Verkefnavika
13.11.2008 | 17:02
Verkefnavikan hefur gengið ágætlega. Er búinn með stærsta verkefni annarinnar sem endaði í 10 blaðsíðum af hreinum texta en samtals var verkefnið 16 blaðsíður með öllum pakkanum, forsíðu, heimildaskrá, efnisyfirliti og allt það og ég held að ég hafi bara aldrei lagt jafn mikið í eitt verkefni enda var ég kominn með upp í kok þegar ég loks lauk því. Á mánudaginn þarf ég svo að skila inn verkefni í Business Journalism sem er ekki nærrum því jafn langt svo ég er að vonast til þess að það klárist á morgun. Ég vakna yfirleitt á hádegi þessa dagana, fer út á bókasafn og er þar til lokunnar, 21:30 og fer þá niður í kennslustofu annarstaðar í skólanum og næ klukkutíma af aukavinnu. Þegar ég er síðan loksins rekinn út úr byggingunni fer ég heim og vinn þá með hléum til svona 2 að nóttu svo það er ekki hægt að segja annað en að það sé meira en nóg að gera hjá mér. Takmarkið er samt að fara til Galway á laugardaginn í dagsferð og þá þyrfti ég helst að vera búinn með þetta verkefni sem ég er að vinna í núna en ég á reyndar varla krónu svo það er spurning hvernig maður reddar því.
Talandi um krónur þá er ég byrjaður að plana heimferðina. Lítur allt út fyrir að ég fljúgi heim í gegnum London þann 11. Desember en á því eru tveir vankantar. Í fyrsta lagi að flugið kostar 35-40.000 kall og ég á eins og staðan er í dag 8.000kr en Þorsteinn skuldar mér smá pening og restina verð ég bara að fá hjá bankanum. Ætla samt að bíða og sjá hvort gengið gangi ekki aðeins til baka áður en ég panta. Í öðru lagi er flugfélagið sem ég flýg með til London að fara í verkfall bráðlega og mjög líklega einhverstaðar á því tímabili sem ég ætla heim. Ég gæti líka flogið heim með Ryanair en það er svo mikið lággjaldafélag að maður má varla koma með farangur og ég færi þokkalega í massíva yfirvigt en það þá gæti ég samt tekið Iceland Express heim sem er ódýrara en Icelandair...
Kostnaður + verkfall + yfirvigt = djöfulsins vandræði.
Svo koma mamma, pabb og mási eftir akkurat viku og það verður nú gaman :)
Athugasemdir
Þú slærð ekki slöku við, gaman að heyra að þér gengur vel að læra og ég vona að þú getir gert eitthvað skemmtilegt um helgina.
Bestu kveðjur af klakanum.
Sigrún Lína (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:14
Þarna þekkir maður þig, lærandi allan daginn :)
Keep up the good work... :)
Grétar (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:04
Ég ætla á supway í dag, og vil að þú veljir hvaða bát ég fær mér.
Hvaða bát á ég að fá mér?
Mási mási más (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 09:53
Jaaa þú ert auðvitað ekki með jafn góða báta og við erum með hérna á írlandi en ég ætla bara að taka gömlu klassíkina á þetta: Vefju með kjúklingi og beikon, sallat, tómatar og gúrka og smella svo smá ostasósu á þetta áður en kvekindið er fullkomnað með dassi af salt og pipar ;)
Kolbeinn
Kolbeinn Karl Kristinsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.