Síðasta vikan gengin í garð

Þá er síðasta vikan gengin í garð og eftir nákvæmlega viku verð ég heima eða hugsanlega í bíó á Íslandi. Þetta er síðasti laugardagurinn minn og síðasta helgin mín sem er að ganga í garð. Lærdómurinn gengur ágætlega en mætti þó ganga betur. Tölvan vill stundum taka frá manni einbeitinguna enda er endalaust hægt að finna sér hitt og þetta til að skoða á netinu eða þætti til að horfa á en fyrsta prófið er á mánudaginn svo það þýðir ekkert annað en að taka þetta með festu héðan í frá. Ég held áfram að mæta á kaffihúsið góða og ég verð bara að segja að þetta er hið fullkomna kaffihús og hinn fullkomni staður til að læra á og bara til að vera á almennt yfir daginn. Í fyrradag vaknaði ég eldsnemma til að fara í tveggja tíma augnskoðun til hennar Jennyar sem býr með mér en hún er að læra að verða sjóntækjafræðingur held ég og það kom í ljós að ég er hvorki meira né minna en með betri sjón en 20/20, þriðja neðsta línan er víst 20/20 en ég sá betur en það og er því víst með betri sjón en 20/20. Beyond perfect eins og ég vil túlka það. Er reyndar hugsanlega með örlitla litaskekkju sem nær ekki svo langt að vera litblinda heldur bara hugsanlega smá litaskekkja á rauðu og grænu en það var varla mælanlegt svo hún var ekki alveg viss. Ég bæti upp fyrir það með ofursjóninni minni.

Ég svaf svo lítið um nóttina, þar sem ég þurfti að vakna eldsnemma og var eitthvað að vafra fram á nótt, að ég var hreinlega dauðþreyttur eftir skoðunina en fór nú samt upp á kaffihús að lesa sem endaði ekki betur en svo að ég steinsofnaði í einum sófanum á kaffihúsinu :) Starfsfólkið kippti sér nú ekkert upp við það enda er það byrjað að þekkja mig, heilsar mér með hæ og bæ og áðan fékk ég meira að segja sjáumst á morgun frá einni stelpunni. Ég held að þetta kaffihús sé eitt af því sem ég á eftir að sakna hvað mest við Dublin enda dýrka ég drykkina þeirra, matinn þeirra, rólegu jazzjólatónlistina þeirra, þægilegu sófana þeirra, yndislegu stólana og staðreyndina að það koma ekkert mjög margir þarna svo það er alltaf frekar rólegt.

Hér er mynd af mér á kaffihúsinu mínu

IMG_0169

 

 

 

 

Hér er svo mynd af meðleigjendunum mínum, Jenny og Connor

IMG_0163

 

 

 

 

 

Hér er svo mynd maður sem ég sá vera að að mála eins og ekkert væri eðlilegra og mennirnir fyrir neðan voru svona misjafnlega duglegir að halda stiganum fannst mér. Ég varð nú bara lofthræddur að horfa á hann mála.

IMG_0158

 

 

 

 

 

 

Hér er svo mynd af mömmu, pabba og mása þegar þau komu til mín en ég held nú að pabbi hafi tekið flestar myndir í ferðinni því þetta var nánast eina myndin sem ég á af þeim. Verð að tala við gamla og fá hann til að setja þær á facebookið sitt. 

IMG_0151

 

 

 

 

 

 

Að lokum er kallinn svo mættur í augnskoðunina hjá Jennyu og viti menn, ég er með

IMG_0157

 

 

 

 

 

Ég er nú þegar byrjaður að pakka saman og flest er nú hreinelga bara komið ofan í tösku nema hvað að ég komst að því að það er ekki séns að taskan verði undir leyfilegri þyngd svo ég gæti þurft að skilja eitthvað eftir, ég var samt að spá í að klæða mig bara í 5-6 boli, far í víða peysu þar yfir, fara í allar nærbuxurnar mínar og alla sokkana og fylla alla vasa af allskonar dóti til að koma töskunni minni í leyfilega þyngd enda er flugið bara klukkutími til Dublin og ég get farið úr öllu aftur áður en ég fer í íslandsflugið því þar má ég hafa töskuna þyngri, fer kannski bara úr öllu á klósettinu í flugvélinni eða eitthvað. Ég flýg nefnilega með Ryanair og mér skilst að þeir séu ekkert að leyfa manni að fara yfir leyfilega vigt og maður borgar blóðuga peninga fyrir hvert aukakíló. Ég mæti bara tímalega upp á flugvöll og klæði mig í eins mikið og ég get. Ég neita að borga enda er ég búinn að taka af mér 10kg síðan ég var hvað þyngstur og ég skil ekki afhverju ég mætti fara með þau kíló en ekki 5 aukakíló af farangri :)

Jæja það er best að halda áfram að læra enda próf ekki morgun heldur hinn í markaðsfræðirannsóknum og ýmislegt sem ég þarf að gera fyrir brottför :)

 

Kveðja að sinni, Kolbeinn 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, ég verða að fara á þetta kaffihús mar!

Mási mási más (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 02:40

2 Smámynd: Kolbeinn Karl Kristinsson

Þetta er hið fullkomna kaffihús. Er inn á því akkurat núna og meira að segja starfsfólkið er æðislegt. Fékk mér Latte áðan og einhverja bestu Muffins sem ég hef á ævi minni komist yfir enda sagði konan sem afgreiddi mig að þetta væri eiginlega besta valið sem ég gæti gert því hún væri geggjuð... og sjit hvað hún var tryllt.

Svo er lýsinging hérna svona róandi og tónlistin svona jözzuð jólatónlist og það er eins og hér gangi lífið hægar fyrir sig, fólk sé ekki jafn stressað og fólk hafi í raun lægri blóþrýsting en restin af heiminum :)

Kolbeinn Karl Kristinsson, 6.12.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband