Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Nætur...svefninn

Já í nótt var sko aldeilis annað upp á teningnum en nóttina áður. Í stað þess að vaka alla nóttina svaf ég alla nóttina og gott betur en það. Ég kom heim kl 6 og fór inn í herbergi. Var kominn upp í rúm 5 mín síðar og ætlaði að leggja mig í klukkutíma eða kannski einn og hálfan svo ég ákvað að vera ekkert að fara úr fötunum því þetta átti bara að vera smá lúr áður.... ég rankaði svo við mér kl 11 í morgun og var þá ennþá smá þreyttur en það þýðir að ég svaf í 16 tíma í nótt sem er tvöfallt það sem maður á að sofa í og alveg þrefalt það sem ég sef oft.

Á fyrramálið kemur Sigrún svo og 20. koma mamma pabbi og mási og við ætlum víst að leigja okkur íbúð svo ég er bara annaðhvort á hótelum eða leigðum íbúðum en ekki í ógeðslega herberginu mínu :)

Meira seinna og jafnvel myndir og eitthvað gotterý...


Næturvakan

Jæja klukkan er 04:37 og ég er enn vakandi sem er í rauninni nokkuð eðlilegt miðað ástandið síðustu daga því ég hef verið vakandi til 4-5 á nóttunni, horfandi á The Office og bara eitthvað að vafra en nú ganga þessar næturvökur ekki lengur svo ég hef ákveðið að vaka heila nótt og fara snemma að sofa á morgun. Við erum að tala um að ég vaknaði í dag kl 4 (Reyndar var frí í skólanum í dag því það er eitthvað Bank Holliday) en það gengur ekki að missa af öllum deginum og vaka á næturnar...
Jæja ákvað að skella inn færslu fyrst ég hef ekkert að gera næstu nokkra klukkutímana...

Skellti mér á sunnudaginn á leik kvennalandsliðs Íslands og Írlands í knattspyrnu sem var haldinn á velli hérna rétt hjá heimilinu mínu og ég get svo svarið að eftir leikinn fór ég til Íslendinganna sem voru að horfa á leikinn og spurðu bara hreint út hver vann eiginlega leikinn því ég hafði ekki hugmynd hvað staðan var en hún var semsagt 1-1.

Sigrún kemur á Fimmtudaginn og við ákváðum bara að panta okkur hótel, ég nenni hreinlega ekki að vera lengur í þessu rúmi sem er allt of stutt fyrir mig og það verður fínt að breyta aðeins til þótt það sé ekki nema í 3 nætur. Mamma, pabbi og Magnús koma svo 20. Nóvember í 3 nætur líka og þá ætlar Magnús að gista hjá mér á uppblásinni loftdýnu á milli rúmsins míns og skápsins míns og ég veit varla hvernig hún á að komast þar en jæja það hlýtur að reddast.

Ég er byrjaður að plana í huganum för mína um Írland. Var að spá í að fara til Belfast sem er á Norður Írlandi sem er ekki það sama og Írska Lýðveldið svo tæknilega séð tel ég það sem annað land.. Var líka að spá í að skella mér til Galway sem er borg akkurat á hinum endanum á Írlandi, ég er á austur hlutanum og hún er í vesturhlutanum og hún á víst að vera alveg frábær.
Svo sagði afi mér að suðurhlutinn á Írlandi væri eitthvað svakalega sniðugur og ef ég fer þangað þá hef ég farið bæði í austur (Dublin), norður (Belfast), suður (eitthvað) og vestur (Galway). Svo kemur nú inn í að ég fer aftur til íslands innan ekki svo margra daga hreinlega og mjög margt sem ég á eftir að gera svo maður þarf kannski eitthvað að forgangsraða þessu en ég verð samt eitthvað að fara út á land fyrst maður er nú kominn til Írlands.

Skemmtilegt að segja frá því að það eru 53 dagar (nánst upp á mínútu) frá því að ég fór frá Íslandi og ég hef barasta aldrei verið jafn lengi frá heimili mínu og svo sannarlega aldrei jafn lengi í útlöndum og það eru færra dagar í að ég komi heldur en síðan ég kom svo það má segja að það sé farið að síga á seinni hlutann hjá mér og ég á nánast engann pening eeeen þetta reddast allt, maður vrður bara að vera sparsamur og svo var samband íslenskra námsmanna erlendis að senda einhverjum ráðherrum bréf þar sem þeir voru hvattir til að vera nú góðir við okkur og breyta eitthvað þessum forsendum sem Lín er með fyrir útreikningum sínum eins og t.d. að ég fæ framfærsluna mína reiknaða miðað við gengið 1. júní 2008 en þá var gengið á evrunni 115 en núna er það 152 held ég.

Jæja þetta er nú frekar leiðinlegt blogg svo ég er að spá í að segja stopp hér enda er ég ansi þreyttur og svona eftir á að hyggja þá er þetta kannski ekki besti dagurinn til að vaka heila nótt þar sem ég þarf að gera shit loada af dóti núna á eftir og svo er ég líka að fara í áfanga sem ég svaf yfir mig í í síðustu viku og þarf því að hafa extra mikla einbeitingu í en ég held að hún sé farin fyrir bý í bili.

Á samt tvo orkudrykki inn í ísskáp svo þeir ættu að nægja mér eitthvað fram á daginn...

Kveðja, Kolbeinn


Allskonarblogg

Ætla nú ekki að hafa þetta of langt en ég fór á laugardaginn á Octoberfest sem er haldin hérna í Dublin eins og víðsvegar um heiminn og það var geðveikt gaman, fór með honum Sampson félagi mínum frá Hona Kong. Þetta var haldið á svona borðpalli sem var út á svona vatni og það var hleypt inn í hollum og röðin var mörg hundruð metrar og ég hef bara aldrei séð jafn langa röð á ævi minni en við náðum "óvart" að svindla okkur framarlega í röðina svo við komumst inn eftir nokkrar mínútur í stað þess að þurfa að bíða í nokkra klukkutíma. Fengum okkur þýskan mat og hoppuðum við frekar lélega þýska hljómsveit sem var samt fjörug svo það var bara skemmtilegt.

Á Sunnudaginn tók ég svo lest til Howth sem er svona eiginlega sjávarþorp en er samt hluti af Dublin þótt maður verði að taka lestarferð þangað nema hvað að ég skrapp þangað með honum Alex félaga mínum sem er frá Kína og kærustunni hans sem heitir Rose og er líka frá Kína. Fórum á eitthvað samgöngusafn með allskonar gömlum bílum rútum o.fl. sem var ágætt, gengum svo aðeins um bæinn og enduðum á því að fara út að borða á einhverjum kínverskum stað í miðbæ Dublin.

Var svo langt fram á nótt að klára fyrsta verkefni annarinnar sem var nú ekki nema 500 orð en þeir eru svo strangir á heimildaskráningu og öllu slíku og svo var þetta líka blaðagrein sem ég átti að skrifa svo ég vildi hafa þetta vel gert.

Fleira er nú ekki í fréttum í bili en ég ætlaði samt að spjalla eitthvað áfram þar sem ég er svo ánægður að vera búinn með þetta verkefni.

Nokkrir hlutir sem þú vissir kannski ekki um mig:

1. Ég elka Kapal, lærði hann bara fyrir nokkrum árum og hef síðan þá dýrkað hann. Ef mér leiðist þá er einfaldlega hægt að láta mig fá spil og ég get skemmt mér lengur en þig grunar við að leggja kapal.

2. Ég náði einu sinni að klára 3 kapla í röð. Ég átti ekki orð en öllum öðrum hefur virst nokkuð sama

3. Ég kann ekki að sjóða kartöflur né að elda neitt nema hafragraut.

4. Ég nota skó nr. 47

5. Ég er 192cm á hæð

6. Uppáhalds þættirnir mínir eru The Office og ég geri ekki upp á milli bandarísku og bresku því þeir eru bara algjörlega ólíkir þættir. Ég hef séð alla þættina en ég horfi samt alltaf á nokkra þætti á hverju kvöldi aftur í gegn þótt ég hafi séð þá nokkrum dögum áður. Það er eins og þeir hætti bara ekki að vera fyndnir.

7. Ég safnaði einu sinni Spice Girls myndum. Ég gef alltaf þá afsökun að þær hafi verið svo heitar og það getur vel verið að það sé ástæðan. Ég átti eiginhandaráritun frá Mel B en henni var stolið.
8. Ég slæ alltaf þumalfingrinum þrisvar í vaskinn þegar ég er búinn að þrífa mér um hendurnar. Ég get eiginlega ekki þvegið mér án þess að gera það þótt mér finnist það fáránlegt. Finnst ég vera að setja punktinn yfir iið á góðum handþvotti ;)

9. Ég á ljóð á mjólkurfernu og mér finnst það mjög neiðarlegt því það var sent inn í djóki eftir að Tryggvi félagi minn manaði mig eiginlega.

10. Ég reyki ekki og drekk ekki. Ég hef hreinlega ekki efni á því að skera niður í sætindum og skyndibita til að geta drukkið enda fáránlega margar kaloríur skilst mér.

11. Ég lít á mbl.is, visir.is, dv.is, eyjan.is á nokkurra mínútna fresti

12. Ég er háður Apple tölvunni minni og finnst allt frá Apple æði, ef þeir kæmu með straujárn frá Apple þá myndi mér finnast það kúl.

13. Mér finnst eiginlega allur matur góður og ég hef eiginlega enga skoðun á því hvað er keypt inn.

14. Mér finnst ógeðslega gaman að fara í bíó og fer helst allar helgar.

Jæja fleira var það ekki í bili...

Sigrún kemur á fimmtudaginn í næstu viku og svo koma mamma og pabbi vonandi fljótlega svo það er nóg að gera ;)


Kaupmannahafnarförin

Jæja þá hefur nú aldeilis eitthvað gerst hjá mér. Ég ákvað um daginn að skella mér til Kaupmannahafnar og hitta þar Mása, Hjalta og hann Heimi littla sem býr þar því hann var að byrja nám í einhverju construction management dóti eða eitthvað svoleiðis. Ég keypti mér miða og tveim vikum síðar var komið að förinni. Þetta var eiginlega svona útlandaferð innan útlandaferðar þar sem ég er auðvitað í Dublin núna. 

 

Föstudagur 10.10.08: Vaknaði eldsnemma til að taka einhverja rútu upp á flugvöll en flugið mitt fór kl 06:40 og ég var mættur niður í miðbæ kl 03:30 og þar var fullt af fólki og meðal annars einn frakki sem var eitthvað voðalega utan við sig og var í sífellu að reyna að tala við mig og að segja að við ættum bara að taka 

IMG_0108

einn stóran taxa eða ég held að það hafi verið það sem hann var að segja því ég skildi eiginlega ekki orð svo ég bara jánkaði til hans, brosti og sagði yes yes yes yes og eftir miklar umræður að hans hálfu og mikið jánki af minni hálfu við einhverju sem ég skildi ekki þá kom rútan ekkert á þeim tíma sem hún átti að koma og eftir að henni hafði seinkað um einhverjar 20mín kom taxidriver og bauðst til að taka mig og tvo aðra á sama verði og rútuna upp á flugvöll sem við þáðum og þar á meðal var frakkinn með í för. Á leiðinni ræddum við aðalega um ísland og hvað þetta væri allt í rugli hjá okkur en þetta var akkurat þegar allt var í blossa út af þessu icesave máli og þegar við komum á flugvöllinn sagði frakkinn eitthvað óskiljanlegt við og ég sagði bara yes yes og stuttu síðar skildu leiðir. Ég ákvað að nota bara kiosk vélina til að innrita mig svo ég þyrfti ekki bíða í röð og það tók bara eina mínútu nema hvað að ég áttaði mig auðvitað ekki á því að ég hafði í rauninni ekkert að gera í flughöfninni svo ég náði að innrita mig, fara í gegnum ftirlitið og komast að hliðina rúmlega tveimur tímum fyrir flug og þetta var auðvitað um miðja nótt svo búðirnar voru ekkert opnar svo ég bara sat og horfði út í loftið.

