Jólin koma...
9.11.2008 | 21:42
Hér er allt að færast í jólabúninginn. Niðri á O'Connol Street (aðalgatan) er búið að setja upp fullt af skreytingum og meðal annars risastórt jólatré sem er búið til úr stórum kúlum og það breytir um lit. Fór áðan á ekki bara einn heldur 2 bari niður í bæ. Ekki það að ég sé byrjaður að drekka heldur var ég í öðru tilfellinu að vinna markaðsfræðirannsókn fyrir skólann minn og í hinu tilfellinu fannst mér að ég þyrfti að fara inn til þess að geta sagst hafa séð almennilegan írskan bar en ég fór á þekktasta barinn í Temple Bar hverfinu semsagt þennnan http://www.photohype.com/Europe/Dublin%20Temple%20Bar%209.jpg og það var geggjuð stemming þar. Írskir strákar að spila fjörug írsk lög og þegar maður kom þarna inn þá var eins og maður væri kominn aftur til baka um nokkra áratugi eða meira en ég var nú bara inni í tvær mínútur því ég þurfti að fara í þessa rannsókn. Eftir að ég var búinn í þessari rannsókn gekk ég niður á O'Connol Street og sá þá þetta jólatré og bara stemminguna sem var þar og það minnti mig á að maður verður líka aðeins að muna eftir því að njóta þess að vera hérna. Þótt það sé fáránlega mikið að gera þá kom ég nú ekki bara hingað til að læra og ég áttaði mig á því að jólin eru bara ekkert svo langt undan og ég á bara mánuð eftir svo maður þarf að passa þess að njóta þess líka að vera hérna og upplifa stemminguna sem Dublin býður upp á. Ég get nú ekki sagt þegar ég kem heim að ég hafi ekki gert mikið heldur aðalega haldið mig fyrir framan tölvuna eða inn á lesstofu. Ég er ekki að segja að ég sé ekki búinn að gera fullt en ég ætla samt að reyna að nota þann tíma sem ég á eftir til að fara og gera eitthvað ekta írskt á milli þess sem ég læri :)
Nokkrar staðreyndir:
12 dagar 02klst 32mín í upplestrarfrí
28 dagar 10klst 32mín í fyrsta próf
31 dagur 20klst 46mín í brottför
Athugasemdir
Sæll Kolbeinn.
Það er gott að þú sért að muna að njóta þess að vera í dublin og að þú sért ekki byrjaður að drekka. :)
Gangi þér vel í að njóta lífsins þarna úti :)
Grétar (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 23:00
Það er rétt, það er ekki það langt í jólin.
Í dag eru 6 vikur þangað til að ég kem heim, maður verður kominn heim áður en maður veit af.
Gangi þér vel með lærdóminn.
Ciao
Bjarki Þór Guðmundsson, 10.11.2008 kl. 18:11
HAHA, ég ætla bara að kvóta Heimi "Þessi síða er farin að lýta út eins og þáttur af 24"
Hlakka til að sjá þig Kolbeinn minn!
Mási Littli krúttason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:55
Ætli þú verðir ekki bara farinn að stunda barina áður en þú veist af því haha það er nú aldeilis ekta írskt.
Sjáumst bráðum aftur;)
Sigrún Lína (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.