Færsluflokkur: Bloggar
Dagur 2 í London
7.9.2008 | 01:42
Bank bank bank... room service.... bank bank bank room service sir. Ég vissi ekki hvað var í gangi eða í hvaða heimi ég var en náði þó að staulast á lappir með lokuð augun og opna dyrnar en þar voru einhverjar þjónustukonur sem ætluðu að riðjast inn til mín minnir mig (þetta er í mikilli móðu). Ég kom þeim í skilning um að þær mættu bara koma seinna, ég var svo þreyttur að ég veit varla hvort ég kom því almennilega í skilning um það en ég man þó að ég náði að koma do not disturbed merkinu á hurðina og lokaði hurðinni svo þær hljóta að hafa fattað þetta og örfáum sekúntum seinna var ég sofnaður aftur í mjúka rúminu þar við sat þangað til 13:30 er ég pírði augun opin og spurði Þorstein hvað klukkan væri og hann sagði hálf muldrandi í gegnum svefninn að hún væri hálft tvö. Ég lagðist aftur á koddann og tók mér 10 mínútna aukalúr áður en ég staulaðist inn á klósett og ég er ekki frá því að ég hafi tekið smá lúr þar líka. Svo mikil var uppsöfnuð þreytan eftir að hafa ekki fengið almennilegan svefn í viku, verið enn að jafna mig eftir New York tímann og síðast en ekki síst eftir að hafa gengið eins og brjálæðingur í gær en ég held að ég hafi samt aldrei sofið jafn vel.
Eftir að hafa komið Þorsteini á lappir lá leið okkar morgunmat/hádegismat og við fórum á mcdonalds sem þýddi að það eina sem við höfðum borðað alla ferðina var annað hvort Mcdonalds eða Burger King sem er alveg fáránlega sorglegt þegar maður kemst loksins í annað borg þar ekkert nema úrval bíður manni á hverju horni en við réttlættum það með því að við værum að verða of seinir í konungshöllina og að við göngum svo mikið... fórum reyndar ekki í konungshöllina þar sem við héldum að við værum orðnir of seinir í hana svo við ákváðum að finna skrifstofuna þar sem Þorsteinn ætlaði að kaupa miðann sinn í Interrail sem var ekkert svo langt frá hótelinu en þar komst hann að því að þeir þurftu þrjá daga til að ganga frá umsókninni hans sem var ekki að virka fyrir okkur svo við fengum adressu á öðrum stað sem gat reddað þessu fyrir okkur.
Eftir miðamálin ætluðum við að finna okkur svona tveggja hæða stætó og við fundum hann á endanum við Buckingham höll og þar tók á móti okkur einn skemmtilegasti tour guide sem ég hef á ævi minni farið með og gerði hann fátt annað en að reita af sér brandaranna og satt besta að segja þá man ég ekki eftir því að hann hafi mikið verið að segja frá því sem fyrir augu bar en það kom þó eitt og eitt innskot á milli brandaranna en þar sem ég hef séð þetta allt áður þá var ég bara megasáttur.
Eftir túrinn héldum við upp á hótel og vorum þar í smá stund en fórum svo á steikhús niðri á Leicester
Square sem er hérna rétt hjá hótelinu. Ákváðum líka að skella okkur í bíó en myndin var ekki sýnd fyrr en seint svo við röltum aftur upp á hótel í smá stund og fórum svo á myndina..... fleira gerðist nú ekki í dag sem sýnir kannski helst að það verður kannski ekki neitt ofboðslega mikið úr deginum ef maður vaknar svona seint en við erum samt í fríi og við áttum skilið þennan svefn svo ekki dæma mig sniff sniff ;)
Eitt sem ég hef tekið eftir er að það eru allir að spyrja mig til vegar og bara í dag eru held ég þrír búnir að spyrja mig hvar hitt og þetta er og bara í eitt skiptið gat ég hjálpað en ég held að þeir hafi reyndar ekkert skilið mig því ég sagði með íslenskum hreim: you go up there and then down and walk and then you are there you know where the fossil is you know and then you are OK? en ég var að reyna að segja þeim hvar National Museum við Trafalgar Square var og það er auðvitað ekki foss þar heldur gosbrunnur og svo meikar ekkert sence að ætla að fara upp einhverja götu og svo aftur niður hana því þá er maður kominn aftur á sama stað en jæja ég verð að æfa mig betur í þessu og minnka aðeins íslenska hreiminn kannski ;)Meira á seinna... Kolbeinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kominn til London
5.9.2008 | 21:21
Jæja jæja uhhh jájájájá jammogjæja þá er maður bara mættur til London. Hrökk upp klukkan tuttugu mínútur í fjögur í nótt og skildi ekkert hvað var í gangi, hélt að mig hefði dreymt flaut í bíl og ætlaði að leggjast aftur á koddann þegar ég fattaði að þetta var áræðinlega Þorsteinn að flauta og viti menn þá var hann mættur á staðinn og ég hafði sofið yfir mig því ég hafði óvart staflað einhverjum bókum ofan á símann en við vorum samt alveg á góðum tíma.
Komumst svo upp á flugvöll og tékkuðum okkur inn í gegnum svona kiosk vél svo við vorum komnir upp í fríhöfn eftir nokkrar mínútur sem var ágætt nema að hvað að við föttuðum að við hefðum 2 tíma til að vappa um í fríhöfninni og verandi karlmenn og þar af leiðandi með lítið verslunarþol fór tíminn að mestu í að horfa út í loftið nema hvað að við fengum okkur reyndar að borða sem kostaði mig tæplega 2700 kall fyrir eitthvað smá dót, rán um hábjartan dag en ég var nú það svangur að ég var ekki að pæla í því.Jæja við komumst svo loks í vélina og þar sem við erum nú báðir stórir þá nældum við okkur í sæti við neyðarútgang og hugsuðum okkur vel til glóðarinnar nema hvað að þegar við mættum um borð komumst við að því að það var í raun og veru sætin fyrir aftan neyðarútganginn sem fengu meira pláss en okkar pláss var eins lítið og orðið gat og það sem meira var að við fengum ekki einu sinni glugga heldur bara risastóra útgangshurð en hvað um það við Þorsteinn erum svo jákvæðir að við látum ekki svona smáatriði skemma fyrir okkur heldur lítum á jákvæðu hliðarnar sem voru þær að við vorum mjög nálægt klósettinu... hvorugur okkar notaði reyndar klósettið en það fylgdi því vissulega öryggistilfinning að vita að yrði okkur brátt í brók þá var hægt að ganga frá þeim málum og fljótt og örugglega og svo vorum við líka alveg við útganginn svo við komumst einna fyrstir út :)
Tókum svo lest niður til London og fórum úr við leicester Square sem er ekki langt frá hótelinu og það var hellihellihelli demba þegar við komum út og við komum því vel blautir á hótelið eða allavegana Þorsteinn en ég var náttla í nýja geggjaða Cintamani jakkanum mínum sem er vatnsheldur og fullkominn. Eftir að hafa hvílt okkur aðeins og komið okkur fyrir fengum við okkur einn mcdonalds héldum sem leið lá í The Eye of London en reyndar með stuttu stoppi í lítilli raftækjaverslun til að kaupa straumbreyta og þar mætti okkur bara dónaskapur leiðindi þar sem þeir vildu meina að undirskriftin mín væri ekki nógu lík undirskriftinni á kortinu og sögðu að þetta væri ekki kortið mitt en að lokum skrifaði ég aftur undir og þeir féllust á að taka við greiðslunni... bíddu afhverju ætti kortaræningi að kaupa sér straumbreyta af öllum hlutum mögulegum og afhverju væri mynd af mér á kortinu en jæja við létum hann ekki aftra okkur frá góðum degi og The Eye of London var frábært að vanda.
