Prófaupplestur og partýstopp

Jæja þá er maður bara byrjaður að lesa fyrir prófin. Áætla að næstu tvær vikur verði að mestu leyti inn á bókasafni. Alveg ótrúlegt samt hvað það er erfitt að byrja að læra undir prófin, þetta kemur samt :)Horfði yfir Dublin áðan á bókasafninu og áttaði mig á því hvað lífið er komið í fastar skorður hérna í Dublin og maður er farinn að venjast því að lifa hér. Eftir að hafa búið hjá mömmu og pabba og í smábæ mest allt mitt líf þá er hálf undarlegt að vera bara búinn að venjast því að búa einn, búa í borg og búa í öðru landi. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið akkurat það sem ég þurfti enda var tilgangurinn með ferðinni upprunalega einmitt að fara út án allra, fá nýja áskorun til að takast við og auðvitað kynnast því að búa í öðru landi. Enn sem komið er hefur þetta gengið bara nokkuð vel og verið heljarinnar lífsreynsla. Eins lengi og ég stenst öll próf þá hefur þessi ferð verið frábær, allt öðruvísi en ég hafði búist við en frábær samt og meira að segja þegar illa hefur gengið þá hefur verið frábært að hafa ekki neinn íslending eða neinn sem maður þekkti til að aðstoða mann því það hefur kennt manni að takast á við erfið mál upp á eigin spítur. Ég veit t.d. ekki hversu langur tími hefði liðið þangað til að ég hefði lært á þvottavél ef ég hefði ekki farið hingað út.. þótt það hafi nú reyndar ekki reynst jafn mikið vandamál og ég hélt í upphafi :)

Annars er það að frétta að einn meðleigjandi minn hefur verið ansi duglegur í partýstandi upp á síðkastið og síðastliðinn sunnudag þegar ég kom heim var íbúðinni full af fólki, ábyggilega 20 manns eða eitthvað og allir inn í stofu svo ég bara hreinlega komst varla inn. Ég kom svo aftur seinna um daginn heim og íbúðin var ekki á hvolfi, hún var búin að snúast marga hringi og ég ímynda mér að hún myndi líta svona út ef hún færi í þvottavél.

Á þriðjudagskvöldið fyllti hann svo aftur íbúðina af fólki og var þá djammað alla nóttina sem þýddi að ég svaf ekki eina mínútu þangað til að ég mætti í skólann og gekk þá yfir áfengisdautt fólk yfir alla íbúðina, tók tannburstan minn upp úr tannburstaglasinu sem hafði verið fyllt með hári úr einhverji stelpu og við fundum líka hluta af hári hennar bakvið sófa. Stelpan sem leigir með okkur kom svo að tali við mig daginn eftir og sagðist hafa verið skíthrædd alla nóttina því allt liðið var bara sniffandi kókaí, spítt og fleiri efni alla nóttina og það sást líka á íbúðinni enda var hún á hvolfi. Ég og stelpan sem leigir hérna með mér vorum nú aldeilis búin að fá okkur fullsödd á þessu rugli og ákváðum að tala við hann daginn eftir en svo um kvöldið kom félagi gaursins sem leigir með okkur yfir og þeir sátu bara eitthvað inn í stofu eins og þeir væru að bíða eftir einhverju. Ég fór inn að sofa og örfáum mínútum seinna bankar einhver á útidyrahurðina og ég heyri mjög dimmraddaða rödd sem ég kannaðist við að hafa heyrt áður í partýinu sem haldið var á þriðjudagskvöldið. Heyri ég svo ekki allt í einu að meðleigjandi minn öskrar að þetta sé besta "blow" sem hann hafi tekið og þeir halda eitthvað áfram að dópa þangað til að þeir loksins sofna inn í stofu.Daginn eftir, í gær, tókum ég og stelpan okkur til og héldum fund með honum og sögðust ekki líða neitt partýstand í fyrsta lagi og sérstaklega ekki í miðri viku, við vildum halda húsinu í lagi og öll fíkniefni gætu haldið sig annarstaðar en í okkar íbúð og þetta væru bara úrslitakostir ef hann ætlaði að halda áfram að búa með okkur. Hann var alveg eins og kúkur og baðst afsökunar á öllu saman og lofaði að hætta þessu öllu og halda ekki fleiri partý. Hann er því á síðasta séns og ef eitthvað fleira gerist þá fer hann út eins og skot.Þetta er mjög undarlegt því að á daginn er hann hörkuduglegur námsmaður og okkur kemur þvílíkt vel saman og erum í raun bara bestu vinir en svo á kvöldin virðist hann ekki ráða við sig.

Hér er myndband sem sýnir það hvernig íbúðin var á sunnudagskvöldið eftir fyrsta partýið. Hún var jafnvel verri eftir þriðjudagspartýið því þá voru þetta ekki stólar og dót út um allt heldur fólk og vín. Á gólfinu er sjónvarpið og stofuborðið er nú bara komið þarna bakvið sófa sko...

Ég líð nú ekki nein fíkniefni í mínum húsum en þetta er samt góð saga til að hafa í sögubankann og það verður gott að komast á Bifröst þar sem ég og Þorsteinn höfum samstöðu um rólegheit :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarki Þór Guðmundsson

Já takk fyrir, góðan og blessaðan daginn. Það er naumast hvað hefur gengið á. Ég man nú þegar ég var á Höfða í Skipholtinu, þá voru stundum partí um helgar, veggirnir voru ekki í þykkasta lagi. Ég er líka allveg sammála þér um rólegheitin :)

Við gætum nú bara skrifað bók um öll ævintýrin, þú um skólavandamálið og partý standið og ég um týndu ferðatöksuna og að vera stoppaðu af löggunni, yrði örugglega fínasta bók.

Sjáumst hressir um jólin. Ciao

Bjarki Þór Guðmundsson, 29.11.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband