Fyrsta formlega bloggið
3.9.2008 | 05:47
Já góðan og blessaðan daginn og glaðan haginn elsku dúllurnar mínar. Þá er sko komið að fyrsta alvöru blogginu á þessari síðu eða eiginlega nr. 2 þar sem ég skellti inn færslunni sem ég skrifaði á annað blogg fyrir nokkrum vikum hingað inn fyrir neðan.
Ég var eiginlega sofnaður en svo mundi ég allt í einu að ég ætlaði að blogga áður en ég færi svo ég ákvað að ræsa upp æðislegu apple tölvuna mína og skella inn stuttu bloggi þótt klukkan sé eitthvað í kringum 5 að nóttu. Fyrir þá sem ekki vita þá ætla ég til Írands, nánar tiltekið til Dublin, enn nánar tiltekið í Griffith College í eina önn.
En hvað um það ég legg allavegana af stað eldsnemma á föstudagsmorgun eða kl 07:30 held ég og flýg beinustu leið til London. Þar ætla ég að stoppa yfir helgina og skoða mig um eða þ.e. sýna honum Þorsteini félagi mínum borgina en hann er einmitt að fara til Grikklands í skiptinám og við þurftum báðir að stoppa í London svo við ákváðum að skoða okkur aðeins um, ég er búinn að fara þar svo oft að ég þekki hana jafn vel og Selfoss.
Nú það er ekki hægt að segja að ég hafi mikið verið að undirbúa mig sko. Ég skrapp til New York í 8 eða 9 daga og kom heim núna á laugardagsmorgun svo ég er bara núlentur. Ég var meira að segja rétt í þessu að kaupa sjálft farið frá London til Dublin svo þetta er allt svona á síðustu stundu en ég hef ekki miklar áhyggjur enda getur ekki tekið mikinn tíma að pakka niður nokkrum bolum, buxum og tölvunni.
Ég fékk herbergi fyrir svona 2 vikum síðan sem er í tveggja mínútna göngufæri frá skólanum og miklu miklu ódýrari en leigan á nemendagörðunum en þar hefði ég borgað eitthvað í kringum 760 evrur en borga núna bara 400. Djöfulsins okur hjá þessum nemendagörðum og reyndar finnst mér 400 evrur líka alveg slatti fyrir pinkulítið einstaklingsherbergi með öllu öðru sameiginlegu en hvað um það, þetta er gott verið miðað við að Dublin er með mjög hátt leiguverð og að staðsetningin er geggjuð :)
Nú á morgun hefst svona formlegur undirbúningur undir ferðina en þá ætla ég að kaupa mér smá gjaldeyri, tala við Lín um að fá greitt samkvæmt Írskri framfærslu sem þýðir að ég fæ talsvert meiri framfærslu, fara í bíó, pakka niður í tösku og sitthvað fleira sem mér dettur í hug. Á fimmtudaginn ætla ég svo í Intersport til að kaupa mér Cintamanijakkann sem mig hefur svo lengi langað í sem er á 20% afslætti en kostar reyndar samt eitthvað í kringum 18-19 þúsund kall en ég lít á þetta sem framtíðarfjárfestingu eða eitthvað svoleiðis :)
Ég fer svo með Þorsteini og Pétri fósturpabba hans upp á völl eldsnemma á föstudagsmorgun og skelli mér í flugið.
Geisp jæja ég hef þetta ekki mikið lengra en vonast til að vera slatti virkur á þessu bloggi og setja jafnvel inn myndir og hugsanlega video þegar líða fer. Það væri gaman að líta á Bifröst og tékka á liðinu áður en maður fer til London en ég sé ekki að ég hafi tíma til þess svo það verður væntanlega að bíða betri tíma.
Jæja klukkan er 05:47 að nóttu svo ég er farinn í háttinn en eigið góðan og gleðilegan vetur á Íslandi ;)
Ást ást, Kolbeinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.