Ég ætlaði að hitta Mása og strákana á Nörreport Metro stöðinni og þegar ég kom á flugvöllinn sá ég einhverja miðasölu og spurði hvort þeir seldu miða í metro og gaurinn jánkaði, seldi mér einhvern miða og benti hvar ég ætti að fara og hálftíma síðar var ég kominn á Norreport... 10 mín síðar fer ég á netið með 3g lyklinum mínum og sendi mása sms... 20 mín líða og ég sé engann... 20 mín líða og ég sé engann... eftir klukkutíma sé ég mása og strákana loksins en þá var ég ekkert á Metro stöðinni heldur venjulegu lestarstöðinni en strákarnir höfðu samt verið allt of seinir en jæja við fundum þó hvora aðra á endanum. Gengum frá stöðinni í skólann hans Heimis og fengum okkur McDonalds. Heimir þurfti að fara á einhvern fund og á meðan gengum við Mási og Hjalti um einhvern

IMG_0116kirkjugarð og leituðum að leiði H.C. Andersen sem ætlaði að reynast ómögulegt en á endanum fundum við það þó.

Við skoðum okkur svo aðeins um í borginni, fórum út að borða og litum svo aðeins upp í íbúð hans Heimis sem er lengst lengst frá miðbænum nema hvað að við áttuðum okkur á því að það væri menningarnótt og eftir að hafa farið aðeins yfir dagskrána og hvað væri eftir sáum við að dýragarðurinn var með næturopnun og við ákváðum bara að skella okkur nema hvað að þegar við loksins fundum dýragarðinn og höfðum borgað okkur dýrum dómum inn þá voru öll dýrin sofandi einhverstaðar þar sem maður gat ekki séð þau svo þetta var eins og að líta í tóm búr og til að bæta gráu ofan á svart þá ákváðu þeir sem stóðu fyrir þessu að leggja ekkert of mikið í lýsingu sem þýddi einfaldlega að maður sá ekkert í myrkrinu og þetta var bókstaflega eins og að ganga í tómum dýragarði með ljósin slökkt.

Eftir dýragarðinn skruppum við svo aðeins niður í bæ, fórum ótrúlegt en satt á einhverja landbúnaðarsýningu sem var niðri í bæ og skoðuðum okkur svo aðeins um áður en að við héldum aftur upp í íbúð til Heimis sem var þar steinsofandi því hann nennti ekki með okkur út.

 

Laugardagur

Á laugardeginum vöknuðum við og Heimir ætlaði að fara með okkur eitthvað sem við vissum ekki alveg hvað var. Hann var eitthvað voðalega dularfullur en hann sagði að þetta væri staður sem hann hefði farið einu sinni á til að kaupa ákveðna hluti og þarna væri búð sem seldi þessa ákveðnu hluti og þetta hljómaði voða gruggugt nema hvað að við tókum lest út úr Kaupmannahöfn og alveg að krónuborg sem er einhver svakalegur kastali í einhverjum bæ og við vorum svo nálægt Svíþjóð að við gátum horft yfir og meira að segja séð öll húsin og jafnvel gluggana í húsunum svo það hefði ekki tekið nema smá stund að taka ferjuna yfir en strákarnir nenntu því ekki svo við skoðuðum okkur bara aðeins um og fórum svo aftur til Köben.

Þegar til Köben var komið ákváðum við að við gætum nú ekki sleppt því að fara í Tívolíið svo við keyptum okkur dagspassa sem var rándýr út af genginu en við gerðum nú ekki veður út af því 

IMG_0117

heldur ákváðum að fá okkur eitthvað í magann áður en herlegheitin myndu byrja enda voru menn orðnir svangir eftir gönguna um krónuborg. Fundum einhvern stað sem var með hlaðborði og það leist okkur nú aldeilis vel á. Við töluðum ensku við þjóninn en þegar hann vissi að við vorum íslendingar virtist það ekki skipta neinu máli að við tjáðum okkur á ensku því hann ætlaði sko að tala dönsku svo við reyndum okkur besta til að svara honum á dönsku... eins og maður eigi bara átomatískt að tala reiðbrennandi dönsku því maður er frá Íslandi. Þeim fannst reyndar mjög fyndið að við værum frá Íslandi og sögðu að það kæmi ekki til greina að við myndum borga í íslenskum krónum.

Jæja svo var komið að því að fara í tækin og við byrjuðum á því að 

skella okkur í einn rússíbana sem var geggjaður og maður missti aðeins kúlið þegar maður sá myndina sem tekin hafði verið af manni á meðan á ferðinni stóð. Eftir það fórum við svo í eitthvað rosalegasta tæki sem ég hef á ævi minni komið í sem leit út fyrir að vera mjög rólegt tæki við fyrstu sýn en annað kom svo sannarlega á daginn. Það var tæki sem heitir eitthvað Himmelskibet, mynd hér http://lh4.ggpht.com/_-jh_0RQdMak/SIYlL6929zI/AAAAAAAACBY/iburZ6CJrj8/DSCF1873.jpg nema hvað að það leit út fyrir að vera svona útsýnistæki sem væri gaman að fara í bara svona til að taka því rólega áður en maður færi í ógeðslegu tækin en ég skal segja ykkur það að ég hef sjaldan verið jafn hræddur á ævi minni og ég hélt að Magnús ætlaði nú bara að fá hjartaáfall enda var hann hræddastur allra. Tækið er semsagt svona stór turn sem er 80 metra hár með rólum í og þær eru festar með svona keðjum sem ég hélt að væri svona masívar keðjur og að sætin væru svona massív en nei nei keðjurnar voru svo litlar að ég fékk bara sjokk, þetta voru svona keðjur sem maður myndi halda að héldu kannski ketti og til að bæta gráu ofan á svart þá voru sætin fáránleg, í stað þess að hafa einhver massíf sæti þá var þetta bara lítil sessa og það eina sem hélt manni frá því að detta úr var smá stöng sem var 

IMG_0119

fest niður með bandi og bandið var fest niður með einhverju segli en jæja ég hélt samt alveg ró minni þangað til að við byrjuðum að færast upp og ég áttaði mig á því að þetta var ógeeðslega hátt uppi og manni leið eins og maður gæti alveg eins dottið af sessu hvenær sem er en.... en sem betur fer komumst við lifandi út og þetta var alveg rosalegt svona útsýnislega séð þegar maður hafði aðeins vanist þessu.

Eftir það fórum við svo í nokkra rosalega rússíbana sem voru klikkaðir og kolkrabban klassíska sem var eiginlega bara gerður til þess að láta mann æla og undir lokin var ég bara búinn að fá nóg. Fórum líka í einn rússíbana sem fór ekki eina ferð, ekki tvær, ekki þrjár heldur fjórar ferðir í gegn sem var eiginlega fáránlegt.

Þegar við vorum búnir í tækjunum fengum við okkur svo ís, fórum aðeins í einhverja leiki sem þeir eru með þarna og Magnús fékk sér sykurhúðað eppli eins og ein mjög undarleg mynd sýnir af honum hér til hliðar.

Eftir tívolíið var komin einhver þreyta í mannskapinn svo við ákváðum að taka því rólega út kvöldið og skelltum okkur upp í íbúð og héngum þar þangað til að við sofnuðum.

 

 

Sunnudagur

Magnús og Hjalti ætluðu heim á Sunnudeginum svo við höfðum ekkert rosalega mikinn tíma og eftir smá vangaveltur ákváðum við að fara í bíó og sjá þarna Burn after Reading sem var alveg geggjuð og alveg ótrúlega súr mynd. Eftir bíóið hófst svo leit okkar að veitingastað sem við fundum loksins nema hvað að þjónustan var ömurleg og eftir að hafa staðið í 10 mínútur án þess að á okkur væri yrt nema bara að við gætum 

IMG_0160

beðið eftir því að einhver barnavagn væri farinn til að geta byrjað að borða því þjónustukonan vildi endilega að við sætum við eitthvað borð sem var blokkað af með einhverjum barnavagni og hann var ekkert á leiðinni burt á næstunni svo við bara létum okkur hverfa og fundum flottan kínverskan veitingastað hliðin á og þar var maturinn æðislegur þótt við þyrftum kannski að borga örlítið meira fyrir.

Eftir matinn hófst leit mín að millistykki til að ég gæti hlaðið tölvuna mína og flakkarann og allt það dót og ég fann loksins hótel sem vildi selja mér slíkt og þeir ætluðu að rukka mig 4.000 íslenskar krónur fyrir það en ég náði að prútta það niður í 2.000kr sem mér fannst þó mjög hátt en það var allt lokað svo ég borgaði. Fórum svo upp í íbúð og Magnús og Hjalti tóku sig saman fyrir brottför og héldu með lestinni niður á flugvöll og skelltu sér aftur til Íslands. Á meðan tókum við Heimir því rólega upp í íbúð og ég kláraði að færa Friends og eitthvað fleira yfir á tölvuna mína frá Heimi.

 

Mánudagur

Ég vaknaði eldsnemma og Heimir skrifaði nákvæmlega upp hvaða lestar ég ætti að taka til að komast upp á völl þar sem ég var eins og 5 ára krakki þegar hann reyndi að útskýra þetta fyrir mér. Mér fannst þetta allt voðalega flókið eitthvað en ég komst samt á endanum á völlinn, kvaddi svo köben og hélt upp í vél til Dublin. Þegar til Dublin var komið tók ég svo strætó sem fór beint heim til mín og hálftíma síðar skokkaði ég út í skóla til að ná síðasta tíma dagsins.

 

Og þetta var nú Köbenförin mín svona nokkurnveginn.

 

Fleira í fréttum

Það er ekki mikið annað að frétta nema hvað að skólinn gengur sinn vanagang og ég er búinn að setja fleiri myndir inn á facebook, bæði af London, Dublin og Köben og svo er New York líka á leiðinni. Ætla líka að setja video á netið á næstunni þar sem ég á slatta af þeim en hef aldrei fundið góða leið til að setja þau öll inn fyrr í gær. Svo kemur Sigrún núna um mánaðarmótin og ef allt gengur upp þá koma mamma og pabbi um miðbik næsta mánaðar.

 

Annars var ég að fatta hvað ég er búinn að ferðast svakalega mikið í ár og bara almennt hvað ég hef ferðast mikið

 

Á þessu ári hef ég farið til

USA

Englands

Írlands

Danmerkur

 

Ég hef komið til

Danmerkur - 4 sinnum minnir mig

Englands - 5 sinnum minnir mig

Svíþjóðar - 1. sinni

Noregs - 1. sinni

Þýskalands - 1. sinni

Ítalíu          - 2. sinnum

Slóveníu     - 1. sinni

Króatíu       - 1. sinni

Írlands        - 1. Sinni

USA             - 1. sinni

 

 

Stefnan er svo sett á:

Norður Írland - Vonandi í þessari ferð en Norður Írland er ekki hluti af Republic of Ireland þar sem ég er núna

Frakkland - Það er ódýrast fyrir mig að fljúga heim í gegnum Frakkland svo það er aldrei að vita nem að maður stigi aðeins út þar og hitti hann Tryggva þar.

 

B.t.w. Fleiri myndir frá ferðinni má sjá á facebookinu mínu ;)

 

Og munið að þrátt fyrir kreppuna þá getum við alveg verið hress og kát og fyrst og fremst verið Hemmi Gunn  

 

Dublinkveðja, Kolbeinn 


Kreppublogg og mánaðarafmæli

Jæja þá er liðinn einn mánuður frá því að ég kom til Dublin. Ég lagði af stað frá Íslandi 5. September og kom svo til Dublin seint að kvöldi 8. september. Ef við gerum upp þennan mánuð þá er ekki hægt að segja annað en að hann hafi verið afskaplega skemmtilegur. Ég er búinn að skoða alla Dublin eins og ferðamaður, næstum því rændur, hitt frægt fólk, byrjað í skólanum, komið mér fyrir sem íbúi í Dublin, lært á þvottavél og ég veit ekki hvað og hvað.

Ég ætla nú ekki að gera neitt sérstakt til að fagna þessum mikla áfanga nema kannski að fá mér Frappuccino en ég sé samt til þar sem ég er að reyna að stöðva alla eyðslu þessa dagana enda kemur kreppan ekki síður í bakið á mér eins og öðrum og evran hoppar þessa dagana frá 131kr og upp í 172 en það er að vissu leiti mjög jákvætt þar sem ég eyði þá mjög litlu á meðan :)

Þrátt fyrir kreppuna ætla ég að skreppa til Köben eldsnemma á föstudagsmorgun og hitta þar Magnús, Heimi og Hjalta og ég bara vona að danska krónan haldist jafn lág og hún er akkurat núna en maður veit aldrei hvað gerist á morgun og á föstudag en það verður bara spennandi að sjá. Hvað sem gerist þá kem ég heim um jólin sæll og glaður og ég mun spjara mig, þetta ástand þýðir bara að maður þarf haga seglum eftir vindi og þótt vindurinn breytist ótt og títt þá reddast þetta allt saman. 

Hér er svo mynd af mér á O'Connel Street í Dublin til sönnunar að ég sé enn við góða heilsu þrátt fyrir kreppuna :)

IMG_0160

Nú þegar kreppan þrengir að hjá mörgum þá er nú gott að kunna góð sparnaðarráð og hér eru nokkur:

 1. Þriggja laga klósettpappír er einhvern síðari tíma lúxus skapaður af græðgismönnum á þennslutímum sem töldu rassa sína svo viðkvæma að um þá þyrfti að fara mjúkum höndum en á tímum sem þessum þegar kreppan herðir að er alveg nauðsynlegt að fólk venji sig við harðneskjuna og þar eru klósettpappírsmál ekki undanskilin. Þegar í harðbakka slær þá þýða engin vetlingahandtök.

2. Eldhúsrúlla er líka einhver sá mesti óþarfi sem þjóðfélagið hefur fundið upp á í síðari tíð og ekki aðeins eru þær dýrar og óþarfi heldur eyða þær líka skóginum og það er aldrei gott. Á mínu heimili er þetta einfalt, til að þurka af höfum við hlut sem heitir tuska fyrir þá sem eru hættir að kannast við slíkt. Nú þegar fólk þarf að þurka sér um hendurnar þá er einfaldlega tekið eitt stykki viskustykki sem látið er hanga á ísskápshurðarhúninum og er það sérstaklega til að þurka sér í. Málið er dautt og fólk hefur sparað sér óheyrilega peninga.

 3. Matarmál. Það er algjör misskilningur að það þurfi að vera dýrt að lifa í kreppu þó síður væri en málið er einfaldlega að breyta neysluvenjum sínum. Svarið liggur í einu orði: morgunmatur! Morgunmatur er nefnilega eitthvað sem maður fær aldrei nóg af eins og t.d. kornflakes og svo er það fáránlega einfalt að búa til, maður skellir nokkrum flögum í skál, skvettir smá mjólk á þetta og málið er dautt. Svo er líka hægt að fá morgunkorn í mjög stórum kössum sem sparar manni heilan helling. Önnur gerð af morgunmat er svo hinn klassíski hafragrautur. Það kostar nánast ekki neitt að kaupa haframjöl og eldunarfattlaður maður eins og ég getur eldað hafragraut og svo er hann alveg ótrúlega saðsamur og hollur í alla staði. Það er meira að segja hægt að gera hann á mismunandi vegu eftir því hversu hátíðlegt tilefnið er, hægt er að sjóða hann upp úr mjólk í staðinn fyrir vatni, hægt er að setja eina teskeið af smjöri út í hann til að fá hann mjúkan og góðan og síðast en ekki síst er hægt að sikra hann en það tekur auðvitað alla hollustu úr honum.

4. Tómstundir. Það vita auðvitað allir að bíóhúsin hafa á síðustu árum hækkað sín verð talsvert og það er ekki lengur fólki bjóðandi að kaupa þar nammi, popp eða kók. Lausnin er auðvitað að poppa einfaldlega heima og mæta með á pleisið, draga svo fram gamla Soda Stream tækið og búa sér til gos. Einnig vita auðvitað allir að bíómiði í dag er fáránlega dýr svo það er auðvitað lang sniðugast að halda eigin bíósýningar heima og bjóða vinunum yfir enda eiga flestir einhverjar dvd myndir sem hægt er að smella í spilarann að kostnaðarlausu.

 

Fleira var það ekki að sinni en eins og ég segi þá kem ég með blogg eftir helgi um ævintýri mín í Kaupmannahöfn.

 

Fannst þetta atriði frá fóstbræðrum passa svo akkurat við tíðarandann þessa stundina að ég ákvað að skella því hér inn

 


