Dagur 2 í London

Bank bank bank... room service.... bank bank bank room service sir. Ég vissi ekki hvað var í gangi eða í hvaða heimi ég var en náði þó að staulast á lappir með lokuð augun og opna dyrnar en þar voru einhverjar þjónustukonur sem ætluðu að riðjast inn til mín minnir mig (þetta er í mikilli móðu). Ég kom þeim í skilning um að þær mættu bara koma seinna, ég var svo þreyttur að ég veit varla hvort ég kom því almennilega í skilning um það en ég man þó að ég náði að koma do not disturbed merkinu á hurðina og lokaði hurðinni svo þær hljóta að hafa fattað þetta og örfáum sekúntum seinna var ég sofnaður aftur í mjúka rúminu þar við sat þangað til 13:30 er ég pírði augun opin og spurði Þorstein hvað klukkan væri og hann sagði hálf muldrandi í gegnum svefninn að hún væri hálft tvö. Ég lagðist aftur á koddann og tók mér 10 mínútna aukalúr áður en ég staulaðist inn á klósett og ég er ekki frá því að ég hafi tekið smá lúr þar líka. Svo mikil var uppsöfnuð þreytan eftir að hafa ekki fengið almennilegan svefn í viku, verið enn að jafna mig eftir New York tímann og síðast en ekki síst eftir að hafa gengið eins og brjálæðingur í gær en ég held að ég hafi samt aldrei sofið jafn vel.

Ég fyrir utan Buckingham Palace

Eftir að hafa komið Þorsteini á lappir lá leið okkar morgunmat/hádegismat og við fórum á mcdonalds sem þýddi að það eina sem við höfðum borðað alla ferðina var annað hvort Mcdonalds eða Burger King sem er alveg fáránlega sorglegt þegar maður kemst loksins í annað borg þar ekkert nema úrval bíður manni á hverju horni en við réttlættum það með því að við værum að verða of seinir í konungshöllina og að við göngum svo mikið... fórum reyndar ekki í konungshöllina þar sem við héldum að við værum orðnir of seinir í hana svo við ákváðum að finna skrifstofuna þar sem Þorsteinn ætlaði að kaupa miðann sinn í Interrail sem var ekkert svo langt frá hótelinu en þar komst hann að því að þeir þurftu þrjá daga til að ganga frá umsókninni hans sem var ekki að virka fyrir okkur svo við fengum adressu á öðrum stað sem gat reddað þessu fyrir okkur.

Eftir miðamálin ætluðum við að finna okkur svona tveggja hæða stætó og við fundum hann á endanum við Buckingham höll og þar tók á móti okkur einn skemmtilegasti tour guide sem ég hef á ævi minni farið með og gerði hann fátt annað en að reita af sér brandaranna og satt besta að segja þá man ég ekki eftir því að hann hafi mikið verið að segja frá því sem fyrir augu bar en það kom þó eitt og eitt innskot á milli brandaranna en þar sem ég hef séð þetta allt áður þá var ég bara megasáttur.

Eftir túrinn héldum við upp á hótel og vorum þar í smá stund en fórum svo á steikhús niðri á Leicester 

Square sem er hérna rétt hjá hótelinu. Ákváðum líka að skella okkur í bíó en myndin var ekki sýnd fyrr en seint svo við röltum aftur upp á hótel í smá stund og fórum svo á myndina..... fleira gerðist nú ekki í dag sem sýnir kannski helst að það verður kannski ekki neitt ofboðslega mikið úr deginum ef maður vaknar svona seint en við erum samt í fríi og við áttum skilið þennan svefn svo ekki dæma mig sniff sniff ;)

Eitt sem ég hef tekið eftir er að það eru allir að spyrja mig til vegar og bara í dag eru held ég þrír búnir að spyrja mig hvar hitt og þetta er og bara í eitt skiptið gat ég hjálpað en ég held að þeir hafi reyndar ekkert skilið mig því ég sagði með íslenskum hreim: you go up there and then down and walk and then you are there you know where the fossil is you know and then you are OK? en ég var að reyna að segja þeim hvar National Museum við Trafalgar Square var og það er auðvitað ekki foss þar heldur gosbrunnur og svo meikar ekkert sence að ætla að fara upp einhverja götu og svo aftur niður hana því þá er maður kominn aftur á sama stað en jæja ég verð að æfa mig betur í þessu og minnka aðeins íslenska hreiminn kannski ;)Meira á seinna... Kolbeinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

elska þig

Ragnar Sigurðarson, 7.9.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband