Ég er vaknaður...
20.9.2008 | 05:35
Klukkan er núna 06:25 og ég er að skrifa blogg. Ástæðan er ekki sú að ég sé svona morgunhress ónei heldur er ástæðan sú að meðleigjandi minn ákvað fyrir svona klukkutíma síðan að fylla íbúðina af hressum fullum írum sem tala mjög mjög hátt og ég er með herbergið mitt við stofuna með veggi sem halda hljóði eins og pappír sem þýðir að ég gæti allt eins tekið rúmið mitt inn í stofu til þeirra og reynt að sofa þar. Það gekk einn fullur gaur inn í herbergið mitt áðan og sagði hey það er einhver gaur hérna inni og meðleigjandi minn svaraði: hmm já ætli það sé ekki kolbeinn... og áfram héldu umræðurnar eins og ekkert hefði ískorist og eins ég væri ekki einu sinni í íbúðinni. Svo reykir hann líka alltaf inn í íbúðinni svo ég er gjörsamlega búinn að fá nóg þrátt fyrir að ég sé alltaf að reyna að segja við sjálfa mig að horfa jákvætt á hlutina...
Fyrst ég er hvort sem er vaknaður þá get ég sagt frá því að ég beið í 45 mínútur í röð niður í einhverri stofnun niður í bæ til að fá svokallað pps number sem er eiginleg kennitala en ég þurfti að fá hana til þess að geta tekið prófin í griffith og svo þegar það var loksins komið að mér þá sagði gaurinn að það væri ekki nægjanlegt að vera með ökuskírteini heldur þyrfti ég vegabréf. Ég held að ég hafi aldrei eytt 45 mínútum jafn illa á ævi minni EN mig vantaði eitthvað til að skrifa um hérna á bloggið svo þetta var alveg frábært ef við lítum þannig á það :D
Fór svo á menningarnótt sem var fínt en ég hef ekki neitt meira um það að segja klukkan hálf sjö um morgun enda er ég orðinn svangur en vil samt fá nokkra tíma í svefn svo ég ætla að finna heyrnartappana einhverstaðar og reyna að sofna.
Það er ekki hægt að segja annað en för mín hér til Dublin sé litrík og eftir svona meðleigjanda vil ég með engum öðrum búa en honum Þorsteini sem ég bjó með á Bifröst, við vorum mjög samstíga í rólegheitum hvort sem það hét helgi, pub quiz kvöld, partýkvöld eða eitthvað annað. Í skógarseli 7 var alltaf svefnfriður og gott betur en það :)
Athugasemdir
Leiðinlegt að þú getir ekki sofið fyrir hávaða í fullum Írum, en þú ert nú manna bestur í því að líta á björtu hliðina. Alltaf spennandi og gaman að lesa færslurnar þínar.
Kveðja, Grétar.
Grétar (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 23:55
Er ekki hægt að fá herbergi í rólegra umhverfi? Pabbi.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 22.9.2008 kl. 01:11
Hæhæ hvað ertu bara stunginn af til Írlands:) Er ekki alveg geggjað gaman þarna?:) En allavegana gangi þér sem best og við höldum áfram að fylgjast með :)
Stjáni og Birgitta (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:55
æjæj
mannstu eftir medleigjandanum hans pabba? hehe
Heimir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 12:53
Tetta eru greinilega ekki jafn miklir rolyndismenn og vid, hehe. Tu verdur bara ad koma ter upp birgdum af eyrnatoppum.
Torsteinn Runar (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 17:33
ÉG HEIMTA NÝTT BLOGG KOLBEINN KARL! ;)
Erla Bifröst (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:55
Hæ hæ Kolbeinn,þetta er Svava mamma hans Þorsteins Rúnars, gaman að geta fylgst svona með ykkur, en ég verð nú bara að segja ,ykkur var nær að fara ekki í sama skólann he, he, þið finnið ekki svona öðlinga úti í hinum stóra heimi til að búa með. En að öllu gríni slepptu þá vona ég að það finnist lausn á þessu máli hjá þér því það er vonlaust að vera í krefjandi námi svefnlaus.Gangi þér vel. Kveðja SE.
Svava Einarsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.