Kominn til London

Jæja jæja uhhh jájájájá jammogjæja þá er maður bara mættur til London. Hrökk upp klukkan tuttugu mínútur í fjögur í nótt og skildi ekkert hvað var í gangi, hélt að mig hefði dreymt flaut í bíl og ætlaði að leggjast aftur á koddann þegar ég fattaði að þetta var áræðinlega Þorsteinn að flauta og viti menn þá var hann mættur á staðinn og ég hafði sofið yfir mig því ég hafði óvart staflað einhverjum bókum ofan á símann en við vorum samt alveg á góðum tíma.

Komumst svo upp á flugvöll og tékkuðum okkur inn í gegnum svona kiosk vél svo við vorum komnir upp í fríhöfn eftir nokkrar mínútur sem var ágætt nema að hvað að við föttuðum að vPicture 1ið hefðum 2 tíma til að vappa um í fríhöfninni og verandi karlmenn og þar af leiðandi með lítið verslunarþol fór tíminn að mestu í að horfa út í loftið nema hvað að við fengum okkur reyndar að borða sem kostaði mig tæplega 2700 kall fyrir eitthvað smá dót, rán um hábjartan dag en ég var nú það svangur að ég var ekki að pæla í því.Jæja við komumst svo loks í vélina og þar sem við erum nú báðir stórir þá nældum við okkur í sæti við neyðarútgang og hugsuðum okkur vel til glóðarinnar nema hvað að þegar við mættum um borð komumst við að því að það var í raun og veru sætin fyrir aftan neyðarútganginn sem fengu meira pláss en okkar pláss var eins lítið og orðið gat og það sem meira var að við fengum ekki einu sinni glugga heldur bara risastóra útgangshurð en hvað um það við Þorsteinn erum svo jákvæðir að við látum ekki svona smáatriði skemma fyrir okkur heldur lítum á jákvæðu hliðarnar sem voru þær að við vorum mjög nálægt klósettinu... hvorugur okkar notaði reyndar klósettið en það fylgdi því vissulega öryggistilfinning að vita að yrði okkur brátt í brók þá var hægt að ganga frá þeim málum og fljótt og örugglega og svo vorum við líka alveg við útganginn svo við komumst einna fyrstir út :)

Tókum svo lest niður til London og fórum úr við leicester Square sem er ekki langt frá hótelinu og það var hellihellihelli demba þegar við komum út og við komum því vel blautir á hótelið eða allavegana Þorsteinn en ég var náttla í nýja geggjaða Cintamani jakkanum mínum sem er vatnsheldur og fullkominn. Eftir að hafa hvílt okkur aðeins og komið okkur fyrir fengum við okkur einn mcdonalds héldum sem leið lá í The Eye of London en reyndar með stuttu stoppi í lítilli raftækjaverslun til að kaupa straumbreyta og þar mætti okkur bara dónaskapur leiðindi þar sem þeir vildu meina að undirskriftin mín væri ekki nógu lík undirskriftinni á kortinu og sögðu að þetta væri ekki kortið mitt en að lokum skrifaði ég aftur undir og þeir féllust á að taka við greiðslunni... bíddu afhverju ætti kortaræningi að kaupa sér straumbreyta af öllum hlutum mögulegum og afhverju væri mynd af mér á kortinu en jæja við létum hann ekki aftra okkur frá góðum degi og The Eye of London var frábært að vanda.

Eftir Eye of London gengum við svo um London, fórum í Hamleys, Apple búðina, Trafalgar Square, Picadilly Circus o.fl. Eftir alla göngu dagsins komumst við loks upp á hótel dauðþreyttir og varla færir um að standa í fæturnar svo við liggjum hér uppi í rúmi á hótelinu með Burger King í annari, kók í hinni og franskar í klofinu en stefnan er þó sett á að vera með aðeins menningarlegri mat það sem eftir lifir ferðar.Veðrir hér hefur verið upp og ofan, stundum glampandi sólskin en öðrum stundum hellidemba og það má segja að þetta hafi verið frekar blautur dagur. Akkurat núna er svo mikil hellidemba að ég hef aldrei heyrt í jafn mikilli rigningu á ævi minni.

Jæja við ætlum að skella okur niður og pósta bloggunum okkar :) Já b.t.w. ég var með hæstu einkunn í viðskiptafræðinni á Bifröst á síðustu önn svo ég þarf víst ekki að borga nein skólagjöld á þessari önn sem er geggjað og í raun fjarlægur draumur að verða að veruleika.Jæja á morgun eru það túrar um London, bæði í rútu og á sjó og svo þurfum við að fara í konungshöllina og sitthvað fleira :)

Fer svo með vél á mánudag kl 19:00 (18 að íslenskum tíma) til Dublin og verð vonandi mættur niður í íbúð í kringum tíu.Jæja skrifa meira seinnaKveðja, Kolbeinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nau Nau Nau! TIL hamingju með árangurinn mar!!!! Þarna sparaðuri þér gommu af peningum. En gaman að heyra hvað það er geggjað í London

BTW ég fékk að prófa 3G iPhone áðan, sem virkar á íslandi.

Mási littli krúttason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 01:12

2 identicon

Sææææl Kolbeinn!! Vá hvað það verður gaman að fylgjast með blogginu þínu, þú ert svo þvílíkur penni!! en strax farin að hlakka til að hitta hitta þig á næstu önn, því að það er jú bara einn Kolbeinn til!! hehehehe.. þú ert svo mikið yndi!

Erla frá Bifröst (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband