksins byrjaður á verkefninu mínu í markaðsfræðirannsóknum og það er mjög viðamikið þar sem við þurfum að vera með viðtöl við 5-6 manneskjur og hvert þeirra á að vera svona 45-60mín og satt best að segja þá erum við komin allt of stutt en þá er bara að setja upp vinnuhanskana :)

Í næstu viku er svo verkefnavika þar sem vinnum bara í lokaverkefnunum okkar og þar eru 3 einstaklingsverkefni sem ég þarf að byrja á og klára en svo í vikunni þar á eftir þ.e. eftir 2 vikur á morgun þá koma mamma, pabbi og Magnús í heimsókn til mín frá fimmtudegi-sunnudags en þarna á föstudeginum byrja ég einmitt í upplestrarfríi svo ég hef vonandi tíma til að taka á móti þeim. Nú strax og þau fara þarf ég svo að hella mér í að klára tvö verkefni, öðru sem ég skila á þriðjudeginum eftir þau fara og hinu í lok vikunnar svo ég þarf í rauninni að vinna í þeim í verkefnavikunni líka. Nú eftir það kemur svo heil vika þar sem ég er bara að læra undir próf á fullu og svo á mánudeginum 8. Des hefst fyrsta prófið mitt sem er í Markaðsfræðirannsóknum, svo 9. des fer ég í próf í alþjóðlegri þjónustumarkaðssetningu og enda þetta svo með látum 11. desember þegar ég tek próf Reiknis- og bókhaldi. Ég lýk því á hádegi og á svo flug heim kl 6 um kvöldið líklegast.

Eins og sést er ég með gjörsamlega pakkaða dagskrá þangað til að ég fer heim enda eru þetta ekki nema 35 dagar. Það þarf ekki að spyrja að því að ég sit núna upp á bókasafni eins og öll kvöld upp á síðkastið. Ég ætla mér samt að taka einn laugardag í að skjótast eitthvað út á land og ég tek þá bara námsbækurnar með mér ef því er að skipta :)

En svo ég tali nú eitthvað annað en skóla þá kom Sigrún tilIMG_0166 mín síðustu helgi og við gistum á Ripley Court Hotel sem var alveg ágætt. Svoldið kalt um nóttina, koddarnir voru grín og sturtan fyrir dverga en að öðru leiti bara fínt. Gerðum nú mest lítið þannig sérð. Fórum aðeins í Trinity College, sýndi henni skólann minn og svo gengum við um Dublin. Svo verslaði hún einhvern slatta og guð minn góður hvað ég er ekki þessi manneskja sem nennir að versla með kvenmönnum. Ég var gjörsamlega kominn með upp í kok af verslunum í lok helgarinnar en ég keypti mér samt einn geggjaðann trefil sem sést á myndinni hérna til hliðar. Við skelltum okkur líka tvisvar í bíó, á Ghost Town sem var mjög góð og nýju James Bond sem mér fannst mjög leiðinleg en kannski hefði ég bara þurft að horfa á Casino Royal aftur áður en ég sá þessa.

Ég er þegar byrjaður að kaupa jólagjafir, er búinn að kaupa gjöf handa pabba og Friðfinni og ætla að kaupa svipaða gjöf handa Magnúsi. Þetta eru í rauninni allt eins gjafir en samt alls ekki þær sömu og það er ekki hægt að kaupa þær í búðum... og þær eiga allar akkurat við manneskjuna sem fær þær... en nú má ég ekki segja meira því þetta er algjört leyndó sko ;)

 

Jæja ég hef hreinlega ekki efni á því að hafa þetta lengra tímalega séð þar sem ég þarf að halda áfram með þessa óskiljanlegu kynningu. Vonandi halda allir að þetta hafi verið svo háfleyg kynning að hún hljóti að hafa verið þvílíkt góð þótt þau skilji ekki neitt ;)

 

Dublinkveðja, Kolbeinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrikalega var gott að lesa þessa bloggfærslu, ég sem hélt að það væri mikið að gera hjá mér.. :p

Ég þykist nú vit að þú rúllar þessu öllu upp, þú ert svo duglegur. Hlakka til að hitta þig og heyra ferðasögur þegar þú kemur til baka.

 Kveðja, Grétar.

Grétar (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:54

2 identicon

HAHAHAHA SJÁ STÆRÐARMUNIN Á YKKUR SIGRÚNU!

Mási Littli krúttason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:40

3 Smámynd: Bjarki Þór Guðmundsson

Já takk fyrir, það er naumast. Vona að þér gangi vel með allt þetta.

Það er líka nóg að gera hérna. Fer í próf næsta fimmtudag í Marketing. Fimmtudaginn þar á eftir fer ég í próf í Financial markets and institutions. Eftir það koma 3 vikur í pásu, en á þesum 3 vikum þarf ég að taka up prófið í Public law. Síðan fer ég í einn áfanga í lokinn, Business organization. Síðan á ég flug heim 22.des

Bjarki Þór Guðmundsson, 6.11.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband