Kaupmannahafnarförin
16.10.2008 | 15:29
Jæja þá hefur nú aldeilis eitthvað gerst hjá mér. Ég ákvað um daginn að skella mér til Kaupmannahafnar og hitta þar Mása, Hjalta og hann Heimi littla sem býr þar því hann var að byrja nám í einhverju construction management dóti eða eitthvað svoleiðis. Ég keypti mér miða og tveim vikum síðar var komið að förinni. Þetta var eiginlega svona útlandaferð innan útlandaferðar þar sem ég er auðvitað í Dublin núna.
Föstudagur 10.10.08: Vaknaði eldsnemma til að taka einhverja rútu upp á flugvöll en flugið mitt fór kl 06:40 og ég var mættur niður í miðbæ kl 03:30 og þar var fullt af fólki og meðal annars einn frakki sem var eitthvað voðalega utan við sig og var í sífellu að reyna að tala við mig og að segja að við ættum bara að taka
einn stóran taxa eða ég held að það hafi verið það sem hann var að segja því ég skildi eiginlega ekki orð svo ég bara jánkaði til hans, brosti og sagði yes yes yes yes og eftir miklar umræður að hans hálfu og mikið jánki af minni hálfu við einhverju sem ég skildi ekki þá kom rútan ekkert á þeim tíma sem hún átti að koma og eftir að henni hafði seinkað um einhverjar 20mín kom taxidriver og bauðst til að taka mig og tvo aðra á sama verði og rútuna upp á flugvöll sem við þáðum og þar á meðal var frakkinn með í för. Á leiðinni ræddum við aðalega um ísland og hvað þetta væri allt í rugli hjá okkur en þetta var akkurat þegar allt var í blossa út af þessu icesave máli og þegar við komum á flugvöllinn sagði frakkinn eitthvað óskiljanlegt við og ég sagði bara yes yes og stuttu síðar skildu leiðir. Ég ákvað að nota bara kiosk vélina til að innrita mig svo ég þyrfti ekki bíða í röð og það tók bara eina mínútu nema hvað að ég áttaði mig auðvitað ekki á því að ég hafði í rauninni ekkert að gera í flughöfninni svo ég náði að innrita mig, fara í gegnum ftirlitið og komast að hliðina rúmlega tveimur tímum fyrir flug og þetta var auðvitað um miðja nótt svo búðirnar voru ekkert opnar svo ég bara sat og horfði út í loftið.
Ég ætlaði að hitta Mása og strákana á Nörreport Metro stöðinni og þegar ég kom á flugvöllinn sá ég einhverja miðasölu og spurði hvort þeir seldu miða í metro og gaurinn jánkaði, seldi mér einhvern miða og benti hvar ég ætti að fara og hálftíma síðar var ég kominn á Norreport... 10 mín síðar fer ég á netið með 3g lyklinum mínum og sendi mása sms... 20 mín líða og ég sé engann... 20 mín líða og ég sé engann... eftir klukkutíma sé ég mása og strákana loksins en þá var ég ekkert á Metro stöðinni heldur venjulegu lestarstöðinni en strákarnir höfðu samt verið allt of seinir en jæja við fundum þó hvora aðra á endanum. Gengum frá stöðinni í skólann hans Heimis og fengum okkur McDonalds. Heimir þurfti að fara á einhvern fund og á meðan gengum við Mási og Hjalti um einhvern
kirkjugarð og leituðum að leiði H.C. Andersen sem ætlaði að reynast ómögulegt en á endanum fundum við það þó.Við skoðum okkur svo aðeins um í borginni, fórum út að borða og litum svo aðeins upp í íbúð hans Heimis sem er lengst lengst frá miðbænum nema hvað að við áttuðum okkur á því að það væri menningarnótt og eftir að hafa farið aðeins yfir dagskrána og hvað væri eftir sáum við að dýragarðurinn var með næturopnun og við ákváðum bara að skella okkur nema hvað að þegar við loksins fundum dýragarðinn og höfðum borgað okkur dýrum dómum inn þá voru öll dýrin sofandi einhverstaðar þar sem maður gat ekki séð þau svo þetta var eins og að líta í tóm búr og til að bæta gráu ofan á svart þá ákváðu þeir sem stóðu fyrir þessu að leggja ekkert of mikið í lýsingu sem þýddi einfaldlega að maður sá ekkert í myrkrinu og þetta var bókstaflega eins og að ganga í tómum dýragarði með ljósin slökkt.
Eftir dýragarðinn skruppum við svo aðeins niður í bæ, fórum ótrúlegt en satt á einhverja landbúnaðarsýningu sem var niðri í bæ og skoðuðum okkur svo aðeins um áður en að við héldum aftur upp í íbúð til Heimis sem var þar steinsofandi því hann nennti ekki með okkur út.
Laugardagur:
Á laugardeginum vöknuðum við og Heimir ætlaði að fara með okkur eitthvað sem við vissum ekki alveg hvað var. Hann var eitthvað voðalega dularfullur en hann sagði að þetta væri staður sem hann hefði farið einu sinni á til að kaupa ákveðna hluti og þarna væri búð sem seldi þessa ákveðnu hluti og þetta hljómaði voða gruggugt nema hvað að við tókum lest út úr Kaupmannahöfn og alveg að krónuborg sem er einhver svakalegur kastali í einhverjum bæ og við vorum svo nálægt Svíþjóð að við gátum horft yfir og meira að segja séð öll húsin og jafnvel gluggana í húsunum svo það hefði ekki tekið nema smá stund að taka ferjuna yfir en strákarnir nenntu því ekki svo við skoðuðum okkur bara aðeins um og fórum svo aftur til Köben.
Þegar til Köben var komið ákváðum við að við gætum nú ekki sleppt því að fara í Tívolíið svo við keyptum okkur dagspassa sem var rándýr út af genginu en við gerðum nú ekki veður út af því
heldur ákváðum að fá okkur eitthvað í magann áður en herlegheitin myndu byrja enda voru menn orðnir svangir eftir gönguna um krónuborg. Fundum einhvern stað sem var með hlaðborði og það leist okkur nú aldeilis vel á. Við töluðum ensku við þjóninn en þegar hann vissi að við vorum íslendingar virtist það ekki skipta neinu máli að við tjáðum okkur á ensku því hann ætlaði sko að tala dönsku svo við reyndum okkur besta til að svara honum á dönsku... eins og maður eigi bara átomatískt að tala reiðbrennandi dönsku því maður er frá Íslandi. Þeim fannst reyndar mjög fyndið að við værum frá Íslandi og sögðu að það kæmi ekki til greina að við myndum borga í íslenskum krónum.
Jæja svo var komið að því að fara í tækin og við byrjuðum á því að
skella okkur í einn rússíbana sem var geggjaður og maður missti aðeins kúlið þegar maður sá myndina sem tekin hafði verið af manni á meðan á ferðinni stóð. Eftir það fórum við svo í eitthvað rosalegasta tæki sem ég hef á ævi minni komið í sem leit út fyrir að vera mjög rólegt tæki við fyrstu sýn en annað kom svo sannarlega á daginn. Það var tæki sem heitir eitthvað Himmelskibet, mynd hér http://lh4.ggpht.com/_-jh_0RQdMak/SIYlL6929zI/AAAAAAAACBY/iburZ6CJrj8/DSCF1873.jpg nema hvað að það leit út fyrir að vera svona útsýnistæki sem væri gaman að fara í bara svona til að taka því rólega áður en maður færi í ógeðslegu tækin en ég skal segja ykkur það að ég hef sjaldan verið jafn hræddur á ævi minni og ég hélt að Magnús ætlaði nú bara að fá hjartaáfall enda var hann hræddastur allra. Tækið er semsagt svona stór turn sem er 80 metra hár með rólum í og þær eru festar með svona keðjum sem ég hélt að væri svona masívar keðjur og að sætin væru svona massív en nei nei keðjurnar voru svo litlar að ég fékk bara sjokk, þetta voru svona keðjur sem maður myndi halda að héldu kannski ketti og til að bæta gráu ofan á svart þá voru sætin fáránleg, í stað þess að hafa einhver massíf sæti þá var þetta bara lítil sessa og það eina sem hélt manni frá því að detta úr var smá stöng sem var
fest niður með bandi og bandið var fest niður með einhverju segli en jæja ég hélt samt alveg ró minni þangað til að við byrjuðum að færast upp og ég áttaði mig á því að þetta var ógeeðslega hátt uppi og manni leið eins og maður gæti alveg eins dottið af sessu hvenær sem er en.... en sem betur fer komumst við lifandi út og þetta var alveg rosalegt svona útsýnislega séð þegar maður hafði aðeins vanist þessu.
Eftir það fórum við svo í nokkra rosalega rússíbana sem voru klikkaðir og kolkrabban klassíska sem var eiginlega bara gerður til þess að láta mann æla og undir lokin var ég bara búinn að fá nóg. Fórum líka í einn rússíbana sem fór ekki eina ferð, ekki tvær, ekki þrjár heldur fjórar ferðir í gegn sem var eiginlega fáránlegt.
Þegar við vorum búnir í tækjunum fengum við okkur svo ís, fórum aðeins í einhverja leiki sem þeir eru með þarna og Magnús fékk sér sykurhúðað eppli eins og ein mjög undarleg mynd sýnir af honum hér til hliðar.
Eftir tívolíið var komin einhver þreyta í mannskapinn svo við ákváðum að taka því rólega út kvöldið og skelltum okkur upp í íbúð og héngum þar þangað til að við sofnuðum.
Sunnudagur:
Magnús og Hjalti ætluðu heim á Sunnudeginum svo við höfðum ekkert rosalega mikinn tíma og eftir smá vangaveltur ákváðum við að fara í bíó og sjá þarna Burn after Reading sem var alveg geggjuð og alveg ótrúlega súr mynd. Eftir bíóið hófst svo leit okkar að veitingastað sem við fundum loksins nema hvað að þjónustan var ömurleg og eftir að hafa staðið í 10 mínútur án þess að á okkur væri yrt nema bara að við gætum
beðið eftir því að einhver barnavagn væri farinn til að geta byrjað að borða því þjónustukonan vildi endilega að við sætum við eitthvað borð sem var blokkað af með einhverjum barnavagni og hann var ekkert á leiðinni burt á næstunni svo við bara létum okkur hverfa og fundum flottan kínverskan veitingastað hliðin á og þar var maturinn æðislegur þótt við þyrftum kannski að borga örlítið meira fyrir.
Eftir matinn hófst leit mín að millistykki til að ég gæti hlaðið tölvuna mína og flakkarann og allt það dót og ég fann loksins hótel sem vildi selja mér slíkt og þeir ætluðu að rukka mig 4.000 íslenskar krónur fyrir það en ég náði að prútta það niður í 2.000kr sem mér fannst þó mjög hátt en það var allt lokað svo ég borgaði. Fórum svo upp í íbúð og Magnús og Hjalti tóku sig saman fyrir brottför og héldu með lestinni niður á flugvöll og skelltu sér aftur til Íslands. Á meðan tókum við Heimir því rólega upp í íbúð og ég kláraði að færa Friends og eitthvað fleira yfir á tölvuna mína frá Heimi.
Mánudagur:
Ég vaknaði eldsnemma og Heimir skrifaði nákvæmlega upp hvaða lestar ég ætti að taka til að komast upp á völl þar sem ég var eins og 5 ára krakki þegar hann reyndi að útskýra þetta fyrir mér. Mér fannst þetta allt voðalega flókið eitthvað en ég komst samt á endanum á völlinn, kvaddi svo köben og hélt upp í vél til Dublin. Þegar til Dublin var komið tók ég svo strætó sem fór beint heim til mín og hálftíma síðar skokkaði ég út í skóla til að ná síðasta tíma dagsins.
Og þetta var nú Köbenförin mín svona nokkurnveginn.
Fleira í fréttum
Það er ekki mikið annað að frétta nema hvað að skólinn gengur sinn vanagang og ég er búinn að setja fleiri myndir inn á facebook, bæði af London, Dublin og Köben og svo er New York líka á leiðinni. Ætla líka að setja video á netið á næstunni þar sem ég á slatta af þeim en hef aldrei fundið góða leið til að setja þau öll inn fyrr í gær. Svo kemur Sigrún núna um mánaðarmótin og ef allt gengur upp þá koma mamma og pabbi um miðbik næsta mánaðar.
Annars var ég að fatta hvað ég er búinn að ferðast svakalega mikið í ár og bara almennt hvað ég hef ferðast mikið
Á þessu ári hef ég farið til
USA
Englands
Írlands
Danmerkur
Ég hef komið til
Danmerkur - 4 sinnum minnir mig
Englands - 5 sinnum minnir mig
Svíþjóðar - 1. sinni
Noregs - 1. sinni
Þýskalands - 1. sinni
Ítalíu - 2. sinnum
Slóveníu - 1. sinni
Króatíu - 1. sinni
Írlands - 1. Sinni
USA - 1. sinni
Stefnan er svo sett á:
Norður Írland - Vonandi í þessari ferð en Norður Írland er ekki hluti af Republic of Ireland þar sem ég er núna
Frakkland - Það er ódýrast fyrir mig að fljúga heim í gegnum Frakkland svo það er aldrei að vita nem að maður stigi aðeins út þar og hitti hann Tryggva þar.
B.t.w. Fleiri myndir frá ferðinni má sjá á facebookinu mínu ;)
Og munið að þrátt fyrir kreppuna þá getum við alveg verið hress og kát og fyrst og fremst verið Hemmi Gunn
Dublinkveðja, Kolbeinn
Athugasemdir
Það er aldeilis margt sem þú hefur upplifað á þessu ári. Ferðast mikið og lent í ránstilraun. Frábært að það hafi gengið svona vel í Danmörku og þú vannst þér inn 2 respect stig fyrir að fara í þetta creapy tívolítæki.
Kv, Grétar
p.s. ég er hemmi gunn....
Grétar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.