Allskonarblogg

Ætla nú ekki að hafa þetta of langt en ég fór á laugardaginn á Octoberfest sem er haldin hérna í Dublin eins og víðsvegar um heiminn og það var geðveikt gaman, fór með honum Sampson félagi mínum frá Hona Kong. Þetta var haldið á svona borðpalli sem var út á svona vatni og það var hleypt inn í hollum og röðin var mörg hundruð metrar og ég hef bara aldrei séð jafn langa röð á ævi minni en við náðum "óvart" að svindla okkur framarlega í röðina svo við komumst inn eftir nokkrar mínútur í stað þess að þurfa að bíða í nokkra klukkutíma. Fengum okkur þýskan mat og hoppuðum við frekar lélega þýska hljómsveit sem var samt fjörug svo það var bara skemmtilegt.

Á Sunnudaginn tók ég svo lest til Howth sem er svona eiginlega sjávarþorp en er samt hluti af Dublin þótt maður verði að taka lestarferð þangað nema hvað að ég skrapp þangað með honum Alex félaga mínum sem er frá Kína og kærustunni hans sem heitir Rose og er líka frá Kína. Fórum á eitthvað samgöngusafn með allskonar gömlum bílum rútum o.fl. sem var ágætt, gengum svo aðeins um bæinn og enduðum á því að fara út að borða á einhverjum kínverskum stað í miðbæ Dublin.

Var svo langt fram á nótt að klára fyrsta verkefni annarinnar sem var nú ekki nema 500 orð en þeir eru svo strangir á heimildaskráningu og öllu slíku og svo var þetta líka blaðagrein sem ég átti að skrifa svo ég vildi hafa þetta vel gert.

Fleira er nú ekki í fréttum í bili en ég ætlaði samt að spjalla eitthvað áfram þar sem ég er svo ánægður að vera búinn með þetta verkefni.

Nokkrir hlutir sem þú vissir kannski ekki um mig:

1. Ég elka Kapal, lærði hann bara fyrir nokkrum árum og hef síðan þá dýrkað hann. Ef mér leiðist þá er einfaldlega hægt að láta mig fá spil og ég get skemmt mér lengur en þig grunar við að leggja kapal.

2. Ég náði einu sinni að klára 3 kapla í röð. Ég átti ekki orð en öllum öðrum hefur virst nokkuð sama

3. Ég kann ekki að sjóða kartöflur né að elda neitt nema hafragraut.

4. Ég nota skó nr. 47

5. Ég er 192cm á hæð

6. Uppáhalds þættirnir mínir eru The Office og ég geri ekki upp á milli bandarísku og bresku því þeir eru bara algjörlega ólíkir þættir. Ég hef séð alla þættina en ég horfi samt alltaf á nokkra þætti á hverju kvöldi aftur í gegn þótt ég hafi séð þá nokkrum dögum áður. Það er eins og þeir hætti bara ekki að vera fyndnir.

7. Ég safnaði einu sinni Spice Girls myndum. Ég gef alltaf þá afsökun að þær hafi verið svo heitar og það getur vel verið að það sé ástæðan. Ég átti eiginhandaráritun frá Mel B en henni var stolið.
8. Ég slæ alltaf þumalfingrinum þrisvar í vaskinn þegar ég er búinn að þrífa mér um hendurnar. Ég get eiginlega ekki þvegið mér án þess að gera það þótt mér finnist það fáránlegt. Finnst ég vera að setja punktinn yfir iið á góðum handþvotti ;)

9. Ég á ljóð á mjólkurfernu og mér finnst það mjög neiðarlegt því það var sent inn í djóki eftir að Tryggvi félagi minn manaði mig eiginlega.

10. Ég reyki ekki og drekk ekki. Ég hef hreinlega ekki efni á því að skera niður í sætindum og skyndibita til að geta drukkið enda fáránlega margar kaloríur skilst mér.

11. Ég lít á mbl.is, visir.is, dv.is, eyjan.is á nokkurra mínútna fresti

12. Ég er háður Apple tölvunni minni og finnst allt frá Apple æði, ef þeir kæmu með straujárn frá Apple þá myndi mér finnast það kúl.

13. Mér finnst eiginlega allur matur góður og ég hef eiginlega enga skoðun á því hvað er keypt inn.

14. Mér finnst ógeðslega gaman að fara í bíó og fer helst allar helgar.

Jæja fleira var það ekki í bili...

Sigrún kemur á fimmtudaginn í næstu viku og svo koma mamma og pabbi vonandi fljótlega svo það er nóg að gera ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"You have one day"

Mási Littli krúttason (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:40

2 identicon

Skemmtilegar staðreyndir um þig Kolbeinn minn. Gaman að fylgjast með ævintýrinu þínu á bloggsíðu, þannig að þú verður að halda áfram að vera duglegur að blogga. :)

Kveðja, Grétar.

Grétar (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 11:23

3 identicon

One day for what?

They always give an ultimatum!

Kolbeinn Karl Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:10

4 identicon

þá er ég kominn með blog eins og margir aðrir

Bjarki (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:09

5 Smámynd: Bjarki Þór Guðmundsson

kaplar eru alltaf góðir, ég er reyndar dottin aðeins niður í sprengjuleikinn(minesweeper)

Bjarki Þór Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 11:47

6 identicon

Heyrðu Kolbeinn, þar sem að ég er í hljómsveitinni ICE girls, og ég er þar af leiðandi MEL B, þá skal ég bara redda þér eiginhandaráritun frá henni :):):) hahahaha....

Erla frá Bifröst (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 09:52

7 identicon

VÚHÚ

Kolbeinn Karl Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband