Eldra blogg flutt yfir hingað

Afrit af eldra bloggi:

Jæja þá fer bara að líða að því að ég haldi til Dublin í skiptinám. Legg af stað 5. september til London og sýni honum Þorsteini, félaga mínum sem ætlar í skiptinám til Grikklands, pleisið. Hann heldur svo í Interrail og ég held áleiðis til Dublin 8. Septembergi. Áður en ég fer út ætla ég samt að skella mér til New York ásamt pabba og Mása frá 21-29 og keyra eitthvað um landið með Sigrúnu um helgina og eitthvað fram í næsti viku svo tími minn er eiginlega bara planaður frá morgni til kvölds fyrir brottför.

Síðasti vinnudagurinn hjá Vegagerðinni er núna á morgun. Er bara í einhverjum sérverkefnum eftir að skrifstofustjórinn kom aftur til baka núna á þriðjudaginn en fyrir þá sem ekki vita þá vann ég á skrifstofunni á vegagerðinni í sumar. Í dag þurfti ég að vera í vinnulyftu að þrífa ljós í áhaldahúsinu í 5 metra hæð sem var svakalegt og sérstaklega fyrir þær sakir að við vorum tveir og minnsta hreifing vaggaði vagninum og hann var mjög lítill og valtur.

Samkvæmt mínum skrám þá er ég að fara um landið núna og svo á fimmtudaginn held ég til New York og ég er ekkert byrjaður að spá í þetta. Þarf að fara í þessi mál við tækifæri og kanna hvað ég þarf að hafa til.
 

Annars fékk ég einmitt formlegt inngöngubréf í skólann í dag en ég var samt búinn að fá svona pre-approval letter frá þeim en vantaði bara að klára að velja fögin endanlega og eitthvað en það er semsagt allt klappað og klárt. Ég á samt ennþá eftir að finna mér húsnæði í Dublin sem er byrjað að vera áhyggjuefni en ég er með eina íbúð í sigtinu sem ég er að vonast til að fá sem er alveg upp við skólann.

Húsaleigan í Dublin err svo dýr að ég er bara í sjokki ennþá og hún er helmingi dýrari hjá skólanum sjálfum sem lítur nú bara út fyrir að vera einhver gróðastarfsemi þar sem þeir ætluðu að reyna að rukka mig um 766 evrur á mánuði í leigu fyrir einstaklingsherbergi ef ég hefði tekið það og svo rukkuðu þeir mig um 300 evrur í eitthvað staðfestingar- og tryggingargjald sem ég fatta ekki hvað fer í nema að stækka sjóðinn hjá þeim en það eru samt allir voðalega vinalegir þarna sem ég hef talað við svo þetta sleppur alveg enn sem komið er

Vá ég hef ekki bloggað svo lengi að ég hef fullt að tala um svo þetta blogg verður kannski smá súpa

Fyrir þá sem ekki vita þá heitir skólinn sem ég fer í Griffith College og er einkaskóli ekki langt frá miðbæ Dublinar, rétt fyrir sunnan miðbæinn réttara sagt

Ætlaði að reyna að setja einhverstaðar inn svona countdown klukku en ég veit ekki hvort það virkar. Kanna það seinna…
%0
Annars var hjólinu mínu stolið um helgina. Tilkynnti það um í gær en ég græt það svosem ekkert enda er síðasti dagurinn á morgun og ég þarf ekki að nota það fyrr en á næsta ári og þá ætlaði ég að fá mér nýtt því þetta er frekar lélegt. Gott ef einhver getur notað hjólið í stað þess að það drappist niður í geymslu hjá mér en hann hefði kannski mátt spyrja því þá hefði ég beðið hann um að bíða með því að stela því fram yfir helgi… þegar ég hugsa út í það þá held ég að flestum hjólum sem ég hef átt hafi einmitt verið stolið en það hefur svosem alltaf gengið ágætlega upp, einu sinni var Mongoose hjólinum mínu stolið tvisvar eða þrisvar og alltaf fann ég það aftur svo það gekk bara frábærlega upp að fólk skuli hafa getað notað það og svo held ég að því hafi verið stolið aftur u.þ.b. þegar ég var að fara að skipta því út svo þetta er bara alveg brilljant…

En já svo ég haldi mig við útlandaförina þá er ég búinn að vera að punkta niður hluti sem ég þarf að ganga frá áður en ég fer út og hér er það sem ég er kominn með:

Finna húsnæði

Finna hótel í London

Athuga passann minn

Fá pin númer fyrir kortin mín

Fara með fartölvuna mína í viðgerð

Kaupa mér buxur, jakka og sólgleraugu

Jæja ég nenni ekki að hafa þetta lengra í bili enda orðið jafn langt og bók og ég hef nóg að gera

Farinn í bili, Kolbeinn


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband