Fyrsti skóladagurinn
15.9.2008 | 21:43
Jæja þá hófst skólinn í dag. Fór á veitingastaðinn í skólanum sem var geggjaður með flatskjám og öllu og allskonar drasl hægt að kaupa og svo hélt ég inn í einhvern risastórann sal þar sem ég átti að hlíða á einhverja gæja og þar kom skólameistarinn og eitthvað fleira lið og hélt ræður og þær urðu leiðinlegri með hverjum manninum sem kom upp og einn þeirra var svo leiðinlegur að ég ætlaði nú bara að kalla til hans að sleppa þessu bara. Hann var svo stressaður að það eina sem heyrðist frá honum var ehh uhh ehh yeahh eeehh well í annari hverri setningu. Svo svaf ég líka svo lítið í nótt að ég var alveg að sofna en jæja þetta var á endanum búið og var svona í heildina alveg ágætt. Fleira gerði ég nú ekki í skólanum nema að fylla út eitthvað eyðublað og leiðrétta nafnið mitt. Nú mér leist bara askoti vel á skólann og það er heil bygging sem er með poolborðum, sjónvörpum og allskonar afþreyingu sem verður vonandi notað milli tíma en nóg um skólann.
það gerðist ekkert markvert í dag nema það að ég fann búð sem selur bara allt og allt kostar nánast ekki neitt og ég keypti tvo fulla poka af dóti fyrir heimilið og allskyns dót fyrir skólann.
Hlutir sem ég hef tekið eftir hérna í Dublin:
1. Það eru mjög margir sem líta mjög svipað út hérna og það er eins og flestir séu tengdir einhverjum fjölskylduböndum.
2. Fólk er oft með mjög ljótar klippingar hérna í Dublin
3. Fólk notar oft mjög mikið af geli í hárið og mótar það mjög fáránlega
4. Venjulegt snakk virðist nánast ófáanlegt hér. Vinsalasta snakkið er Ediksnakk og svo er líka mjög vinsælt að borða snakk með osti og lauk. Einnig hef ég séð kjúklingasnakk,
5. Fólk er mjög oft með frekar stór eða undarleg nef
6. Það er ekkert sem heitir að bíða eftir græna kallinum í umferðinni, það fara allir yfir þegar þeim hentar og ég geri það líka vegna þess að það virðist vera happaglappa hvenær græni kallinn kemur og ég hef í alvörunni lent í því að það var bara rautt á öllum, bæði bílstjórum og vegfarendum.
Annars pantaði ég mér Ipod Nano áðan og gat valið að fá að setja áletrun á hann frítt með laser í tvær línur og ég lét þá skrifa
lína 1: Kolbeinn Karl Kristinsson
Lína 2: CoalStraight Man Christinsson
Fannst það fyndið í svona 5 mínútur áður en sá brandari var búinn... þá var ipodinn farinn í pöntun svo hann mun berast mér þannig.
Jæja á morgun er stóri dagurinn... Ég er ekki að tala um varðandi skóla ónei ég er að tala um að ég ætla mér að setja í þvottavél á morgun, keypti mér þvottaefni áðan sem er sko með eitthvað triple action og svo er hún Erla á Bifröst búin að vera andlegur leiðtogi og stuðningsaðili minn og á morgun ætla ég að setja í fyrstu vélina og ég er ekki að djóka þegar ég segi að ég sé stressaður. Ég er hæstur í minni deild á Bifröst en ég erfitt með að læra á þvottavél... veit ekki hvað það segir um mig :D
Meira seinna og b.t.w. ég er með fullt af videoum sem ég ætla að reyna að koma inn þegar ég kemst í aðeins hraðara net.
Kveðja, Kolbeinn
Athugasemdir
hahaha Coalstraight þú ert ágætur ;) en já ég kannast við þetta með snakkið! þegar ég var á englandi þá keypti ég mér poka af snakki (leit mjog venjulega út) en neinei þegar ég opnaði hann voru 6 litlir pakkar inní honum! ég kannast mikið við þvottavéla hræðsluna en ég held að það muni ganga ágætlega hjá þér :)
Lára Rut (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 23:34
Kolbeinn, ég hef sko fulla trú á þér þegar kemur að því að þvo, þú getur þetta sko alveg ;) ;)
Erla Gunnlaugs (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:00
Hahaha, Það vantar ekki skopskynið hjá þér, Coalstraight minn. Það er alveg óþarfi að vera stressaður yfir því að setja í þvottavél, nokkur undirstöðuatriði sem maður þarf að vita, og svo bara "start" :)
Þú ferð létt með þetta, kv Grétar.
Grétar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:36
Jamms, triple action-ið er að gera góða hluti þegar mamma er ekki heima til að þvo af mér. bara muna að þvo lítið í einu, til að lámarka líkur á að þú þurfir að henda öllum fötunum þínum.
Mási (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.