Eftir Eye of London gengum við svo um London, fórum í Hamleys, Apple búðina, Trafalgar Square, Picadilly Circus o.fl. Eftir alla göngu dagsins komumst við loks upp á hótel dauðþreyttir og varla færir um að standa í fæturnar svo við liggjum hér uppi í rúmi á hótelinu með Burger King í annari, kók í hinni og franskar í klofinu en stefnan er þó sett á að vera með aðeins menningarlegri mat það sem eftir lifir ferðar.Veðrir hér hefur verið upp og ofan, stundum glampandi sólskin en öðrum stundum hellidemba og það má segja að þetta hafi verið frekar blautur dagur. Akkurat núna er svo mikil hellidemba að ég hef aldrei heyrt í jafn mikilli rigningu á ævi minni.
Jæja við ætlum að skella okur niður og pósta bloggunum okkar :) Já b.t.w. ég var með hæstu einkunn í viðskiptafræðinni á Bifröst á síðustu önn svo ég þarf víst ekki að borga nein skólagjöld á þessari önn sem er geggjað og í raun fjarlægur draumur að verða að veruleika.Jæja á morgun eru það túrar um London, bæði í rútu og á sjó og svo þurfum við að fara í konungshöllina og sitthvað fleira :)
Fer svo með vél á mánudag kl 19:00 (18 að íslenskum tíma) til Dublin og verð vonandi mættur niður í íbúð í kringum tíu.Jæja skrifa meira seinnaKveðja, Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brottför í nótt
4.9.2008 | 19:46
Fór á gömlu vinnustaðina, Blaze og Vegagerðina og spjallaði við liðið og sagði þeim frá ferð minni um New York og tilvonandi för minni til Dublin.
Skrapp á Menam með Sigrúnu og fór svo á Sveitabrúðkaup sem var mjög skemmtileg. Hvaddi Tryggva félaga minn sem er að fara í skiptinám til Frakklands í heilt ár í heimspeki. Það er eins og það séu allir sem maður þekkir að fara eitthvert út. Heimir félagi okkar magnúsar fór um daginn til Kaupmannahafnar þar sem hann verður næstu árin, Tryggvi er að fara út, Ég er að fara út, allt liðið á Bifröst er að fara út o.s.fv. o.s.fv.
Byrjaði svo að taka mig til núna fyrir svona 2 tímum og er held ég bara að mestu búinn.
Í dag átti ég víst að fara í stúdentsmyndatökuna sem ég var hreinlega ekki að nenna og svo hef ég alveg meira en nóg að gera fyrir ferðina svo við ákváðum að fresta henni til jóla, þá er liðið alveg eitt og hálft ár síðan ég útskrifaðist en hvað um það... við sjáum til hvort ég kemst út úr því.
Á kvöld þarf ég semsagt að klára allt sem klára þarf og ég er ekki alveg viss á því hvað það er sem maður á að hafa með eða þarf að gera fyrir brottför svo þetta reddast vonandi bara...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrsta formlega bloggið
3.9.2008 | 05:47
Já góðan og blessaðan daginn og glaðan haginn elsku dúllurnar mínar. Þá er sko komið að fyrsta alvöru blogginu á þessari síðu eða eiginlega nr. 2 þar sem ég skellti inn færslunni sem ég skrifaði á annað blogg fyrir nokkrum vikum hingað inn fyrir neðan.
Ég var eiginlega sofnaður en svo mundi ég allt í einu að ég ætlaði að blogga áður en ég færi svo ég ákvað að ræsa upp æðislegu apple tölvuna mína og skella inn stuttu bloggi þótt klukkan sé eitthvað í kringum 5 að nóttu. Fyrir þá sem ekki vita þá ætla ég til Írands, nánar tiltekið til Dublin, enn nánar tiltekið í Griffith College í eina önn.
En hvað um það ég legg allavegana af stað eldsnemma á föstudagsmorgun eða kl 07:30 held ég og flýg beinustu leið til London. Þar ætla ég að stoppa yfir helgina og skoða mig um eða þ.e. sýna honum Þorsteini félagi mínum borgina en hann er einmitt að fara til Grikklands í skiptinám og við þurftum báðir að stoppa í London svo við ákváðum að skoða okkur aðeins um, ég er búinn að fara þar svo oft að ég þekki hana jafn vel og Selfoss.
Nú það er ekki hægt að segja að ég hafi mikið verið að undirbúa mig sko. Ég skrapp til New York í 8 eða 9 daga og kom heim núna á laugardagsmorgun svo ég er bara núlentur. Ég var meira að segja rétt í þessu að kaupa sjálft farið frá London til Dublin svo þetta er allt svona á síðustu stundu en ég hef ekki miklar áhyggjur enda getur ekki tekið mikinn tíma að pakka niður nokkrum bolum, buxum og tölvunni.
Ég fékk herbergi fyrir svona 2 vikum síðan sem er í tveggja mínútna göngufæri frá skólanum og miklu miklu ódýrari en leigan á nemendagörðunum en þar hefði ég borgað eitthvað í kringum 760 evrur en borga núna bara 400. Djöfulsins okur hjá þessum nemendagörðum og reyndar finnst mér 400 evrur líka alveg slatti fyrir pinkulítið einstaklingsherbergi með öllu öðru sameiginlegu en hvað um það, þetta er gott verið miðað við að Dublin er með mjög hátt leiguverð og að staðsetningin er geggjuð :)
Nú á morgun hefst svona formlegur undirbúningur undir ferðina en þá ætla ég að kaupa mér smá gjaldeyri, tala við Lín um að fá greitt samkvæmt Írskri framfærslu sem þýðir að ég fæ talsvert meiri framfærslu, fara í bíó, pakka niður í tösku og sitthvað fleira sem mér dettur í hug. Á fimmtudaginn ætla ég svo í Intersport til að kaupa mér Cintamanijakkann sem mig hefur svo lengi langað í sem er á 20% afslætti en kostar reyndar samt eitthvað í kringum 18-19 þúsund kall en ég lít á þetta sem framtíðarfjárfestingu eða eitthvað svoleiðis :)
Ég fer svo með Þorsteini og Pétri fósturpabba hans upp á völl eldsnemma á föstudagsmorgun og skelli mér í flugið.
Geisp jæja ég hef þetta ekki mikið lengra en vonast til að vera slatti virkur á þessu bloggi og setja jafnvel inn myndir og hugsanlega video þegar líða fer. Það væri gaman að líta á Bifröst og tékka á liðinu áður en maður fer til London en ég sé ekki að ég hafi tíma til þess svo það verður væntanlega að bíða betri tíma.
Jæja klukkan er 05:47 að nóttu svo ég er farinn í háttinn en eigið góðan og gleðilegan vetur á Íslandi ;)
Ást ást, Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldra blogg flutt yfir hingað
3.9.2008 | 05:45
Afrit af eldra bloggi:
Jæja þá fer bara að líða að því að ég haldi til Dublin í skiptinám. Legg af stað 5. september til London og sýni honum Þorsteini, félaga mínum sem ætlar í skiptinám til Grikklands, pleisið. Hann heldur svo í Interrail og ég held áleiðis til Dublin 8. Septembergi. Áður en ég fer út ætla ég samt að skella mér til New York ásamt pabba og Mása frá 21-29 og keyra eitthvað um landið með Sigrúnu um helgina og eitthvað fram í næsti viku svo tími minn er eiginlega bara planaður frá morgni til kvölds fyrir brottför.
Síðasti vinnudagurinn hjá Vegagerðinni er núna á morgun. Er bara í einhverjum sérverkefnum eftir að skrifstofustjórinn kom aftur til baka núna á þriðjudaginn en fyrir þá sem ekki vita þá vann ég á skrifstofunni á vegagerðinni í sumar. Í dag þurfti ég að vera í vinnulyftu að þrífa ljós í áhaldahúsinu í 5 metra hæð sem var svakalegt og sérstaklega fyrir þær sakir að við vorum tveir og minnsta hreifing vaggaði vagninum og hann var mjög lítill og valtur.
Samkvæmt mínum skrám þá er ég að fara um landið núna og svo á fimmtudaginn held ég til New York og ég er ekkert byrjaður að spá í þetta. Þarf að fara í þessi mál við tækifæri og kanna hvað ég þarf að hafa til.
Annars fékk ég einmitt formlegt inngöngubréf í skólann í dag en ég var samt búinn að fá svona pre-approval letter frá þeim en vantaði bara að klára að velja fögin endanlega og eitthvað en það er semsagt allt klappað og klárt. Ég á samt ennþá eftir að finna mér húsnæði í Dublin sem er byrjað að vera áhyggjuefni en ég er með eina íbúð í sigtinu sem ég er að vonast til að fá sem er alveg upp við skólann.
Húsaleigan í Dublin err svo dýr að ég er bara í sjokki ennþá og hún er helmingi dýrari hjá skólanum sjálfum sem lítur nú bara út fyrir að vera einhver gróðastarfsemi þar sem þeir ætluðu að reyna að rukka mig um 766 evrur á mánuði í leigu fyrir einstaklingsherbergi ef ég hefði tekið það og svo rukkuðu þeir mig um 300 evrur í eitthvað staðfestingar- og tryggingargjald sem ég fatta ekki hvað fer í nema að stækka sjóðinn hjá þeim en það eru samt allir voðalega vinalegir þarna sem ég hef talað við svo þetta sleppur alveg enn sem komið er
Vá ég hef ekki bloggað svo lengi að ég hef fullt að tala um svo þetta blogg verður kannski smá súpa
Fyrir þá sem ekki vita þá heitir skólinn sem ég fer í Griffith College og er einkaskóli ekki langt frá miðbæ Dublinar, rétt fyrir sunnan miðbæinn réttara sagt
Ætlaði að reyna að setja einhverstaðar inn svona countdown klukku en ég veit ekki hvort það virkar. Kanna það seinna
%0
Annars var hjólinu mínu stolið um helgina. Tilkynnti það um í gær en ég græt það svosem ekkert enda er síðasti dagurinn á morgun og ég þarf ekki að nota það fyrr en á næsta ári og þá ætlaði ég að fá mér nýtt því þetta er frekar lélegt. Gott ef einhver getur notað hjólið í stað þess að það drappist niður í geymslu hjá mér en hann hefði kannski mátt spyrja því þá hefði ég beðið hann um að bíða með því að stela því fram yfir helgi
þegar ég hugsa út í það þá held ég að flestum hjólum sem ég hef átt hafi einmitt verið stolið en það hefur svosem alltaf gengið ágætlega upp, einu sinni var Mongoose hjólinum mínu stolið tvisvar eða þrisvar og alltaf fann ég það aftur svo það gekk bara frábærlega upp að fólk skuli hafa getað notað það og svo held ég að því hafi verið stolið aftur u.þ.b. þegar ég var að fara að skipta því út svo þetta er bara alveg brilljant
En já svo ég haldi mig við útlandaförina þá er ég búinn að vera að punkta niður hluti sem ég þarf að ganga frá áður en ég fer út og hér er það sem ég er kominn með:
Finna húsnæði
Finna hótel í London
Athuga passann minn
Fá pin númer fyrir kortin mín
Fara með fartölvuna mína í viðgerð
Kaupa mér buxur, jakka og sólgleraugu
Jæja ég nenni ekki að hafa þetta lengra í bili enda orðið jafn langt og bók og ég hef nóg að gera
Farinn í bili, Kolbeinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)