Kaffisötur og hægindastólar síðustu dagana...

Jæja þá styttist aldeilis í heimför. Í dag er þriðjudagur og ég fer heim á fimmtudaginn í næstu viku. Lífið er í frekar föstum skorðum þessa dagana enda prófaupplestur en ég hef samt breytt minni daglegu rútínu talsvert þar sem ég fann á laugardagsmorgun kaffihús í hverfinu Rangelah í Dublin þegar ég var að þvælast þar eftir aukatímann minn í reiknishaldi og ég hef bara ekki fundið æðislegri stað. Það er á tveimur hæðum og á efri hæðinni eru bara hægindastólar og sófar og rólegheita tónlist og ég er búinn að ganga yfir í hverfið og inn í kaffihúsið á hverjum degi síðan þá, það er staðsett á svona rólegum umferðargatnamótum og hér koma frekar fáir svo ég læri bara allan daginn, drekka heitt kaffi og horfi þess á milli á mannlífið út um gluggann. Þetta gæti vart verið fullkomnara svo ég ætla bara að koma hér u.þ.b. alla daga þangað til að ég fer enda eru aðstæður til lærdóms frekar lélegar í skólanum sjálfum, bæði er erfitt að fá pláss í lesbásunum, ekkert loft þar inni og mikið af fólki sem skapar mikinn klið en hér eru mest megnis bara bókaormar sem koma til að lesa í friði og nokkrir snjallir námsmenn eins og ég sem sameina lærdóm, gott kaffi og þægilega hægindastóla.

Annars er það að frétta að mamma, mási og pabb komu þarsíðustu helgi og við gistum á einhverju svakaflottu hóteli, mamma verslaði einhverjar gjafir þrátt fyrir blússandi hátt gengi og svo gerðum við allskonar túristahluti, litum í Trinity College og bókasafnið þar, litum í skólann minn og íbúðina mína og fórum líka í túr um Dublin sem var bæði á landi og vatni því þeir notuðu einhvern gamlan stríðsbíl sem getur bæði siglt og keyrt og þrátt fyrir að það hafi nú verið fleiri krakkar en fullorðnir í þessu þá var þetta hin besta skemmtun þrátt fyrir að pabba hafi orðið gjörsamlega skítkallt því bíllinn var opinn að ofan og pabbi var ekki með húfu, ekki með hanska og bara í fína frakkanum sínum, ég giskaði á að slagorðið hans pabba væri, be cool or die trying en hann vildi nú ekk meina það en fór beinustu leið og keypti sér húfu og fékk sé sjóðandi heitt kaffi eftir ferðina.

Annars er erfitt að halda einbeitingu í náminu þegar það er farið að styttast svona mikið í heimkomu og verð ég að viðurkenna að mér er farið að hlakka mjög mikið til að kissa gömlu ísafold aftur en jafnframt hugsar maður hvort maður muni nú ekki sakna Dublinar þegar maður heldur heim á leið, hér hef ég jú verið í nokkra mánuði og er farinn að venjast lífinu, búinn að kynnast fullt af krökkum og meðleigjendur mínir eru mínir bestu vinir og vilja þau alls ekki missa mig svo það er gott að vita til þess að hugsa að manni verður allavegana saknað þegar maður fer. Ég veit allavegana að ég á eftir að sakna þessa góða kaffihúss sem ég er á en allir hlutir verða einhverntíman að enda og ég held að ég verði bara ágætlega sáttur þegar ég flyt aftur upp á Bifröst, í nýju íbúðina mína sem heitir Skógarsel 10 :) Hljómar betur en það er í raun og veru en þetta er gámur líkt og síðast og ég mun áfram búa með honum Þorsteini mínum og þá verður nú heldur betur samstaða um rólegheit par excelance :=)

Jæja það er best að maður haldi áfram að læra svo maður nái nú þessum blessuðu prófum :)

Ást ást, Kolbeinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að þér líður vel, hlakka til að sjá þig eftir nokkra daga og gangi þér í vel í prófunum.

kveðja,

Sigrún Lína (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:07

2 identicon

Gott að vita að þú sért búinn að finna almennilegan stað til að læra á og ekki skemmir að þessi staður selji kaffi

Bíð spenntur eftir að hitta þig og ég er sannfærður um að við verðum ýkt duglegir í ræktinni á næstu önn

Gangi þér vel í prófunum... kveðja Grétar

Grétar (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Bjarki Þór Guðmundsson

Gangi þér vel með lærdóminn, verður gaman að sjá þig um jólin.

Kveðja frá Torino, Bjarki

Bjarki Þór Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 17:38

4 identicon

Fokk Grétar, við verðum svoleiðis að fara í ræktina að það er ekki fyndið sko og í sund og ég veit ekki hvað og hvað sko. söss hvað ég er ekki búinn að vera nógu duglegur...

Kolbeinn (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:51

5 identicon

Það er greinilega mikið búið að ganga á. Gangi þér vel í prófunum. Hlakka til að fá þig heim um jólin. Pabbi.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:33

6 identicon

Já ég heillaðist alveg af Dublin, væri alveg til í að fara þangað í nám. Mjög krúttleg og þægileg borg.

Mási mási más (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 02:39

7 identicon

Hæ. Msn virkar ekki þessa dagana hjá mér en ef þú vilt heimsækja mig á heimleiðinni og til dæmis drekka kaffi á café de flore eða fara upp í eifellturninn (sem ég hef aldrei gert)geturðu sent mér meil á tou1@hi.is eða hringt í mig í síma 0033625279453 (0625279453 eftir að þú ert kominn til Frakklands). Ef ekki þá gott gengi og sjáumst um jólin

Tryggvi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:06

8 identicon

Heyrðu flugið í gegnum frakkland hækkaði allt í einu talsvert svo ég neyddist til að fara í gegnum bretland og með iceland express meira að segja. Sé þig um jólin en París er samt á listanum mínum yfir næstu áfangastaði svo við sjáumst vonandi þar eftir áramót, fingers crossed

Ást ást, Kolbeinn

Kolbeinn (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband