Þvottadagurinn mikli
17.9.2008 | 17:31
Jæja þá er ég byrjaður á fullu í þessar kynningarviku í skólanum og hún gengur bara nokkuð vel nema að þegar ég fór niður í alþjóðaskrifstofuna til að finna út hvenær ég gæti komist heim fyrir jól og þá komst ég að því að ég átti eftir að fylla út fullt af einhverjum formum og ég átti víst eftir að skrá mig inn í skólann eða eitthvað og það hafði nú enginn sagt mér að ég þyrfti að gera það svo ég bað þá bara um að fá það sem ég þyrfti að fylla út en nei þá var það ekki hægt því ég átti líka eftir að fara í enskupróf og koma með passamynd af mér til að það væri hægt að klára þetta allt saman svo ég mætti áðan í enskupróf sem var nú frekar létt en reyndar var tölvuparturinn með dáldið mörgum trick spurningum þar sem fleiri en einn möguleiki gátu vel verið réttir svo ég vona að ég nái enda má maður bara taka prófið tvisvar en ég meina ég hef nú aldrei verið talinn lélegur í ensku heldur frekar hitt.
EN jæja ég kom svo heim og ætlaði loksins að setja í mína fyrstu alvöru þvottavél og ég var bara nokkuð jákvæður fyrir þessu þar sem hún Erla, andlegi leiðtogi minn í þvottamálum, var búin að fara yfir þetta með mér.
Það byrjaði ekki vel en til að geta notað þvottavélina þurfti ég að kaupa 5 metra langa framlengingarsnúru því rafmagnstengin sem eru hliðin á vélinni eru eitthvað læst gegn gjaldi og eitthvað en jæja ég fann hana og smellti vélinni í samband.
Ég ætlaði nú ekki að hætta á neitt svo ég ætlaði bara að þrífa nærföt og boli og skipti þessu í bunka, einn með dökku, einn með ljósu og einn með hvítu en það var nú bara einn hlutur í hvíta bunkanum svo hann. Oki byrjaði bara nokkuð vel og þetta var bara ágætlega straight forward þar sem það var ekki mikið um hluti sem voru á gráu svæði hvað varðar liti nema 2 hlutir sem ég var nýbúinn að kaupa og þorði ekki að setja með, allavegana ekki svona í fyrstu vél.
Ég smellti þessu inn í vélina, náði í þvottaefnið og opnaði þvottaefnislúguna en þá voru þar 3 hólf og ekkert sem sagði manni neitt svo ég endaði bara á því að velja stærsta hólfið. Jæja ég hélt að erfiðasti parturinn væri þá búinn en þá hófust hörmungarnar.
Nú þurfti ég að stilla eitthvað kerfi og hita og eitthvað og þetta var gjööörsamlega óskiljanlegt. Það voru til 3 gerðir af 40 gráðu hita og allar gerðirnar litu nákvæmlega eins út og eftir að hafa skoðað þetta eins og brjálaður maður ákvað ég þá bara að setja á 30 því það var bara eitt 30 til og það var fyrir föt sem maður hafði bara verið einu sinni í og ég hafði einmitt bara verið einu sinni í einum bolnum sem var í vélinni. Ég hélt að ég hefði leyst ráðgátuna en nei nú voru fullt af einhverjum tökkum sem var hægt að ýta á, einn hét option, annar hét prewash, næsti hét half eitthvað og svo var einn sem var eitthvað varðandi mjög vel þvegin föt og ég ákvað eftir mikla hugsun að velja bara þetta half því ég hélt að það hefði eitthvað með að gera að þetta væri bara hálf vél og svo ýtti ég á start og beið spenntur...... ekkert gerðist nema að start ljósið skein og ég ýtti loks aftur á start og þá blikkaði það og vélin slökkti á sér og þetta endurtók sig í hálftíma með mismunandi kerfum, mismunandi hitastigum, mismunandi optionsdóti og allskonar prófunum og ég var gjörsamlega örmagna þegar ung kona gengur inn um aðaldyrnar og ég sá það bara í augunum á henni að þetta var kona sem hafði þvegið ófáar þvottavélarnar svo ég kallaði til hennar og sagði henni að þetta væri það flóknasta sem ég hefði gert á ævi minni og spurði hvort hún gæti bjargað mér. Eftir að hafa hlegið að mér í smá stund ýtti hún á einhverja takka eins og ekkert væri og vélin fór í gang eins og hún hafði aldrei gert annað á ævi sinni.
Mér leið eins og þvottavélin væri þessi krakki sem er ógeðslega leiðinlegur en þegar kennarinn gengur inn í bekkinn þá þykist hann vera kurteistasti strákur í heimi og ég er ætlaði ekki að ná mér yfir því hvað hún gerði þetta einfalt eftir hálftíma af ströggli. Ég er nú ágætur námsmaður en mér leið eins og ég væri að setja kjarnorkusprengju af stað. Ég þorði varla í þurkarann svo ég hringdi í Sigrúnu sem leiddi mig í gegnum hann og núna er þvotturinn loksins hreinn og þurr.
Ég hef bara alrei lent í öðru eins og ég bara var örmagna eftir þetta. Það er eins og það sé reynt að gera þetta eins flókið og mögulegt er og svo vissi ég náttla ekkert hvað ég átti að setja mikið þvottaefni sem ég setti bara gott dass í þetta.
Ég þori ekki meiru í dag en á morgun verður dökki bunkinn tekinn fyrir og þá ætla ég sko að confortera þessa vél, ég ætla að horfa djúpt inn í lokið á henni og segja Common make my day, punk! Ég ætla ekki að láta hana sigra mig, ég mun ná þessu á endanum og það verður ein af mínum stærstu stundum!
Jæja ég er orðinn ógeeeðslega svangur þar sem allur minn tími hefur farið í að möndla þessa þvottavél svo ég er farinn að finna mér eitthvað borða :)
Meira seinna, Kolbeinn
Athugasemdir
Haha, snillingur. Ég get nú alveg verið sammála þér um það að þvottavélar geti verið einum of flóknar þar sem ég er ekki mikið í því að þvo þvott. En eflaust hefur einhver stórmenntaður maður setið tímunum saman og pælt í þessu. Gangi þér vel með dökka þvottinn
Kv, GrétarGrétar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 18:13
hahahahahah... snilldar færsla!!! þú ert bara yndislegur Kolbeinn Karl!
Erla Gunnlaugs (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.