Nætur...svefninn

Já í nótt var sko aldeilis annað upp á teningnum en nóttina áður. Í stað þess að vaka alla nóttina svaf ég alla nóttina og gott betur en það. Ég kom heim kl 6 og fór inn í herbergi. Var kominn upp í rúm 5 mín síðar og ætlaði að leggja mig í klukkutíma eða kannski einn og hálfan svo ég ákvað að vera ekkert að fara úr fötunum því þetta átti bara að vera smá lúr áður.... ég rankaði svo við mér kl 11 í morgun og var þá ennþá smá þreyttur en það þýðir að ég svaf í 16 tíma í nótt sem er tvöfallt það sem maður á að sofa í og alveg þrefalt það sem ég sef oft.

Á fyrramálið kemur Sigrún svo og 20. koma mamma pabbi og mási og við ætlum víst að leigja okkur íbúð svo ég er bara annaðhvort á hótelum eða leigðum íbúðum en ekki í ógeðslega herberginu mínu :)

Meira seinna og jafnvel myndir og eitthvað gotterý...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Heill og sæll, minn kæri. Það er greinilega allt að komast í eðlilegt horf. Ég fagna því. Bíð spenntur eftir næstu færslu. Pabbalingur.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 30.10.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband