Næturvakan

Jæja klukkan er 04:37 og ég er enn vakandi sem er í rauninni nokkuð eðlilegt miðað ástandið síðustu daga því ég hef verið vakandi til 4-5 á nóttunni, horfandi á The Office og bara eitthvað að vafra en nú ganga þessar næturvökur ekki lengur svo ég hef ákveðið að vaka heila nótt og fara snemma að sofa á morgun. Við erum að tala um að ég vaknaði í dag kl 4 (Reyndar var frí í skólanum í dag því það er eitthvað Bank Holliday) en það gengur ekki að missa af öllum deginum og vaka á næturnar...
Jæja ákvað að skella inn færslu fyrst ég hef ekkert að gera næstu nokkra klukkutímana...

Skellti mér á sunnudaginn á leik kvennalandsliðs Íslands og Írlands í knattspyrnu sem var haldinn á velli hérna rétt hjá heimilinu mínu og ég get svo svarið að eftir leikinn fór ég til Íslendinganna sem voru að horfa á leikinn og spurðu bara hreint út hver vann eiginlega leikinn því ég hafði ekki hugmynd hvað staðan var en hún var semsagt 1-1.

Sigrún kemur á Fimmtudaginn og við ákváðum bara að panta okkur hótel, ég nenni hreinlega ekki að vera lengur í þessu rúmi sem er allt of stutt fyrir mig og það verður fínt að breyta aðeins til þótt það sé ekki nema í 3 nætur. Mamma, pabbi og Magnús koma svo 20. Nóvember í 3 nætur líka og þá ætlar Magnús að gista hjá mér á uppblásinni loftdýnu á milli rúmsins míns og skápsins míns og ég veit varla hvernig hún á að komast þar en jæja það hlýtur að reddast.

Ég er byrjaður að plana í huganum för mína um Írland. Var að spá í að fara til Belfast sem er á Norður Írlandi sem er ekki það sama og Írska Lýðveldið svo tæknilega séð tel ég það sem annað land.. Var líka að spá í að skella mér til Galway sem er borg akkurat á hinum endanum á Írlandi, ég er á austur hlutanum og hún er í vesturhlutanum og hún á víst að vera alveg frábær.
Svo sagði afi mér að suðurhlutinn á Írlandi væri eitthvað svakalega sniðugur og ef ég fer þangað þá hef ég farið bæði í austur (Dublin), norður (Belfast), suður (eitthvað) og vestur (Galway). Svo kemur nú inn í að ég fer aftur til íslands innan ekki svo margra daga hreinlega og mjög margt sem ég á eftir að gera svo maður þarf kannski eitthvað að forgangsraða þessu en ég verð samt eitthvað að fara út á land fyrst maður er nú kominn til Írlands.

Skemmtilegt að segja frá því að það eru 53 dagar (nánst upp á mínútu) frá því að ég fór frá Íslandi og ég hef barasta aldrei verið jafn lengi frá heimili mínu og svo sannarlega aldrei jafn lengi í útlöndum og það eru færra dagar í að ég komi heldur en síðan ég kom svo það má segja að það sé farið að síga á seinni hlutann hjá mér og ég á nánast engann pening eeeen þetta reddast allt, maður vrður bara að vera sparsamur og svo var samband íslenskra námsmanna erlendis að senda einhverjum ráðherrum bréf þar sem þeir voru hvattir til að vera nú góðir við okkur og breyta eitthvað þessum forsendum sem Lín er með fyrir útreikningum sínum eins og t.d. að ég fæ framfærsluna mína reiknaða miðað við gengið 1. júní 2008 en þá var gengið á evrunni 115 en núna er það 152 held ég.

Jæja þetta er nú frekar leiðinlegt blogg svo ég er að spá í að segja stopp hér enda er ég ansi þreyttur og svona eftir á að hyggja þá er þetta kannski ekki besti dagurinn til að vaka heila nótt þar sem ég þarf að gera shit loada af dóti núna á eftir og svo er ég líka að fara í áfanga sem ég svaf yfir mig í í síðustu viku og þarf því að hafa extra mikla einbeitingu í en ég held að hún sé farin fyrir bý í bili.

Á samt tvo orkudrykki inn í ísskáp svo þeir ættu að nægja mér eitthvað fram á daginn...

Kveðja, Kolbeinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Heill og sæll, minn kæri. Það er þetta með svefninn. Hann er svo mikilvæg undirstaða að ég vona að þú komir honum í lag ekki seinna en núna. Það er gaman að sjá að þú nýtur Írlands og ætlar greinilega að fá sem mest út úr dvölinni. Ég hlakka til að koma til þín ásamt Magnúsi Má og mömmu 20. nóv. Gangi þér allt í haginn. Þinn pabbi.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 28.10.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband