Gist á bekk á Stansted. Sagan til þessa...
12.12.2008 | 11:13
Jææææja þetta var heldur betur viðburðarík nótt. Frá því að ég bloggaði síðast komst ég að því að ég gat ekki fært flugið mitt hvert sem er. Ég mátti bara færa það yfir á næsta flug og ég hafði 25 mínútur til þess að redda mér 75 evrum til að borga fyrir það og þótt ég væri með u.þ.b. 100 evrur á kortinu þá fékk ég alltaf neitun svo nú voru góð ráð dýr og allir símar sem ég hringdi í á tali. Ég fékk loksins Friðfinn til að rífa pabba úr einhverju viðtali til að leggja inn á mig svo ég ætti fyrir fluginu og nokkrum mínútum fyrir lokun gekk það upp og ég náði að kaupa mér miða London sem kostaði mig 75 evrur aukalega en ef ég hefði farið t.d. í dag til London þá hefðu þeir rukkað mig 350 Evrur svo það var bara best að stökkva til London og redda sér þar.
Ég var búinn að hringja í IcelandExpress og breyta fluginu mínu sem kostaði mig 20þús kall en það er ekki fyrr en í kvöld svo að þegar ég mætti á Stansted þá var ekkert annað að gera en að finna sér góðan bekk, leggja teppið yfir sig og brúka töskuna sem kodda sem ég líka gerði og það var sko ísjökul kallt í nótt og ég svaf þarna innan um allskonar fólk en heljarinnar lífsreynsla skal ég segja ykkur og alveg ótrúlega stressandi þegar ég var strandaglópur í Dublin og talsverður léttir að vera þó kominn hálfa leið í gærkvöldi. Ég var vakinn eldsnemma í morgun af skúringarfólki sem þurfti að þrífa einhvern blett á gólfinu sem einhver hafðihelt niður og þetta var svona blettur sem maður tekur með tusku, ekki einu sinni moppu en nei nei þeim dugði ekkert minna en að rífa burtu alla bekkina og koma með eitthvað tryllitæki til þess að keyra yfir þennan vatnsblett og tækið var sko á stærð við lyftara ef ekki stærra og það var það stórt að þau náðu aldrei að hitta blettinn almennilega svo hann er í raun og veru þar ennþá ef hann hefur ekki bara þornað af sjálfu sér en menn leggja nú ekki á sig líkamlega vinnu ef þeir geta þrifið upp blettinn með því að keyra yfir hann á tryllitæki :DSko svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll hvernig það kom til að ég náði að missa af fluginu þá er það svona smá mér að kenna en að mestu leyti strætóunum hérna í Dublin.
Ég ætlaði að koma 2 tímum fyrir flug og ætlaði því að leggja af stað 3 tímum fyrir flug því það tekur 50 mínútur að keyra þetta. Nú ég var svona korteri of seinn og hugsaði með mér að það slyppi nú alveg ef ég mætti klukkutíma og 45 mínútum fyrir flug svo ég beið eftir strætónum ásamt fleira fólki en strætóinn á að koma á 10 mínútna fresti og samkvæmt skránni átti hann að koma eftir 3 mínútur sirka en við biðum og biðum og loksins höfðum við beðið í 35 mínútur og allir mögulegir strætóar höfðu komið 2-3 sinnum nema strætóinn sem við vorum að bíða eftir og hann átti að hafa komið 3-4 sinnum á meðan við biðum en aldrei kom hann og ég sagði nú við einn manninn sem var að missa af fluginu sínu að við ættum nú bara að taka saman taxa og hann var alveg til í það en hætti við á endanum þegar strætóinn kom loksins eftir 35 mínútur sem þýddir að núna var ég klst of seinn og það voru rúmlega tveir tímar í flug og restin af þeim tíma sem ég hafði til að komast upp á völl sem átti að taka 50 mín fór í að stoppa á hinum ýmsu stoppistöðum út um allan bæ í Rush-Hour sem þýddi að ég mætti upp á völl örfáum mínútum eftir að fluginu hafði verið lokað og í minni vörn þá misstu flestir af þeim sem voru í strætónum af fluginu sínu líka, við vorum heill hópur af fólki sem hlupum á harðarspretti upp stigana og að tékk-inn borðinu og ég hefði sko alveg náð fluginu sjálfu ef þeir hefðu leyft mér að tékka mig inn en það kom ekki til greina enda er RyanAir víst eitt strangasta og leiðinlegasta flugfélag í heimi sem gerir mjög mikið út að vera á réttum tíma svo ég skil alveg þeirra stefnu.En svona er nú staðan og ég sit hérna í hægindarstól á Stansted flugvelli því þeir sem tengja tölvurnar sínar í rafmagn fá svoleiðis stóla og ég er bara að njóta þess að hafa rústað öllum prófunum mínum og vera kominn í jólafrí og nýt þess bara að horfa á mannlífið og geta gert hvað sem mér sýnist til svona 5:30 þegar ég tékka mig inn.
Ég veit að þetta var dýr skandall en ég fór í þessa ferð til þess að lenda í ævintýrum, til þess að stökkva út í djúpu laugina, til þess að lenda í allskonar uppákomum, leiðinlegum og skemmtilegum og til að upplifa sigra og töp og þetta er bara enn ein lífsreynslan í lífsreynslubankann og ég er kominn með enn eina ferðasöguna í vasann sem ég get sagt þegar ég er orðinn eldri og lærði mikilvæga lexíu sem ég lít bara jákvætt á þetta enda er mjög gaman að vera á flugvöllum. Lífið væri ekkert gaman ef það væri alltaf logn í kringum mann :DJæja ég set inn kannski seinna í dag, kannski á morgun, kannski einhverntíman video og myndir af því hvernig þetta er allt búið að vera hérna síðustu 15-16 tímana hjá mér en annars verð ég að viðurkenna að ég hef nú bara ekki verið jafn vel út sofinn lengi. Ég var að spá í að verða bara eins og gaurinn í The Terminal myndinni sem bjó bara á flugvellinum.Jæja ég ætla að fara og finna mér einhvern morgunmat :)
Athugasemdir
Málmur stórskipa þarf að standast erfið próf til að geta siglt í gegnum háar öldur. Þú lærðir margt, sumt í skólanum og annað með því að gefast ekki upp í þolraunum. Þú veist hvað þú vilt og hvert þú stefnir og gefst ekki upp. Til hamingju. Pabbi.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 14.12.2008 kl. 01:09
Já Kolbeinn minn, þú ert hetjan mín :)
Grétar (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.