Blogg um ekki neitt til að halda mér vakandi

Sit á bókasafninu upp í skóla og horfi út í loftið því það vildi svo óheppilega til að ég náði að læsa mig úti þegar ég fór í ræktina áðan og ég næ ekki í annan meðleigjandann minn og hinn kemur ekki heim fyrr en á morgun og sá sem ég næ ekki í kemur mjög sjaldan heim og ég sá hann t.d. bara í fyrsta skipti í dag í nokkra daga svo ég veit barasta ekki hvernig ég ætla að komast inn. Húsráðandinn býr einhverstaðar lengst í burtu og ég ætla nú ekki að ræsa hana út. Náði að komast inn í stigaganginn áðan en fann út að allir gluggar á íbúðinni eru læstir í fyrsta skipti síðan ég flutti inn :)
Þetta væri svosem ekkert mál venjulega enda get ég alveg lært hérna inn á bókasafni nema fyrir þær sakir að ég svaf í einn klukkutíma í nótt í einhverju þrjóskukasti við að breyta dvd spilaranum á tölvunni minni sem tókst ekki fyrr en hálf sjö í nótt og svo vaknaði ég klukkan hálf átta og ég er gjörsamlega að leeeka niður.

Jæja fyrst ég er byrjaður get ég alveg eins bablað eitthvað til að halda mér vakandi þótt það hafi nú kannski ekki mikið gerst síðustu daga.

Ég fór á þetta ball í gærkvöldi og mætti þar í kringum eitt leitið þar sem ég var búinn að lofa félaga mínum að mæta og viti menn þegar ég loksins mætti þá var hann nýfarinn því hann var með einhverja magakveisu en ég ætlaði nú bara að gera gott úr þessu og njóta ballsins en komst fljótt að því að það er fátt leiðinlegra en að mæta einn á ball, þekkja ekki neinn og ætla að hoppa við einhverja electro tónlist þótt það geti verið mjög gaman við réttar aðstæður eins og á Bifróvisjón, árshátíð Bifrastar þar sem ég fór hamförum, en allavegana þá ákvað ég eftir nokkrar heiðarlegar tilraunir til að hoppa eitthvað að þetta væri bara of sorglegt og fór þess í stað að ganga um staðinn og skoða mig umm og komst að því að klósettið þarna var eitt það ógeðslegasta sem ég hef séð og algjört svona dump en samt sem áður var einhver gaur með rakspíra og pappír fyrir mann til að þurka sér. Nú svo áttaði ég mig á því að ég hafði ekki borgað mig inn, og komist framhjá röðinni til að skoða mig um á staðnum svo ég ákvað að kaupa mér subway og fara heim og horfa á Extras. Ég held að ég sé yfirleitt meira þessi bíótýpa þótt ég hafi oft skemmt mér vel á böllum.

Annars er nú helst það að frétta að ég er kominn í sparnaðarátak vegna þeirra fáránlegu gengisbreytinga sem átt hafa sér stað síðustu daga svo það má segja að það sé mjög jákvætt að evran verði dýrari með hverjum deginum því við hverja hækkun held ég fastar í budduna og svo eru það núðlur og kornflakes í sem flest mál.

Ég talaði við einhvern kennara í dag varðandi prófin mín og samkvæmt henni þá hætti ég í fyrirlestrum í byrjum desember sérstaklega til að geta fengið upplestrarfrí fyrir prófin sem ég mun svo taka ekki seinna en 19. des sagði hún sem er gott enda verður gott að komast í jólafrí með tilheyrandi jólamat, konfekti og sukki og miðað við síðustu mælingu þá lítur allt út fyrir að ég hafi alveg inni samvisku í sukk um jólin, maður missir nefnilega líka nokkur kíló á því að vera í sparnaðarátaki þar sem maður fær sér bara einu sinni á diskinn o.s.fv,

Annars var ég að spá í að líta við tækifær til Belfast sem er á Norður-Íralandi sem eins og margir vita tilheyrir enn Bretlandi svo það má segja að ég bæti hugsanlega 5. ríkinu við mig í ár en ég sé samt til með það, getur líka verið að ég skreppi bara í einhvern dagstúr um Írland en ég verð að spá í það seinna enda held ég fast í budduna þessa dagana :)

hmm vá hvað þetta blogg er ekki um neitt en jæja ég bara hreinlega get ekki hugsað um eitt einasta atriði sem ég gæti bloggað um í bili þar sem það eina sem kemst fyrir í hausnum á mér núna er að fara að sofa.. GEISP

Jæja ég ætla ekki að blogga aftur fyrr en ég hef frá einhverju að segja en endilega kvittið fyrir þegar þið lesið bloggið, gaman að sjá hvort einhverjir séu að lesa þetta eða hvort ég er bara að blaðra við sjálfan mig :D

Góða nótt, Kolbeinn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband